Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1995, Side 10

Læknablaðið - 15.10.1995, Side 10
706 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 sænska nefndin komust að þeirri niðurstöðu að hlutfallslega of litlu fé væri varið til meðferðar sjúklinga sem hafa langvinna, alvarlega sjúk- dóma. Ljóst er að ýmsum aðferðum má beita við forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu. Engin að- ferð er gallalaus og víðtæk umræða er nauðsyn- leg til að ná samstöðu um hvernig best verður varið því fé skattborgaranna sem til heilbrigð- ismála fer. Siðfræðilegur grunnur styrkir mjög ákvarðanir um forgangsröðun og er líklegt að í umræðu hér á landi um forgangsröðun verði unnt að nýta sér aðferðir frændþjóða okkar, Norðmanna og Svía. Islenska heilbrigðiskerfið er lent í ógöngum og stefnumarkandi aðgerðir í heilbrigðismál- um verða ekki umflúnar. Miklu skiptir að við hefjumst handa með opnum huga og mörkum íslenskri heilbrigðisþjónustu á ný stefnu sem leiðir til farsældar. Umræða um sanngjarna forgangsröðun getur lagt mikið af mörkum við þá stefnumótun. Torfi Magnússon

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.