Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1995, Qupperneq 14

Læknablaðið - 15.06.1995, Qupperneq 14
462 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 og smitvarnir líkamans. Rannsóknir með erfðatækni hafa einnig varpað Ijósi á skyldleika stofna og útbreiðslu faraldra (tafla III). M stofngerð: M prótín er að finna í frumu- vegg keðjukokka af flokki A. Til eru meira en 50 tegundir M prótína. Flokkun keðjukokka af flokki A eftir gerð M prótína er ein af mörgum flokkununr þeirra. Því meira sem baktería ber af M prótínum þeim mun meinvirkari er hún (I) . M prótín hindra frumuát með því að minnka virkni komplement kerfisins. Mótefni myndast gegn M stofnum eftir fyrstu sýkingu og hindra endursýkingu. Hægt er að vera smit- beri ákveðins stofns þó að mótefni gegn hon- um séu til staðar. Berist M stofn hratt milli manna eykst magn M prótína og þar með meinvirkni bakteríunnar. Fyrst eftir smit er nrest af M prótínum á keðjukokkum af flokki A en þeim fækkar eftir því sem lengra líður og bakterían verður þá nrinna smitandi og minna meinvirk (1-3,6,42). Lengi hefur verið vitað að vissir M stofnar valda frekar ákveðnum gerðum sýkinga eða fylgikvilla til dæmis gigtsótt og nýrnahnoðra- bólgu (1-6). Þeir stofnar sem helst hafa verið tengdir STSS eru M-l, M-3 og í minna mæli M-18. í faraldri ífarandi sýkinga í Noregi 1987- 1988 var um M-1 að ræða í 87% blóðsýkinga (II) . í Svíþjóð fannst M-1 í 70% tilfella ífarandi sýkinga þegar þær tvöfölduðust veturinn 1988- 1989 (12). Síðustu 10-15 árin þar á undan hafði M-1 verið frekar sjaldgæfur í Noregi og Sví- þjóð. Schwartz og félagar (43) rannsökuðu M gerðir frá ýmsum svæðum Bandaríkjanna á ár- unum 1972-1988. Á þessum tíma varð aukning á sýkingum vegna M-1 og M-18, sérstaklega á Tatla III. Hugmyndir um ástœöur STSS. Aukin meinvirkni vegna vissra M - stofna: M-1 M-3 M-18 Aukin meinvirkni vegna exótoxína: SPEA í Bandaríkjunum SPEB í Evrópu Hlutleysandi mótefni: Gegn M - prótínum Gegn SPEA eða SPEB Skyldleiki stofna og ákveðin samsetning ýmissa arfgerða: M-1/ET1/speA2 M-3/ET2/speA3 árunum 1980-1988 þegar M-1 olli 50% sýkinga. M-1 og M-18 reyndust hafa meiri hæfileika til að valda ífarandi sýkingum. M-1 fylgdi aukin dánartíðni miðað við aðra stofna hvort sem um var að ræða ífarandi sýkingu eða ekki. Svipaða sögu er að segja af öðrum rannsóknum og ein- stökum tilfellum (11-27,44). Pyrotoxin: Keðjukokkar af flokki A fram- leiða fjórar gerðir af pyrogen exotoxin (A,B,C,D). SPEA er bæði hvað gerð og verk- un varðar, að mörgu leyti líkt TSST-I sem talið er vera helsta ástæða toxic shock syndrome af völdum keðjukokka (28). SPEA og SPEC flytjast á milli baktería með bakteríuveirum en gen SPEB eru í genasafni bakteríunnar sjálfr- ar. Það er mismunandi eftir stofnum hvaða tegundir SPE bakteríurnar framleiða og hversu rnikið. SPE valda útbrotunum í skarlatssótt þegar endursýking verður með bakteríu sem inni- heldur sömu gerð af SPE. SPE geta haft mun alvarlegri áhrif við fyrstu sýkingu. Þekkt áhrif SPE (SPEA hefur mest verið rannsakað) eru meðal annars hitahækkun, skert starfsemi net- þekjufrumna (RE), bein frumudrepandi áhrif (til dæmis á hjartavöðva), ýmsar gerðir út- brota, bæling á ónæmissvari, breytingar á gegndræpi æða og aukin áhrif endótoxína frá Grams neikvæðum bakteríum (1,3,6,14,28,32,- 45). Lengi hefur verið þekkt að endótoxín frá Grams neikvæðum bakteríum valda alvarleg- um fjölkerfabilunum með ræsingu á storku- kerfinu, kínínkerfinu, komplímentkerfinu og framleiðslu ýmissa cýtókína (3). Mikilvægust cýtókína eru talin vera tumor necrosis factor (TNF) og interleukin-1 (IL-1). Illa hefur gengið að tengja saman keðjukokkasýkingar af flokki A og aukna virkni Grams neik- væðra endótoxína. í fyrstu töldu menn að SPEA yki áhrif Grams neikvæðra endótoxína frá bakteríum í meltingar- vegi. Nú hefur verið sýnt fram á að SPEA eykur framleiðslu á TNF og IL-1 in vitro og því komin hugsanleg skýring á fjölkerfabilunum tengdum keðjukokk- um af flokki A (45). SPEA er einnig talið virka sem svokallaður ofurmót- efnavaki sem getur valdið víðtækri ónæmisræsingu án hefðbundinna tengsla við HLA-II og T-hjálparfrumur (5) og stuðlað þannig að kröftugu svari frá ón- æmiskerfinu og losti. Tengsl SPEA og baktería sem valda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.