Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1995, Page 17

Læknablaðið - 15.10.1995, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 711 skuli varið sem þær hafa fengið úthlutað. Með þessu orðalagi mætti lýsa fyrrgreindu skækla- togi heilbrigðisstarfsmanna og stjórnvalda þannig að starfsmennirnir vilji fækka míkró- ákvörðunum er leggja ábyrgðina á herðar þeirra sem einstaklinga; stjórnvöld bandi hins vegar ábyrgðinni jafnharðan frá sér með því að sníða makróákvörðunum sínum sem almenna- stan stakk, beita til að mynda flötum niður- skurði og láta fólkinu á vettvangi eftir að hrinda honum í framkvæmd. Rétt er að taka fram, áður en lengra er hald- ið, að makróákvörðun um opinbera forgangs- röðun þyrfti ekki endilega að felast í reglum um útdeilingu til allra þeirra sem nú eiga rétt á ríkisrekinni heilbrigðisþjónustu; hún gæti einnig kveðið á um að einhverjum hópum, stórum eða smáum, yrði algjörlega ýtt út af þjónustusviðinu. Á slíka aðferð er komin tölu- verð reynsla í Bandaríkjunum þar sem aðeins tveir hópar fólks hafa átt rétt á opinberri að- stoð við greiðslu sjúkrakostnaðar; þeir sem eru 65 ára og eldri (Medicare) eða undir ákveðnum lágmarkstekjumörkum (Medicaid). Treyst er á að aðrir séu tryggðir af atvinnu- rekanda sínum eða kaupi sér sjúkratryggingar sjálfir. Þetta kerfi hefur sætt vaxandi andstöðu á síðustu árum, þó ekki væri nema vegna þess að það hefur skilið um 15% Bandaríkjamanna (37 milljónir) eftir úti á gaddinum, ótryggða. Er þar meðal annars um að ræða stóran hóp fólks sem er yfir lágmarkstekjumörkum fyrir Medicaid en samt undir fátækramörkum alrík- isstjórnarinnar og hefur ekki ráð á að tryggja sig sjálft. Fyrrnefndu mörkin eru raunar mjög lág. Einstæð tveggja barna móðir með 467 doll- ara tekjur á mánuði fellur til dæmis utan þeirra þó að hún teljist undir almennu fátækramörk- unum þar til tekjur hennar hafa náð 928 dollur- um á mánuði (18). Ný heilbrigðisstefna for- setahjónanna bandarísku átti að brúa þetta bil en hana dagaði uppi í þingi sem kunnugt er. Segja má að Oregon-áætlunin, sem greint verður frá í kaflanum Forgangskvarðamir, sé önnur tilraun til að berja í bresti sama kerfis, kerfis er skilur með svo harðhnjóskulegum hætti milli verðugra og óverðugra fátæklinga. Vissulega má deila um kosti og galla hinnar bandarísku aðferðar. Hún á sér ýmsar máls- bætur, að minnsta kosti eftir að verstu agn- úarnir hafa verið sorfnir af henni. Hitt er jafn- ljóst að ekki er pólitískur vilji fyrir því á Is- landi, eða í nágrannaríkjum okkar sem búa við ríkisrekið heilbrigðiskerfi, að taka hana eða aðra útilokunaraðferð upp að sinni. Meirihlut- inn virðist vilja að allir eigi lögformlegan að- gang að opinberri heilbrigðisþjónustu; spurn- ingin er aðeins í hvaða röð. Ég hlýt enn og aftur að taka undir það sjón- armið að slík röð þurfi að eiga sér stoð í makró- ákvörðunum, opinberri stefnumótun. Þar er ekki aðeins sálarheill einstaklinga í húfi, sem kikna undan því að fjárhagsleg ábyrgð á lífi og limum skjólstæðinga þeirra bætist ofan á hina faglegu, heldur ætti eldri reynsla af míkró- ákvörðunum í heilbrigðiskerfinu þegar að vera orðin okkur víti til varnaðar. Nægir þar að minna á glundroðann er skapaðist á sjöunda áratugnum í Bandaríkjunum eftir að fyrstu gervinýrun komu til sögunnar og áður en alrík- isstjórnin ákvað að taka kostnaðinn af rekstri þeirra á sínar herðar (1972). Einstök sjúkrahús komu sér þá niður á reglur um forgangsröðun sem á endanum reyndust jafnmargar og ólíkar og sjúkrahúsin. Það gat skipt máli í hvaða borgarhverfi nýrnasjúklingurinn átti heima, hvort nefndin sem ákvað forgangsröðina á hverjum stað var skipuð lærðum eða leikum og hvaða lausnarorð henni hafði flogið í hug: happdrætti, tímaröð umsókna, félagslegt fram- lag umsækjenda, ellegar eitthvað enn annað. Frægt er að á ákveðinni sjúkrastofnun í Seattle taldist umsækjendum helst til tekna að vera skátaforingjar eða Rauða kross starfsmenn (19). Vart eru nema skóbótaskipti á þessari óreiðu og því ástandi sem nú ríkir í Bretlandi en þar er þegjandi samkomulag í gildi á flestum sjúkrastofnunum er meinar sjúklingum eldri en 65 ára um aðgang að gervinýrum. í Banda- ríkjunum eru um 30% þeirra sem gagn hafa af slíkum búnaði yfir þessum aldursmörkum (20). Hvergi er þó hægt að ganga að neinum rök- stuðningi vísum fyrir slíku þegjandi samkomu- lagi né finna skriflega staðfestingu þess, og raunar brjóta um 20% breskra sjúkrastofnana það þegar svo ber undir (21). Læknum sem uppálagt er að fylgja þessari eða hinni óskráðu reglunni, án þess að geta sýnt sjúklingum hana svarta á hvítu, verður svo oft svarafátt þegar skjólstæðingarnir krefja þá réttlætingar á höfn- un meðferðar. Þrautalending sumra getur jafn- vel orðið að grípa til lyga um líklegan árangur; gera minna úr honum en ástæða væri til (22). Hér stendur einmitt hnífurinn í kúnni: Míkróákvarðanirnar skapa ókyrrð og öryggis-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.