Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1994, Page 25

Læknablaðið - 15.08.1994, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 233 hjartsláttartíði. í heild hefur útstreymisbrotið þó reynst traustur mælikvarði á afkastagetu vinstri slegils þegar sjúklingum með langvinna hjartasjúkdóma er fylgt eftir. Fjölmargar rann- sóknir hafa sýnt að stækkaður slegill og lágt útstreymisbrot minnka lífshorfur sjúklinga eft- ir hjartadrep (3-5). Álagsgeta sjúklings er þó oft óháð útstreymisbrotinu og ræðst af fleiri lífeðlisfræðilegum þáttum (5). Sjúklingar sem fá verulegan skaða á vinstri slegil fá oft hjartabilun í kjölfarið. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að hafa má áhrif á þróun hjartabilunar hjá sjúklingum eftir kransæða- stíflu, sé gripið nógu snemma í taumana og hafin meðferð með ACE-hemli (6-11). Til þess að ákvarða meðferð er mikilvægt að meta ástand vinstri slegils. Hægt er að ákvarða rúm- mál vinstri slegils og útstreymisbrot á slegils- mynd við hjartaþræðingu, með ísótóparann- sókn á hjarta, hjartaómun og nýlega með seg- ulsneiðmyndun (12-19). Þessar aðferðir eru mismunandi tímafrekar og kostnaðarsamar, en yfirleitt er hjartaómun fljótasti og ódýrasti kosturinn. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta áreiðanleika mismunandi hjartaóm- unaraðferða til þess að reikna ýmis rúmmál og útstreymisbrot vinstri slegils í samanburði við niðurstöður við hjartaþræðingu. Aðalmark- miðið var að sannprófa nýja aðferð til að reikna útstreymisbrotið með hjartaómun er byggir á einföldun á eldri aðferð (20,21). Efniviður og aðferðir Sjúklingaþýði: Rannsakaðir voru 35 sjúkl- ingar á aldrinum 38-69 ára (meðalaldur 53 ± 8 ár) er komu til hjartaþræðingar vegna krans- æðasjúkdóms. Fjórtán þeirra höfðu fengið drep í framvegg. Hjartaómun: Daginn fyrir hjartaþræðingu var gerð tvívíddar hjartaómun og tekið M- tækni hreyfiómrit (M-mode echocardiogram, M=motion) á hefðbundinn hátt með sjúkling- inn í vinstri hliðarlegu. Með tvívíddarstýrðri M-tækni ómun voru gerðar þvermálsmælingar á vinstri slegli rétt neðan við míturlokuna í lok hlébils og slagbils, með ómhausinn við vinstri rönd bringubeins (22). Langás vinstri slegils var mældur í fjögurra hólfa sniði í hlébils- og slagbilslok frá broddstað (apex) að mótum ós- æðarrótar og festu fremri míturlokublöðku. Svæðisbundinn samdráttur í vinstri slegli var metinn með tvívíddarómun í fjögurra- og tví- hólfa sniði frá broddsláttarstað og í langás- og skammássniði frá vinstri kanti bringubeins. Samdráttur var metinn sem eðlilegur, vægt skertur (hypokinesia), enginn samdráttur (ak- inesia) eða útbungun í slagbilslok (dyskinesia). Rúmmál vinstri slegils í lok hlébils (end-di- astolic volume, EDV) og slagbils (end-systolic volume, ESV) var reiknað með mismunandi aðferðum er ganga út frá nálgun við ákveðin líkön. Slagrúmmál (stroke volume, SV) reikn- ast = (hlébilsrúmmál — slagbilsrúmmál) og útstreymisbrot = slagrúmmál/hlébilsrúmmál. 1. Nýja aðferðin: Stuðst er við aðferðir Quin- ones og samstarfsmanna sem upprunalega not- uðu eingöngu tvívíddarómun (20,21). Hlébils- rúmmál (EDV) reiknast = (3,42 x Dmax x Lmax) — 6,44 (21). Dmax = stærsta þvermál og Lmax = stærsti langás í hlébilslok. Slagrúm- mál (SV) er = EDV x EF og slagbilsrúmmál (ESV) = EDV — SV. Útstreymisbrotið er með upprunalegu aðferðinni reiknað á eftirfar- andi hátt (20): Þvermál vinstri slegils er mælt í hlé- og slagbilslok á þremur stöðum; ofan við broddstað, um miðbik og neðan við míturloku. Hver mæling er gerð í þremur langás sneiðum: Á fjögurra- og tvíhólfa mynd frá broddstað og frá vinstri kanti bringubeins. Tekið er meðaltal af öllum níu þvermálsmælingunum, bæði í hlé- og slagbilslok. Vinstri slegill er hugsaður sem tveir hlutar, grunnhluti aðlægt við lokur og broddhluti. Reiknireglan fyrir útstreymisbrotið er al- gebrískt umskrifuð sem: EF = (% AD2) + [(1 - % AD2)(% AL)]; þar sem % AD2 = (Dh2- Ds2/Dh2). %AD2 = breyting á þvermáli, %AL = breyting á langás. Dh = meðalþvermál í hlébili, Ds = meðalþvermál í slagbili. Stytting á langás ræðst mest af samdráttar- styrk í broddsvæði og aðlægum framvegg. Eldri rannsóknir með skuggaefnisídælingu í vinstri slegil hafa sýnt að framlag broddsvæðis- ins til heildarútstreymisbrotsins er eðlilega um 15% og skerðist mest við framveggsdrep (23). Því er hægt að nota skala fyrir samdrátt í broddsvæði sem mælikvarða á breytingu á langás (%AL) eftir sjónrœnu mati á tvívídd- arómun: Eðlilegur samdráttur = 0,15; vægt skertur = 0,05; enginn samdráttur = 0; væg útbungun = -0,05; mikil útbungun = -0,10 (20). Nýja aðferðin notar einfaldlega hefð-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.