Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1995, Síða 14

Læknablaðið - 15.06.1995, Síða 14
462 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 og smitvarnir líkamans. Rannsóknir með erfðatækni hafa einnig varpað Ijósi á skyldleika stofna og útbreiðslu faraldra (tafla III). M stofngerð: M prótín er að finna í frumu- vegg keðjukokka af flokki A. Til eru meira en 50 tegundir M prótína. Flokkun keðjukokka af flokki A eftir gerð M prótína er ein af mörgum flokkununr þeirra. Því meira sem baktería ber af M prótínum þeim mun meinvirkari er hún (I) . M prótín hindra frumuát með því að minnka virkni komplement kerfisins. Mótefni myndast gegn M stofnum eftir fyrstu sýkingu og hindra endursýkingu. Hægt er að vera smit- beri ákveðins stofns þó að mótefni gegn hon- um séu til staðar. Berist M stofn hratt milli manna eykst magn M prótína og þar með meinvirkni bakteríunnar. Fyrst eftir smit er nrest af M prótínum á keðjukokkum af flokki A en þeim fækkar eftir því sem lengra líður og bakterían verður þá nrinna smitandi og minna meinvirk (1-3,6,42). Lengi hefur verið vitað að vissir M stofnar valda frekar ákveðnum gerðum sýkinga eða fylgikvilla til dæmis gigtsótt og nýrnahnoðra- bólgu (1-6). Þeir stofnar sem helst hafa verið tengdir STSS eru M-l, M-3 og í minna mæli M-18. í faraldri ífarandi sýkinga í Noregi 1987- 1988 var um M-1 að ræða í 87% blóðsýkinga (II) . í Svíþjóð fannst M-1 í 70% tilfella ífarandi sýkinga þegar þær tvöfölduðust veturinn 1988- 1989 (12). Síðustu 10-15 árin þar á undan hafði M-1 verið frekar sjaldgæfur í Noregi og Sví- þjóð. Schwartz og félagar (43) rannsökuðu M gerðir frá ýmsum svæðum Bandaríkjanna á ár- unum 1972-1988. Á þessum tíma varð aukning á sýkingum vegna M-1 og M-18, sérstaklega á Tatla III. Hugmyndir um ástœöur STSS. Aukin meinvirkni vegna vissra M - stofna: M-1 M-3 M-18 Aukin meinvirkni vegna exótoxína: SPEA í Bandaríkjunum SPEB í Evrópu Hlutleysandi mótefni: Gegn M - prótínum Gegn SPEA eða SPEB Skyldleiki stofna og ákveðin samsetning ýmissa arfgerða: M-1/ET1/speA2 M-3/ET2/speA3 árunum 1980-1988 þegar M-1 olli 50% sýkinga. M-1 og M-18 reyndust hafa meiri hæfileika til að valda ífarandi sýkingum. M-1 fylgdi aukin dánartíðni miðað við aðra stofna hvort sem um var að ræða ífarandi sýkingu eða ekki. Svipaða sögu er að segja af öðrum rannsóknum og ein- stökum tilfellum (11-27,44). Pyrotoxin: Keðjukokkar af flokki A fram- leiða fjórar gerðir af pyrogen exotoxin (A,B,C,D). SPEA er bæði hvað gerð og verk- un varðar, að mörgu leyti líkt TSST-I sem talið er vera helsta ástæða toxic shock syndrome af völdum keðjukokka (28). SPEA og SPEC flytjast á milli baktería með bakteríuveirum en gen SPEB eru í genasafni bakteríunnar sjálfr- ar. Það er mismunandi eftir stofnum hvaða tegundir SPE bakteríurnar framleiða og hversu rnikið. SPE valda útbrotunum í skarlatssótt þegar endursýking verður með bakteríu sem inni- heldur sömu gerð af SPE. SPE geta haft mun alvarlegri áhrif við fyrstu sýkingu. Þekkt áhrif SPE (SPEA hefur mest verið rannsakað) eru meðal annars hitahækkun, skert starfsemi net- þekjufrumna (RE), bein frumudrepandi áhrif (til dæmis á hjartavöðva), ýmsar gerðir út- brota, bæling á ónæmissvari, breytingar á gegndræpi æða og aukin áhrif endótoxína frá Grams neikvæðum bakteríum (1,3,6,14,28,32,- 45). Lengi hefur verið þekkt að endótoxín frá Grams neikvæðum bakteríum valda alvarleg- um fjölkerfabilunum með ræsingu á storku- kerfinu, kínínkerfinu, komplímentkerfinu og framleiðslu ýmissa cýtókína (3). Mikilvægust cýtókína eru talin vera tumor necrosis factor (TNF) og interleukin-1 (IL-1). Illa hefur gengið að tengja saman keðjukokkasýkingar af flokki A og aukna virkni Grams neik- væðra endótoxína. í fyrstu töldu menn að SPEA yki áhrif Grams neikvæðra endótoxína frá bakteríum í meltingar- vegi. Nú hefur verið sýnt fram á að SPEA eykur framleiðslu á TNF og IL-1 in vitro og því komin hugsanleg skýring á fjölkerfabilunum tengdum keðjukokk- um af flokki A (45). SPEA er einnig talið virka sem svokallaður ofurmót- efnavaki sem getur valdið víðtækri ónæmisræsingu án hefðbundinna tengsla við HLA-II og T-hjálparfrumur (5) og stuðlað þannig að kröftugu svari frá ón- æmiskerfinu og losti. Tengsl SPEA og baktería sem valda

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.