Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 8
704 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81: 704-6 Ritstjórnargrein Siðfræðilegur grunnur styrkir ákvarðanir um forgangsröðun Um margra ára skeið hefur staðið yfir handahófskenndur niðurskurður á heilbrigðis- þjónustu íslendinga. Aðgerðirnar hafa haft víðtæk áhrif og um hver áramót bíða stjórn- endur heilbrigðisstofnana í ofvæni eftir af- greiðslu fjárlaga, sem taka gildi nánast um leið og afgreiðslu er lokið. Niðurstaðan verður ætíð sú sama; darraðardans undanfarinna ára skal stiginn enn um sinn, hefja þarf aðgerðir til að draga úr starfseminni eða loka einstökum deildum og uppsagnir starfsfólks virðast óhjá- kvæmilegar. Mikið af tíma stjórnenda stofnana fer í að skipuleggja samdrátt og lokanir en lítil tækifæri gefast til markvissrar uppbyggingar. Afleiðingin verður megn óánægja starfsfólks og vannýttar stofnanir þrátt fyrir að á biðlistum sé fjöldi sjúklinga sem verður að sinna. Of langt hefur verið gengið. Skipulagslaus niður- skurður er farinn að skaða verulega starfsemi heilbrigðisstofnana og ekki verður umflúið að koma á markvissri stefnumótun í heilbrigðis- málum. Fjárveitingar til heilbrigðisþjónustunnar hafa í raun farið lækkandi á undanförnum ár- um og er nú svo komið að fjármagn nægir ekki til daglegs rekstrar og allt of litlu fé er varið til nauðsynlegrar endurnýjunar tækjakosts og viðhalds. Hins vegar hefur kunnátta aukist og sífellt koma fram tækninýjungar sem opna nýja möguleika á bættri og aukinni meðferð og jafn- framt mun þörfin fyrir þjónustu heilbrigðis- kerfisins aukast á komandi árum vegna mann- fjölgunar og aukins fjölda aldraðra. Því er lík- legt að veita þurfi meira fé til starfseminnar á ný, hvort sem fjárveitingar koma frá ríkissjóði eða með auknum þjónustugjöldum. Hagræðingaraðgerðum hefur verið beitt vegna samdráttar í fjárveitingum undanfarin ár. Við óbreyttar aðstæður verður vart lengra komist og reyndar er það svo að hagræðingar- aðgerðir eru að snúast upp í andhverfu sína. Þrengsli og aðstöðuleysi ýmissa stofnana er orðið svo mikið að oft þarf að grípa til neyðar- úrræða þegar framkvæma skal nauðsynlegar breytingar. Slíkar neyðarlausnir geta iðulega orðið dýrari þegar upp er staðið en lausnir sem meira hefur verið lagt í frá byrjun. Þótt örar tækniframfarir opni vafalítið nýja möguleika til hagræðingar á komandi árum er nauðsynlegt að starfsfólk heilbrigðisstofnana fái nú frið til aðlögunar að breytingum undanfarinna ára. Markviss forgangsröðun er aðferð til að jafna aðstöðu fólks og tryggja að allir geti notið nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu þegar þeir þurfa á henni að halda. Samtímis er hægt að stuðla að sem bestri nýtingu fjármagns með því að draga úr greiðslum fyrir þá meðferð sem skilar takmörkuðum árangri. Full ástæða er til að reynt verði að skilgreina og afmarka þá heilbrigðisþjónustu sem greiðast skal af al- mannafé. Meta þarf hvort hægt sé að draga úr einhverjum þáttum hennar og skilgreina hvaða verkefnum skuli sinnt í framtíðinni, en jafn- framt verður þá að áætla starfseminni nægjan- legt fé. Það er óbærilegt fyrir heilbrigðisstarfs- fólk að vinna við alls ófullnægjandi aðstæður og vera stöðugt í þeirri aðstöðu að geta illa eða ekki liðsinnt fólki sem þarf raunverulega á að- stoð að halda og á rétt á þjónustu samkvæmt íslenskum heilbrigðislögum. Forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni hef- ur ætíð átt sér stað en fer nú fram af miklu handahófi. Forgangsröðuninni má skipta í fjögur stig og hefst hún með því að fjármunum ríkissjóðs er skipt á mismunandi málaflokka með samþykkt fjárlaga á Alþingi og á sér þá stað forgangsröðun ýmissa þátta samfélags- þjónustunnar. Þótt deila megi um, hversu miklu fé skuli verja til velferðarmála í saman- burði við aðra starfsemi sem kostuð er af al- mannafé, er ef til vill ekki síður nauðsynlegt að forgangsraða starfsemi innan velferðarkerfis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.