Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1995, Qupperneq 26

Læknablaðið - 15.10.1995, Qupperneq 26
720 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 hersveit heilbrigðisþjónustunnar ræður ekki niðurlögum hennar. Þvert á móti er það hverj- um manni eðlilegt að hrörna og deyja. Við eigum að forgangsraða í heilbrigðisþjónustu með því að hætta vonlausum hernaðaraðgerð- um í ímynduðu stríði; með því að leggja áherslu á forvarnir, rannsóknir, umhyggju og líkn, en láta af oflœkningum og vígvallarhjálp umfram skynsamleg mörk (48). Talsmenn lífs- kostakvarðans greinir að vísu nokkuð á um hvar og hvernig skuli draga þessi skynsamlegu mörk. Ég ætla að huga hér að þrenns konar útfærslu kvarðans: gl) Að mati Eric Matthews liggja mörkin milli hefðbundinna og hátækni-vísinda. Frjáls- lyndisstefnan gengur út á að eyða sem mest allri forgjöf (neikvæðri eða jákvæðri) sem nátt- úran hefur ófyrirsynju úthlutað einstaklingum. Það er gert á sviði læknisfræðinnar með hefð- bundnum læknisdómum. Barnasjúkdómur, bflslys unglings, sykursýki miðaldra manns — allt er þetta ástand sem stangast á við hinn náttúrlega skikk, eðlilega lífskosti. Slíkt ástand kallar fram raunverulega þörf fyrir hjálp sem aftur skapar skyldu hjá samfélaginu til lið- veislu. Eðlilegt slit manns á lífsgöngunni getur valdið löngun til umbóta en hún er ekki raun- veruleg þörf og framkallar enga skyldu hjá öðr- um — nema þá hugsanlega umframskyldu, það er lofsverða löngun til liðveislu umfram sið- ferðilega kvöð. Því er ekki ástæða til að samfé- lagið kosti aðgerðir á borð við líffæraflutninga og hjartaaðgerðir hjá miðaldra fólki og eldra (sem væri, hvort eð er, undir venjulegum kringumstæðum, á fallanda fæti), kostnaðar- samar björgunaraðgerðir á fyrirburum (sem hefðu dáið við náttúrulegar aðstæður) eða tæknifrjóvganir (til handa fólki sem ófrjótt er frá náttúrunnar hendi). Allar hátækniaðgerð- irnar stuðla að óeðlilegum lífskostum í stað eðlilegra, og ættu því að strikast út af forgangs- listanum — sem þar með yrði viðráðanlegur fyrir samfélagið (49). g2) Hugmyndin að baki lífskostakvarða Norman Daniels og Vilhjálms Arnasonar er svipuð og hjá Matthews þó að framsetningin sé því fágaðri sem hinn heimspekilegi bakgrunn- ur þeirra er skýrari, það er að segja réttlætis- kenning Rawls. Vernda skal eftir föngum lífs- kostasvið einstaklinga þannig að réttur þeirra til lífsgæða verði sem jafnastur, ekki á hverjum tímapunkti heldur í heild, þegar horft er yfir æviskeiðið allt. Með öðrum orðum: Stefnt skal að því að sem flestir geti nýtt sér þau tækifæri sem sanngjarnt er að ætlast til að einstakling- um á þeirra aldursskeiði standi til boða. Meg- inrökin eru þessi: Það færi ekki á milli mála að einstaklingar undir fávísisfeldi Rawls (sjá kafl- ann Hvað er réttlœti?) myndu úthluta sér ólík- um hlutföllum lífsgæða á ólíkum æviskeiðum; þeir kysu til dæmis ugglaust frjórri lífsnautn sér til handa um tvítugt en sjötugt. Þar eð allt sem gildir innbyrðis um skiptingu lífsgæða hjá ein- staklingi gildir líka um skiptingu gæða milli einstaklinga þá er réttlátt að fólk á einu ævi- skeiði (lífskostasviði ellinnar) mæti almennt af- gangi gagnvart fólki á öðru (æskuskeiði) (50). En er slíkt aldursmisrétti (ageism) ekki hlið- stætt kynþátta- (racism) eða kynjamisrétti (sexism) og jafn forkastanlegt? Nei, segja lífs- kostasinnar, því að fyrir öllum á að liggja að verða gamlir, andstætt því að breytast úr karli í konu, hvítingja í svertingja og svo framvegis. Þar sem mismunun lífskostakvarðans kemur jafnt niður á öllum sem ná ákveðnum aldri er því ekki raunverulegt misrétti á ferð heldur þvert á móti jafnrétti (51). g3) Daniel Callahan, formaður Hastings Center sem er þekktur hugmyndabanki í heil- brigðissiðfræði, hefur gert sér mikinn mat úr greiningu þeirra Rawls og Daniels. En lífs- kostakvarði Callahan er þó mun afdráttarlaus- ari og Daniels væri að minnsta kosti miðlungi hrifinn af því að hann væri nefndur í sömu andrá og sinn. Callahan vill ekki, eins og Dan- iels eða Vilhjálmur Árnason, að réttur fólks til heilbrigðisþjónustu fari smám saman þverr- andi eftir aldri, heldur að skorið sé á hann með ákveðnum hætti í eitt skipti fyrir öll eftir að náttúrulegu lífsskeiði þess er lokið. Nokkuð er á reiki hjá Callahan og fylgismönnum hans ná- kvæmlega hvenær tími hinna miklu heilla- brigða sé kominn, þeir tala ýmist um 65,75 eða 85 ára aldur (52), en eftir það á hinn sjúki ekki rétt á neinu nema líknarmeðferð, óháð bata- horfum, þar á meðal ekki endurlífgun, aðgangi að öndunarvél, næringar- og vökvagjöf í æð eða sýklalyfjum (53). Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að Callahan lítur ekki á lífskosta- kvarða sinn sem neyðarbrauð í heimi takmark- aðra gæða (eins og skilja má á Daniels), þannig að til hans þyrfti ekki að grípa ef næg efni væru á því að kosta meðferð allra, óháð aldri. Calla- han telur það þvert á móti hinum öldruðu sjálf- um fyrir bestu að njóta ekki neinnar hefðbund- innar læknishjálpar eftir að eðlilegu lífsskeiði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.