Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1979, Síða 80

Læknablaðið - 01.09.1979, Síða 80
214 LÆKNABLAÐIÐ séu kunnari samningum hvers annars en áður. Svo sem eðlilegt má telja eru menn mis- jafnlega ánægðir með þau kjör, sem nást og alltaf koma upp raddir um, að kjör lækna hafi stórversnað í samanburði við aðrir stéttir. Það er hins vegar engan veg- inn einfalt að meta þá þróun, sem átt hefur sér stað, þar hafa margir þættir áhrif og raunar má segja, að undanfarih 2 ár hafi lagasetning stjórnvalda ráðið meiru um kjörin en það, sem samið var um, eins og kemur fram í kaflanum um verðbætur hér á eftir. Verðbætur á laun Þann 17. febrúar 1978 voru á Alþingi sett lög, sem fólu í sér, að laun skyldu ekki hækka nema sem svaraði helmingi þeirrar verðbótavísutölu og verðbótaauka, sem kjarasamningar kváðu annars á um. Þó skyldu lægstu laun öll fá sömu krónu- töluhækkun. Höfðu lög þessi ekki í för með sér umtalsverða hlutfallslega breyt- ingu milli umsaminna launa hinna ýmsu starfshópa. Hinn 24. maí 1978 voru sett bráðabirgða- lög, sem kváðu á um, að fullar verðbætur skyldu greiddar á dagvinnulaun upp að 115.000 króna mánaðarkaupi. Enn er höggvið á gerða kjarasamninga með bráðabirgðalögum 8. sept. 1978. Nú var dæminu snúið við frá því, sem áður var, þannig að öll mánaðarlaun yfir 260 þúsund skyldu fá sömu krónutöluhækkun, þegar verðbætur 1. des. yrðu reiknaðar. Hafði þetta mjög mikla röskun í för með sér milli launa skv. samningum lækna ann- ars vegar og ýmissa starfshópa hins vegar. Þá hafði lagasetningin í för með sér mjög mikla röskun milli launa lækna innbyrðis. Mánaðarlaun sjúkrahúslækna hækkuðu þannig öll um 16.205. Sem dæmi um, hvað lækna vantaði á út- reiknaðar desember verðbætur má nefna, að yfirlækna vantaði 16.10% 15 ára sérfræðinga 14.40% 0—4 ára sérfræðinga 12.49% aðstoðarlækna V. stigs — 8.88% aðstoðarlækna I. stigs og héraðslækna — um 4.0% Launahluti gjaldskrár sérfræðinga tók breytingum skv. yngsta þrepi sérfræðinga, en launahluti númerasamnings heimilis- lækna skv. V. stigi aðstoðarlækna. Gjald- skrá héraðslækna breytist í hlutfalli við launaflokk þeirra. Reykjavíkurborg aflétti svokölluðu vísi- töuþaki 1. jan. 1979, þannig að fullar verð- bætur komu á laun lækna skv. samningi L.R. við borgina. Eins og að framan sést skapaðist við það geysilegur launamunur milli lækna á Borgarspítala annars vegar og hjá ríkisspítölunum hins vegar. Lækna- félag íslands skrifaði fjármálaráðherra bréf í framhaldi af þessu og benti á, hversu ranglátt þetta vísitöluþak væri, enda höfðu ýmsir aðrir launagreiðendur en Reykja- víkurborg afnumið vísitöluþakið. Jafn- framt var farið fram á fund með fjármála- ráðherra. Læknafélag íslands tók í bréfi sínu fram, að félagið hefði ekki talið á- stæðu til að fara í kjaradómsmál út af þessu, þar sem B.H.M. var með slíkt mál fyrir dóminum. B.H.M. benti m.a. á í sín- um rökstuðningi á þann launamun, sem var orðinn á milli spítalalækna. Mál þetta hafði verið fyrir dóminum frá því í desembermánuði. Dómurinn var kveð- inn upp í málinu þann 4. marz 1979, og margumrætt vísitöluþak var afnumið frá 1. jan. 1979. Laun lækna eins og annarra félaga í B.H.M. hækkuðu því sem nam fullum verðbótum 1. janúar og síðan aftur 1. marz um 6.9% ofan á janúarlaun. Frá 1. júní eru greiddar 9.22% verðbætur. Gjaldskrá lækna á heilsugæzlustöðvum Samningur þessi var undirritaður 19. marz 1979. Samningaumleitanir höfðu stað- ið frá því í janúar 1978. Samningur þessi var rækilega kynntur þeim læknum, sem eftir honum starfa, meðan á samningavið- ræðum stóð. Vegna tilfærslu milli ein- stakra gjaldliða gætir þó enn þess mis- skilnings, að samningurinn hafi leitt til lækkunar á tekjum þeirra, sem eftir hon- um starfa. Það er mat þeirra, sem samning- inn gerðu af hálfu L.Í., að á heildina litið hafi samningurinn leitt til a.m.k. 2% hækkunar. Munar þar mest um þá hækk- un, sem leiðir af því, að orlof reiknast nú á allan taxtann, en ekki einungis á samlags- hlutann,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.