Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1995, Síða 9

Læknablaðið - 15.10.1995, Síða 9
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 705 ins sjálfs. Spyrja má hvort afdrifaríkur niður- skurður fjárveitinga til heilbrigðiskerfisins sé réttmætur ef samhliða eru teknar upp fjárveit- ingar til annarra velferðarmála svo sem til greiðslu húsaleigubóta. Annað stig forgangsröðunarinnar felst í stefnumörkun í heilbrigðismálum, þegar heil- brigðisráðuneytið skiptir fé á stærri einingar heilbrigðiskerfisins. Hafa ráðherrum verið mislagðar hendur og eru ábendingar landlækn- is um rangar fjárfestingar undanfarin ár, eink- um á landsbyggðinni, til marks um það. Einnig bendir endurskoðun núverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra á ákvörðunum um byggingaframkvæmdir, sem teknar voru fyrir aðeins fáum mánuðum, ekki til þess að mark- vissri stefnu hafi verið fylgt. Reyndar er heil- brigðiskerfið í stöðugu uppnámi vegna óvissu um hvert skuli stefna á komandi árum. Á þriðja stigi kemur forgangsröðun verk- efna innan stofnana. Á þessu stigi hefur for- gangsröðunin verið sýnilegust, deildum sem annast bráðveika sjúklinga hefur verið lokað og í kjölfarið hefur fylgt mikill órói og vanlíðan sjúklinga og aðstandenda þeirra. Mismunandi er hvaða aðferðum er beitt þegar draga skal starfsemina saman og á stundum virðast for- svarsmenn stofnana jafnvel hafa freistast til að draga úr viðkvæmustu starfseminni í því skyni að knýja fram auknar fjárveitingar. Purfi að koma til samdráttar hlýtur þó sú ábyrgð að hvfla á herðum forsvarsmanna heilbrigðis- stofnana að aðgerðirnar bitni síst á þeim hóp- um sem viðkvæmastir eru. Að lokum kemur forgangsröðun einstakra sjúklinga. Ákvarðanir um þá forgangsröðun hvfla á herðum einstaklinga, oftast lækna og veldur iðulega talsverðu álagi þegar aðstæður leyfa ekki að hægt sé að veita öllum bestu umönnun. Streitan eykst þegar fyrir liggur að fjármunum heilbrigðiskerfisins hafi verið sóað í fjárfestingar sem engum nýtast. Umræða um klíníska forgangsröðun hefur átt sér stað í nokkrum löndum og tillögur hafa verið mismunandi. í Oregon fylki í Banda- ríkjunum voru 696 sjúkdómar skoðaðir, gagn- semi meðferðar skilgreind og í framhaldi af því var ákveðið að tryggingar skyldu greiða fyrir meðferð 565 þessara sjúkdóma. Þessi aðferð hefur meðal annars verið gagnrýnd fyrir að hafa takmörkuð siðfræðileg viðmið, til dæmis er lítið tillit tekið til einstaklingsfrávika og und- antekningatilvika. í Hollandi er lagt til að sú heilbrigðisþjón- usta sem greidd er af almannafé skuli afmörk- uð. Gert er ráð fyrir að til hliðsjónar verði haft hvort meðferðin sé nauðsynleg, hvort hún geri gagn, sé fjárhagslega skilvirk og loks hvort eðlilegt sé að einstaklingurinn beri sjálfur ábyrgð á meðferðinni. Á Nýja Sjálandi hefur verið unnið að for- gangsröðunarmálum frá 1992 og þar mun áformað að reyna að afmarka starfsemi al- mennu heilbrigðisþjónustunnar. Einnig mun ætlunin að taka talsvert tillit til álits almenn- ings, sem fengið er með skoðanakönnunum, þegar ákvarðanir um forgangsröðun verða teknar. í Noregi hefur verið lagt til að sjúkdómum verði raðað í fjóra forgangsflokka og viðmið- unardæmi gefin fyrir hvern flokk. I fyrsta flokki eru lífshættulegir sjúkdómar sem fljótt geta leitt til dauða án meðferðar, til dæmis alvarleg hjartabilun og alvarlegir geðsjúkdóm- ar. Einnig eru í þessum flokki sjúkdómar sem geta haft alvarlegar samfélagslegar afleiðingar, svo sem alnæmi. í öðrum flokki er sjúkdóms- ástand sem með tímanum getur haft alvarlegar afleiðingar án meðferðar, til dæmis ýmsir lang- vinnir sjúkdómar, ástand sem gerir sjúklinginn ósjálfbjarga og kembileit í áhættuhópum. í þriðja flokki eru minna alvarlegir sjúkdómar eða ástand sem hefur óæskilegar afleiðingar en þar sem meðferð skilar árangri, til dæmis með- ferð við of háum blóðþrýstingi og æðahnútum. í fjórða flokki er síðan ástand sem ekki er skaðlegt en þar sem meðferð getur bætt heilsu og aukið lífsgæði og er glasafrjóvgun nefnd þar sem dæmi. Norðmenn hafa auk þess skilgreint 0 flokk þegar um er að ræða ástand þar sem meðferð er ástæðulaus eða án sannaðrar gagn- semi, svo sem kerfisbundið heilsufarseftirlit hjá frískum einstaklingum sem ekki tilheyra sérstökum áhættuhópum. Nefnd sem starfaði á vegum sænska þings- ins, lagði til forgangsröðun sem svipar til þeirr- ar norsku og lagði áherslu á siðfræðileg gildi, einkum mannlega reisn, jafnrétti og samstöðu með þeim sem mest þurfa á meðferð að halda. Einnig taldi sænska nefndin að ekki ætti að leggja mælikvarða á fjárhagslegan ávinning samfélagsins eða einstaklingsins af meðferð- inni, heldur ætti eingöngu að leggja fjárhags- legt mat á mismunandi meðferðarmöguleika þegar um sama sjúkdóm væri að ræða. Ihugun- arvert er fyrir íslendinga að bæði norska og

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.