Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1994, Qupperneq 25

Læknablaðið - 15.08.1994, Qupperneq 25
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 233 hjartsláttartíði. í heild hefur útstreymisbrotið þó reynst traustur mælikvarði á afkastagetu vinstri slegils þegar sjúklingum með langvinna hjartasjúkdóma er fylgt eftir. Fjölmargar rann- sóknir hafa sýnt að stækkaður slegill og lágt útstreymisbrot minnka lífshorfur sjúklinga eft- ir hjartadrep (3-5). Álagsgeta sjúklings er þó oft óháð útstreymisbrotinu og ræðst af fleiri lífeðlisfræðilegum þáttum (5). Sjúklingar sem fá verulegan skaða á vinstri slegil fá oft hjartabilun í kjölfarið. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að hafa má áhrif á þróun hjartabilunar hjá sjúklingum eftir kransæða- stíflu, sé gripið nógu snemma í taumana og hafin meðferð með ACE-hemli (6-11). Til þess að ákvarða meðferð er mikilvægt að meta ástand vinstri slegils. Hægt er að ákvarða rúm- mál vinstri slegils og útstreymisbrot á slegils- mynd við hjartaþræðingu, með ísótóparann- sókn á hjarta, hjartaómun og nýlega með seg- ulsneiðmyndun (12-19). Þessar aðferðir eru mismunandi tímafrekar og kostnaðarsamar, en yfirleitt er hjartaómun fljótasti og ódýrasti kosturinn. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta áreiðanleika mismunandi hjartaóm- unaraðferða til þess að reikna ýmis rúmmál og útstreymisbrot vinstri slegils í samanburði við niðurstöður við hjartaþræðingu. Aðalmark- miðið var að sannprófa nýja aðferð til að reikna útstreymisbrotið með hjartaómun er byggir á einföldun á eldri aðferð (20,21). Efniviður og aðferðir Sjúklingaþýði: Rannsakaðir voru 35 sjúkl- ingar á aldrinum 38-69 ára (meðalaldur 53 ± 8 ár) er komu til hjartaþræðingar vegna krans- æðasjúkdóms. Fjórtán þeirra höfðu fengið drep í framvegg. Hjartaómun: Daginn fyrir hjartaþræðingu var gerð tvívíddar hjartaómun og tekið M- tækni hreyfiómrit (M-mode echocardiogram, M=motion) á hefðbundinn hátt með sjúkling- inn í vinstri hliðarlegu. Með tvívíddarstýrðri M-tækni ómun voru gerðar þvermálsmælingar á vinstri slegli rétt neðan við míturlokuna í lok hlébils og slagbils, með ómhausinn við vinstri rönd bringubeins (22). Langás vinstri slegils var mældur í fjögurra hólfa sniði í hlébils- og slagbilslok frá broddstað (apex) að mótum ós- æðarrótar og festu fremri míturlokublöðku. Svæðisbundinn samdráttur í vinstri slegli var metinn með tvívíddarómun í fjögurra- og tví- hólfa sniði frá broddsláttarstað og í langás- og skammássniði frá vinstri kanti bringubeins. Samdráttur var metinn sem eðlilegur, vægt skertur (hypokinesia), enginn samdráttur (ak- inesia) eða útbungun í slagbilslok (dyskinesia). Rúmmál vinstri slegils í lok hlébils (end-di- astolic volume, EDV) og slagbils (end-systolic volume, ESV) var reiknað með mismunandi aðferðum er ganga út frá nálgun við ákveðin líkön. Slagrúmmál (stroke volume, SV) reikn- ast = (hlébilsrúmmál — slagbilsrúmmál) og útstreymisbrot = slagrúmmál/hlébilsrúmmál. 1. Nýja aðferðin: Stuðst er við aðferðir Quin- ones og samstarfsmanna sem upprunalega not- uðu eingöngu tvívíddarómun (20,21). Hlébils- rúmmál (EDV) reiknast = (3,42 x Dmax x Lmax) — 6,44 (21). Dmax = stærsta þvermál og Lmax = stærsti langás í hlébilslok. Slagrúm- mál (SV) er = EDV x EF og slagbilsrúmmál (ESV) = EDV — SV. Útstreymisbrotið er með upprunalegu aðferðinni reiknað á eftirfar- andi hátt (20): Þvermál vinstri slegils er mælt í hlé- og slagbilslok á þremur stöðum; ofan við broddstað, um miðbik og neðan við míturloku. Hver mæling er gerð í þremur langás sneiðum: Á fjögurra- og tvíhólfa mynd frá broddstað og frá vinstri kanti bringubeins. Tekið er meðaltal af öllum níu þvermálsmælingunum, bæði í hlé- og slagbilslok. Vinstri slegill er hugsaður sem tveir hlutar, grunnhluti aðlægt við lokur og broddhluti. Reiknireglan fyrir útstreymisbrotið er al- gebrískt umskrifuð sem: EF = (% AD2) + [(1 - % AD2)(% AL)]; þar sem % AD2 = (Dh2- Ds2/Dh2). %AD2 = breyting á þvermáli, %AL = breyting á langás. Dh = meðalþvermál í hlébili, Ds = meðalþvermál í slagbili. Stytting á langás ræðst mest af samdráttar- styrk í broddsvæði og aðlægum framvegg. Eldri rannsóknir með skuggaefnisídælingu í vinstri slegil hafa sýnt að framlag broddsvæðis- ins til heildarútstreymisbrotsins er eðlilega um 15% og skerðist mest við framveggsdrep (23). Því er hægt að nota skala fyrir samdrátt í broddsvæði sem mælikvarða á breytingu á langás (%AL) eftir sjónrœnu mati á tvívídd- arómun: Eðlilegur samdráttur = 0,15; vægt skertur = 0,05; enginn samdráttur = 0; væg útbungun = -0,05; mikil útbungun = -0,10 (20). Nýja aðferðin notar einfaldlega hefð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.