Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1994, Síða 36

Læknablaðið - 15.08.1994, Síða 36
242 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 aukist verulega vegna langvinnrar berkjubólgu og sérstaklega vegna lungnaþembu. Athyglis- verðara er þó, að dánartíðnin hefur vaxið hlut- fallslega mun meira meðal kvenna en karla. Þessar niðurstöður endurspegla reykingavenj- ur kvenna og þá staðreynd að á síðustu áratug- um hafa konur síður hætt reykingum en karlar (10,11). Dánartíðni hérlendis vegna astma er með því lægsta sem gerist og sérstaklega meðal þeirra sem eru ungir (1,2). Hér kemur ekki heldur fram veruleg aukning í dánartíðni vegna astma eins og víða annars staðar (1,2). í Bandaríkjunum hefur dánartíðni vegna astma vaxið um 6,2% á ári á áttunda áratugnum og hefur verið talið að um raunverulega aukningu sé að ræða, sem hvorki skýrðist af breytingum á ICD, né að astma væri betur þekktur (4). Það ber þó að hafa í huga að dánarvottorð eru óáreiðanleg við samanburð á dánartíðni vegna astma. Erlendar rannsóknir hafa sýnt, að hjá einstaklingum yngri en 35 ára er áreið- anleiki dánarvottorðsins varðandi astmagrein- ingu um 95%, en aðeins um 35% hjá þeim sem eru 75 ára og eldri (4). Nýlega hefur verið bent á að hugsanlega sé dánartíðni vegna astma ýkt þar sem nánari athugun hafi leitt í ljós að fjöl- margir þeirra, sem látist hafa úr astma sam- kvæmt dánarvottorði, séu yfir 60 ára og margir þeirra hafi reykt og séu því aðrir langvinnir berkjuþrengjandi sjúkdómar (lungnaþemba og langvinn berkjubólga) líklegri (12). Við samanburð á dánartíðni í yfir 30 löndum kom í ljós að tíðni algengustu dánarorsaka fór lækkandi en vaxandi vegna langvinnra, berkju- þren^jandi sjúkdóma og lungnakrabbameins (5). I flestum löndum óx dánartíðni vegna langvinnra, berkjuþrengjandi sjúkdóma hrað- ar meðal kvenna en karla (5). Sömu sögu er að segja frá Kanada þar sem samanburður frá ár- unum 1950-1984 bendir til þess að dánartíðni hjá körlum vegna langvinnra, berkjuþrengj- andi sjúkdóma hafi náð hámarki en sé enn vaxandi hjá konum (6). Þar tengdist dánartíðni vegna langvinnra, berkjuþrengjandi sjúkdóma greinilega reykingum (6) líkt og gera má ráð fyrir í okkar könnun (10,11). Hérlendis hefur einnig verið sýnt fram á mis- ræmi milli krufningar og dánarvottorðs í rann- sókn þar sem bornar voru saman krufninganið- urstöður og færslur á dánarvottorðum 589 lát- inna fyrir tvö ár með 10 ára millibili (13). Misræmi fannst í tæplega helmingi tilfella (13). Number Asthma Age (years) Number 100- 80- 60- Chronic bronchitis ■ 1951-60 □ 1961-70 □ 1971-80 □ 1981-90 \ i i l 0-44 45-64 65-74 75 Age (years) Age (years) Figure 2. Division into age groups, during each decade, according to cause of death; asthma, chronic bronchitis or emphysema.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.