Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.08.1994, Qupperneq 26

Læknablaðið - 15.08.1994, Qupperneq 26
234 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 bundnar þvermálsmælingar með M-tækni ómun í stað meðaltals af mörgum tvívíddar- mælingum. Stytting á langás er metin sjónrænt á tvívíddarmynd eins og að ofan er lýst. 2. Teningsaðferðin (cube method): Gengið er út frá að vinstri slegill líkist einföldum spor- baug. Langáslengd (L) er þá jöfn tvöföldu þvermáli (D) og tvö þvermál mæld hornrétt hvort á annað eru eins. Þvermál eru mæld með M-tækni ómun á venjulegan hátt. Rúmmál reiknast þá = D3 (24). 3. Aðferð Teichholz: Gerð er leiðrétting á teningsaðferðinni með aðhvarfsgreiningu (regression analysis) eftir samanburð við hlé- og slagbilsrúmmál reiknuð með flatarmáls- lengdaraðferð við hjartaþræðingu. Rúmmál reiknast = [7/2,4 + D] (D3) (25). 4. Sporbaugsaðferðin: Grunnlíkan er það sama og við teningsaðferðina. Þvermálsmæl- ingar gerðar með M-tækni en langás líka mæld- ur á tvívíddarómun. Rúmmál reiknast = 0,52 x D2 x L (24). 5. Byssukúluaðferðin: Útlit vinstri slegils er hugsað sem byssukúla, er samanstendur af sí- völum hólk og hálfkúlu á endanum. Eftir um- skrifun á líkingum er rúmmál = 0,65 x D2 x L (24). Notaðar eru sömu þvermáls- og langás- mælingar og áður. Þó rúmmál reiknist mis- munandi með aðferð 4 og 5 verður útstreymis- brotið það sama, eins og reiknireglurnar gefa til kynna. Hjartaþrœðing: Gerð var vinstri og hægri hjartaþræðing. Vinstri slegill var kvikmyndað- ur í 45 gráður hægri hliðarskásniði og rúmmál reiknað í lok hlébils og slagbils með flatarmáls- lengdaraðferð (12). Hægri hjartaþræðing var gerð með Swan-Ganz æðalegg og útfall hjart- ans (cardiac output) reiknað með hitaþynning- araðferð (26). Slagrúmmál var reiknað sem útfall deilt með hjartsláttartíðni. Kransæða- myndataka var gerð með aðferð Judkins. Þrír sjúklingar fengu aukaslög við skuggaefnisgjöf í slegil og var þeim sleppt við uppgjör. Tölfrœði: Samanburður milli aðferða var gerður með pöruðu t-prófi. Fylgni milli að- ferða var metin (correlation test) og sérstak- lega athugað hversu vel fylgnilína (correlation line) féll að samfellulínu (line of identity). Marktæknimörk voru sett sem tvíhliða p-gildi < 0,05. Niðurstöður Hjartsláttur var sambærilegur hjá sjúkling- unum við hjartaómun, slegilsmyndun með skuggaefnisgjöf og við mælingar með hita- þynningaraðferð (65 ± 11, 67 ± 13 og 66 ± 13 slög/mínútu). Samanburður á rúmmálum: Tafla I sýnir meðalsamanburð á rúmmálum vinstri slegils er reiknuð voru með mismunandi aðferðum. Rúmmál í hlébilslok sem reiknuð voru með nýju ómunaraðferðinni voru að jafnaði sam- bærileg og fengust eftir slegilsmynd við þræð- ingu. Aðferð Teichholz og sporbaugslíkanið gáfu líka góða raun. Tenings- og byssukúluað- ferðirnar gáfu hinsvegar of stór rúmmál. í töflu II er borin saman fylgni milli aðferða. Þótt r-gildin sýni þokkalega fylgni fyrir hlébilsrúm- mál er oft verulegur munur á milli aðferðanna, eins og sjá má af fylgnilíkingum og skekkju- mörkum. Stærsti skekkjuvaldur er mismunur á rúmmálum hjá stækkuðum og sködduðum sleglum. Best fylgni og samræmi við hjarta- þræðingu fékkst með nýju ómunaraðferðinni og sporbaugslíkaninu. Rúmtnál í slagbilslok komu að meðaltali vel út með hjartaómun í samanburði við þræðingu, nema hvað spor- baugsaðferðin vanmat þau að jafnaði. Nýja að- ferðin var sýnu best (tafla I) og sýndi líka bestu fylgni og samræmi við niðurstöðu þræðingar (tafla II). Slagrúmmál reiknuð með nýju ómunarað- ferðinni og sporbaugslíkaninu voru að meðal- tali sambærileg þeim er fengust eftir slegils- mynd við þræðingu. Aðrar ómunaraðferðir of- reiknuðu jafnan rúmmálið, en hitaþynningar- aðferðin vanmat það (tafla I). Fylgni ómunaraðferða við útkomu þræðingar var mjög breytileg (tafla II). Skekkjumörk voru veruleg, einkum fyrir stóra og skaddaða slegla. Best fylgni og samræmi fékkst með nýju hjarta- ómunaraðferðinni. Er slagrúmmál mælt með hitaþynningu var borið saman við ómunarað- ferðir eða niðurstöðu slegilsmyndar við þræð- ingu reyndist fylgni mjög mismunandi. Sam- kvæmt r-gildum og fylgnilíkingum fékkst hvergi gott samræmi (tafla II). Samanburður á lítstreymisbrotum: Tafla I sýnir meðalsamanburð útstreymisbrota með mismunandi ómunaraðferðum og við þræð- ingu. Nýja aðferðin gaf sambærilegar niður- stöður og slegilsmyndun við þræðingu, en aðr- ar ómunaraðferðir ofmátu útstreymisbrotið. Þannig fékkst best fylgni og samræmi við nið- urstöðu hjartaþræðingar með nýju aðferðinni, enda sú eina sem tekur tillit til skerðingar á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.