Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1993, Page 36

Læknablaðið - 15.02.1993, Page 36
78 LÆKNABLAÐIÐ Útstreymisbrot % 65—i i i i i 3 dagar 4 vikur 7 mán 18mán 3 ár Q Streptókinasi n = 35 ■ Lyfleysa n = 40 Mynd 3. Útstreymisbrot (%) vinstri slegils þremur dögum til þremur árum eftir bráða kransœðastíflu hjá 35 sjúklingum sem fengu streptókinasa og 40 sem fengu lyfleysu (5). Mynd 4. Tillögur um viðbrögð við tilkynningu um sjúkling með grun um bráða kransœðastíflu. rannsóknarniðurstöður voru einnig hagstæðari þeim sem fengu meðferð heima, færri fóru í hjartastopp, færri fengu nýja Q-takka, það er merki um gegndrægt drep, og starfsemi vinstri slegils var betri (6). Sjúkrahúsin í Reykjavík og á Akureyri tóku þátt í alþjóðlegri rannsókn 1989 þar sem borin voru saman tvö segaleysandi lyf. Við athugun á gögnum úr þeirri rannsókn kom í ljós að einungis fjórðungur sjúklinga fékk segaleysandi meðferð og enginn 78 ára og eldri (7). Þannig er ljóst, að a) segaleysandi lyf og aspirín lækka dánartíðni í bráðri kransæðastíflu um 50%, Tafla I. Sjúklingafjöldi, tímalengd einkenna og afdríf sjúklinga í Grampian Early Anistreplase Trial (GREAT). Heima Á spítala Fjöldi sjúklinga Mínútur frá upphafi einkenna ... Dóu (Hlutfall) Hjartastopp 163 148 105 240 13 23 (8%) (16%) 3 9 Tafla II. Lyf til segalosunar, hvemig gefin og hvað ber að varast. Lyf Hvemig gefiö Varúö Streptokinase (Streptase) 1.500.000 ein. leystar upp í 100 ml saltvatns og látnar drjúpa inn í æð á 1 klst Má ekki gefa oftar en einu sinni. Ofnæmisvaldandi. Gefið 100 mg hydrocortison í æð fyrir notkun streptokinasa. Varúð við æða- stungur á eftir. Plasminogen activator (Actilyse) 100 mg leyst í 100 ml leysi sem fylgir. Gefið 10 mg strax, 50 mg ( dreypi á 1. klst og 40 mg á næstu 2 klst Varúð við æða- stungur á eftir. Anistreplase (Eminase) 30 ein leystar upp í 5 ml leysi. Gefið í æð á 5 mínútum. Sama og streptó- kinasa. Varúð við æða- stungur á eftir. b) mun minni skemmd verður á vinstri slegli, ef segalosun er beitt og færri hjartabilast á næstu árum, c) meðferð í heimahúsi lækkar dánartíðni í bráðri kransæðastífiu um 50%, ef langt er til sjúkrahúss. Því er óhætt að mæla með því, að læknar láti gefa aspirín undireins, hvert sinn sem tilkynnt er um sjúkling með grun um bráða kransæðastíflu og íhugi síðan hvernig fljótlegast megi koma við segaleysandi meðferð, hvort læknir eigi að fara heim til sjúklings eða biðja hinn veika að koma á sjúkrahús eða heilsugæslustöð. Á mynd 4 má sjá ýmis viðbrögð og verður hver og einn að velja þá leið sem hentar best á viðkomandi svæði. Tvö lyf eru skráð á íslandi til segalosunar, streptókinasi (Streptase) og plasminogen

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.