Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.08.1994, Page 44

Læknablaðið - 15.08.1994, Page 44
250 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 lítið toglos en engin göt í sambandi við það. í samtali við sjúkling kom í ljós að hann var fyrirburi og vóg 1250 g við fæðingu. Breytingar í augnbotnum taldar vera menjar eftir „fyrirbura augnveiki“ (retinopathy of prematurity) en ekki tengdar slysinu. 13. Sjúkratilfelli Kristján Þórðarson Sagt var frá sjúkratilfelli tæplega fimmtugrar konu, sem hafði farið í æðagúlsaðgerð á art. com- municans anterior, en sú æð tengir saman vertibralis og carotis æðakerfið. Sjúklingur leitaði sjálfur á stofu augnlæknis þrem mánuðum eftir þessa aðgerð vegna minnkaðrar sjónar og truflunar á sjóninni. Skoðun sýndi mikla minnkun á sjónskerpu, sjónsvið sýndi bitemporal hemianopsiu. Augnbotn- ar voru eðlilegir sérstaklega ekkert athugavert við papillur. Tölvusneiðmynd var eðlileg. Byrjað var á sterameðferð, og sjónskerpa og sjónsvið notuð sem mælikvarði á árangur meðferðar. Undirstrikaðir voru kostir þeirra ódýru „funk- tionellu" rannsókna sem sjónsviðs- og sjónskerpu- mæling er til þess að fylgjast með sjúklingum eftir slíka aðgerð. Varpað var fram spurningu um nánara samstarf augnlækna og heilaskurðlækna. 14. Er augnþrýstingur í öðru auga háður þrýstingnum í hinu? Eiríkur Þorgeirsson1, Haraldur Sigurösson1, Ár- sæll Arnarsson2, Þór Eysteinsson2, Einar Ste- fánsson1,2.1 Augndeild Landakotsspítala,2 Rann- sóknastofa í lífeðlisfræði, læknadeild H í. Háþrýstingur í augum er eitt helsta einkenni giáku. Stjórn augnþrýstings er flókið ferli og ræðst af samspili margra þátta, þar sem margir ólíkir viðtak- ar koma við sögu. Talið hefur verið að stjórn augn- þrýstings í hvoru auga sé óháð þrýstingi í hinu. Þekkt er að þrýstingur getur lækkað í gagnstæðu auga þegar þrýstingslækkandi augndropum er dreypt í hitt. Þessi áhrif eru talin berast um blóðrás. Mögu- legt er að stjórn augnþrýstings ráðist einnig af boð- flutningi á milli þeirra með öðrum hætti en um blóð- rás, s.s. með beinum skynboðum um taugakerfi. Markmið þessa verkefnis er að prófa þá tilgátu að augnþrýstingsbreyting á öðru auga hafi bein áhrif á augnþrýsting í hinu auganu. Verður greint frá fyrstu niðurstöðum tilrauna, þar sem tilgátan var prófuð og gerð grein fyrir tilraunalíkaninu. Tilraunadýr eru marsvín, sem eru svæfð. Augnþrýstingur er mældur samfellt með þrýstingsnemum og skráður rafrænt inn á tölvu. Hver tilraun tekur 10 til 14 klst. Ýmsir tæknilegir byrjunarörðugleikar eru á framkvæmd- inni, en fyrstu niðurstöður tilrauna benda til að til- gátan geti staðist. Þannig hefur tekist að mæla veru- lega hækkun á augnþrýstingi gagnstæða augans þegar þrýstingur á hinu er hækkaður. 15. Leber’s Hereditary Optic Neuropathy í íslenskri fjölskyldu Þórður Sverrisson. Augndeild Landakots- spítala Fyrir rúmum 100 árum lýsti þýski augnlæknirinn Leber arfgengum sjóntaugarsjúkdómi sem ber hans nafn. Sjúkdómurinn leggst aðallega á unga karlmenn og veldur skyndilegu og alvarlegu sjóntapi. Venjulega leggst sjúkdómurinn á bæði augu með stuttu millibili. Miðlæg sjón skerðist varanlega og einnig miðlægt sjónsvið. Erfðamáti sjúkdómsins var lengi ráðgáta. Á síðustu árum hafa fundist stökkbreytingar í mi- tochondrial DNA þessara sjúklinga og skýrir það erfðamynstrið frá móður til sonar. Önnur áhrif þurfa þó greinilega að koma til þannig að sjúkdómurinn geri sig gildandi. Fyrstu íslensku fjölskyldunni með Leber’s Heredit- ary Optic Neuropathy er lýst. Tveir einstaklingar hafa fengið hina fullu sjúkdómsmynd. Greinst hefur stökk- breyting ND/3460 í mitochondrial DNA. Ættin er verulega heteroplasminsk, þannig að mjög mismikið af mitochondrial DNA er stökkbreytt eftir einstak- lingum og er þeirri tilgátu varpað fram í ljósi hinnar klínísku myndar að heteropiasmy kunni að hafa áhrif á hvenær sjúkdómurinn geri sig gildandi en ekki hversu alvarleg sjónskerðingin verði. 16. Bráðadrep í sjónu, sjúkratilfelli Ingimundur Gíslason. Augndeild Landakotsspít- ala, Reykjavík Sagt er frá 51 árs gamalli konu sem kom til augn- læknis með öll helstu einkenni bráðadreps í sjónu í vinstra auga. Þau voru lithimnubólga, bráða vefjadrep í útjaðri sjónu og glerhlaupsbólga. Sjónhimna losnaði síðan að hluta frá eins og getur gerst þegar bólguvið- brögðin í auganu fara að hjaðna. Orsök þessa augnsjúkdóms er sýking af völdum HSV eða HZV veiru. Meðferð fellst í gjöf acyklovir en einnig eru gefnir sterar þegar bólgan er mikil í forhólfi eða glerhlaupi. Sjúklingar sem fá bráðadrep í sjónu eru yfirleitt við góða heilsu fyrir sýkingu ólíkt þeim sem sýkjast með CMV sjónbólgu, en í þeim flokki eru alnæmissjúklingar í meiri hluta. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fýrsta skipti sem bráðadrep í sjónu greinist á Islandi.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.