Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1995, Side 30

Læknablaðið - 15.10.1995, Side 30
724 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 að svipaðri aðferð væri beitt í gæðaárareikn- ingum — eða að fyrstu árin eftir meðferð vægju að minnsta kosti þyngra en síðari ólifuð ár? Einn kostur væri sá að fyrsta árið vægi 1, það næsta 0,9, hið þriðja 0,9 í öðru veldi og svo framvegis. Þar með yrðu 25 ólifuð ár 9,3 sinn- um verðmætari en eitt ár og 50 ár 10 sinnum verðmætari en eitt ár. Með þessu móti endur- speglaði gæðaárakvarðinn að minnsta kosti skár gildismat lækna og almennings og líktist meir eðlilegum núvirðisreikningi, auk þess sem komið væri að einhverju leyti til rnóts við sjónarmið hinna öldruðu (62). Ég hygg að enn ríkari ástæða sé að bera skjöld á móti lífskostakvarðanum en nokkurn tíma dólganytjastefnu gæðaárakvarðans. Gjalda ber varhuga við kenningu sem vill fast- setja eðlilegt lífsskeið (Callahan) eða liefð- bundna lœknisdóma sem fólk eigi siðferðilegan rétt á (Matthews). Túlkun þeirra Daniels og Vilhjálms Arnasonar er að vísu talsvert fágaðri en hinna en veltur þó á endanum á mjög sér- kennilegri hugmynd um jafnrétti til lífsgæða, hugmynd sem meðal annars leiðir af sér að kúgi ég þig í 30 ár og svo þú mig í önnur 30 þá hafi ekkert misrétti ríkt í samskiptum okkar! Það fullnægir naumast jafnréttiskröfu hinna öldruðu að vera tjáð að sem æskunnar eftirlæt- isbörn hafi þeir tekið út lífsgæðakvóta sinn og eigi nú, sem ellinnar olnbogabörn, ekkert eftir til skiptanna. Einn höfuðgallinn við bæði gæðaára- og lífs- kostakvarðana er sá að þeir fela báðir í sér aldursmisrétti (ageism). Það er að vísu dulbúið með ýmsum hætti en hinir öldnu hafa skilið fyrr en skellur í tönnunum og brugðist harka- lega við víða um heim, þar á meðal á Islandi. Þannig spurði-formaður Félags eldri borgara í bréfi til Velvakanda, að aflokinni ráðstefnu um forgangsröðun, hvort hætta ætti að lækna gamalt fólk og hvort læknaeiðurinn væri gleymdur. Að auki sagði hann; „Pess gœtir að mínum dómi í vaxandi mœli að rœtt sé gáleysislega og í niðrandi tóni um gamalt fólk. Slíkt er til vansœmdar þeim sem það gera. Þessi hópur hefur skilað þjóðfélagi okkar sínu dagsverki og velþað. Þær kynslóðir sem nú eru á gamalsaldri eiga stærstan þáttinn í þeirri umbyltingu til hins betra sem orðið hefur á þjóðfélagi okkar á þessari öld. Þeim séþökk. “ (63) Við það sjálfsagða réttlætissjónarmið sem fram kemur í orðum formannsins — að ein- staklingar sem auðgað hafi lífið í kringum sig langt umfram það sem þeir glötuðu sjálfir eigi síst skilið að hamingjubann falli þeim til handa á gamals aldri — má bæta hreinræktaðri nytja- rökum: Hætt er við að með því að gera aldraða að blóraböggli alls útgjaldaauka heilbrigðis- kerfisins firrum við okkur ábyrgð á að leita annarra leiða til að hefta þennan vöxt og við- höldum þannig ríkjandi ástandi (64). Það má vel satt vera að hinir öldnu liggi best við höggi (lífaldur er hlutlægur mælikvarði sem auðvelt er að festa hendur á) (65) en ekki er þar með sagt að það sé réttlátt — eða rétt — að leita umfram allt höggstaðar á þeim. Fáir í röðum aldraðra yrðu líklega til að taka undir þau orð Vilhjálms Árnasonar að Skefjar settar sé „afbragðsbók" (66). Callahan gengur raunar manna lengst í mismunun gagnvart gömlu fólki, svo að stappar nærri öfgum á köfl- um, til dæmis þegar hann vill meina því um alla marktæka læknishjálp eftir að ákveðnum aldri er náð, óháð vilja þess og aðstæðum að öðru leyti. Margt af því sem Callahan segir um ellina og mat okkar á henni er þó allrar athygli vert. Hann bendir til dæmis á að þegar öllu sé á botninn hvolft kunni viðhorf okkar til stöðu hinna öldruðu í forgangsröðinni að markast af öðru en hugmyndum um réttlæti eða sanngirni, nefnilega af djúprættri afstöðu okkar til eðlis og takmarkana mannlífsins. Hann greinir þar á milli „línuhyggju" og „hringhyggju.“ Fylgjend- ur hinnar fyrrnefndu skynji lífið sem línu sem klippt sé á að ósekju við dauðann; þeir fagni því hverri framför læknisfræðanna sem stuðlar að lengingu bærilegs lífs og voni að í framtíð- inni megi lengja meðalaldur fólks nánast í hið óendanlega. Á hinn bóginn sjái hinir síðar- nefndu, þar á meðal Callahan sjálfur, lífið fyrir sér sem náttúrulegt hringferli sem ekki beri að raska með neinum vélabrögðum; og það sé ekkert böl í því fólgið að deyja þegar hinn venjulegi tími sé kominn, jafnvel þótt einstakl- ingurinn kunni þá enn að vera vel röskur til hugar og handa (67). Ef til vill tengist andúð mín á lífskostakvarð- anum hinni ríku línuhyggju minni, er Callahan myndi nefna svo; tregðu minni að fallast á forsendur þeirrar hringhyggju sem einnig kem- ur skýrt fram í lokaorðunum í bók Vilhjálms Árnasonar. Þar snýst Vilhjálmur öndverður gegn þeirri hugsun að litið sé á hrörnun manns- ins sem óvin er „berjast eigi gegn af öllum mœtti" með því að beisla „tækniklárinn og

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.