Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1995, Síða 11

Læknablaðið - 15.10.1995, Síða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 707 Hverjir eiga að bíta við útgarðana? Um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu Kristján Kristjánsson Falling by the wayside? On priorities in the allocation of health-care resources Kristján Kristjánsson Læknablaðið 1995; 81: 707-26 This essay serves a twofold purpose. The first is to offer a brief overview of recent dis- cussions of what constitutes a just model of rationing in health care, i.e. how the problem of scarce health resources is to be correctly analysed and solved. Moreover, the relevance of general philosophical theories of justice to this specific problem is given some consideration. A whole gamut of already-sug- gested models is examined, with special emphasis on the weaknesses of each particular proposal. The second goal of the essay is to evoke serious doubts about the viability of some of the most prom- inent and popular models of just rationing; the main target being the ageism inherent in them. Another model is suggested and defended: a utilitarian one, which puts the whole issue of resource allocation in a wider perspective, taking into account, inter alia, the extent to which patients deserve the service they require. The author is an associate professor of philosophy at the University of Akureyri, 602 Akureyri, Iceland. Frá Háskólanum á Akureyri. Höfundur er dósent í heim- speki. Eldri og mun styttri gerö greinarinnar var flutt sem fyrirlestur á morgunfundi læknafélags Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri haustið 1993, á kvöldfundi Rannsóknarstofnunar í siðfræði við Háskóla íslands haustið 1994 og á Astra-degi Félags íslenskra heimilislækna í mars 1995. Ágrip Markmið þessarar ritgerðar er tvíþætt. I fyrra lagi að veita yfirlit yfir þá umræðu- hefð sem skapast hefur á Vesturlöndum varð- andi réttláta forgangsröðun í heilbrigðisþjón- ustu, greiningu vandans og mögulegar lausnir hans. Hugað verður að tengingu við almennar heimspekikenningar um réttlæti; og í ljósi þess að allar lausnirnar eru neyðarbrauð, í heimi takmarkaðra gæða, verður fremur rýnt í galla þeirra en kosti. Síðara markmiðið er að vekja efasemdir um þær lausnir sem mest hefur kveðið að í umræð- unni hingað til og gera, þó með ólíkum hætti sé, aldur sjúklings að einu helsta kennimarki við skipan í forgangsröð: því hærri aldur, þeim ntun lakari röðun. Borið er í bætifláka fyrir annan kost, nytjakvarða, sem lítur á málið frá víðara sjónarhorni og tekur meðal annars til greina að hvaða leyti sjúklingurinn verðskuld- ar þá þjónustu sem skammta þarf. Inngangur Hvaða Damóklesarsverð hanga helst yfir höfðum okkar íslendinga við lok 20. aldar og hvaða úrlausnarefni skyldu verða efst á baugi í íslenskri samfélags- og stjórnmálaumræðu á öndverðri þeirri nýju öld er senn gengur í garð? Þegar slíks er spurt liggur nærri að huga að tvennu: Annars vegar þeim málum sem hæst rísa á vettvangi stjórnmálanna um þessar mundir og hins vegar þeim sem skipulegast er haldið þar til hlés — sem þagað er yfir af mestri árvekni. Til hinna síðarnefndu tel ég efni sem að vísu hefur hlotið nokkra umfjöllun í hópum innvígðra á umliðnum misserum, og jafnvel borið í vaxandi mæli á góma í fjölmiðlum, en sætir enn því lögmáli Parkinsons meðal stjórn- málamanna þjóðarinnar að sía skuli mýfluguna

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.