Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1995, Qupperneq 47

Læknablaðið - 15.10.1995, Qupperneq 47
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 737 Sjúklingur fór í háþrýstisúrefnismeðferð (hyper- baric oxygen therapy) vegna fótasára á tímabilinu 20. október til 15. desember 1994. Sjúklingur kom í augnskoðum þann 28. desember 1994 vegna óljósrar þokuslæðu sem verið hafði fyrir vinstra auga í nokkra daga. Sjón mældist óbreytt (um 6/9). Var hins vegar kominn með geysimikinn krans af nýæðum á sjóntaugarósinn. Einnig mikið af nýæðum um 2,5 DD niður með neðri temporal æða- boga og stóra preretinal blæðingu þar útfrá. Fékk strax leysimeðferð á augnbotn. Eins og fram kemur varð geysimikil aukning á sykursýkiskemmdum í augnbotni á tæpum fjórum mánuðum á sama tíma og sjúklingur var í háþrýsti- súrefnismeðferð. Getur verið að súrefnismeðferðin hafi átt hlut í máli? Hugsanleg tengsl þar á milli voru rædd. 5. Notkun technetium 99m merktra hvítkorna við greiningu á sýkingu í augntótt Sjúkratilfelli Jóhannes Kári Kristinsson11, Haraldur Sigurðsson", Ásbjörn Sigfússon21, Sigurður Guöinundsson’1 Frá augndeild Landakotsspítala1), Rannsóknastofu Háskóla íslands í ónæmisfræði2’, lyflækningadeild Landspítalans3) Sýking við gerviaugnkúlu (implant) er sjaldgæf orsök verkja í augntótt. Þetta er þó mjög mikilvæg orsök, sérstaklega ef haft er í huga að sýkingin getur breiðst út til nálægra strúktúra. Tölvusneiðmynd og segulómun eru mikilvæg greiningartæki þegar greina skal mikla sýkingu eða ígerð (abscessus) en síður ef um litla bólgu er að ræða. Hvítkornaskann er nokkurra ára gömul aðferð til að greina sýkingar, til dæmis græðlingasýkingar (graft-). 99mTc merkt hvít blóðkorn eru talin heppilegust við greiningu á litlum og byrjandi sýkingum. Þetta hefur ekki verið notað við greiningu á sýkingu í augntótt, svo vitað sé. Greint er frá sjúklingi með von Hippel-Lindau sjúkdóm, fæddum 1946. Hægra auga var tekið árið 1986 eftir blæðingu á æðaæxli (angioma) í auganu sem endaði með samfalli. Sett var inn 16 mm ak- rýlkúla. Fimm árum síðar var sjúklingur kominn með áberandi „post-enucleation socket svndrome" með djúpar efri og neðri augnhvilftir ásamt innfalli á auga. Auk þess var hreyfing á kúlunni. Sett var inn sílikon til að auka rúmmál í augntótt og eftir þá aðgerð leit sjúklingurinn vel út og líðan hans var mjög góð. í janúar 1994 fór að bera á erfiðleikum með augnskelina og þurfti oft að skipta um skel. í mars 1994 var síðan sett inn glerkúla hulin mersflen- neti. Eftir aðgerðina fór að bera á verkjum í augntótt og gat sjúklingur lítið notað skelina. Ræktuðust kóa- gúlasa neikvæðir stafýlókokkar úr augntóttinni. Þrjár tölvusneiðmyndir voru teknar, allar neikvæð- ar. Hvítkornaskann var framkvæmt í október. í ljós kom mikil uppsöfnun hvítra blóðkorna í kúlunni. f kjölfarið var kúlan tekin og ræktuðust Rotacoccus equii og þrjár gerðir Staph. epidermitidis með næmi fyrir vanco og methicillini. PAD leiddi í ljós lang- vinna bólgu og gróvef með eitilfrumnahreiðrum. Eftir sýklalyfjameðferð minnkaði sársauki í augn- tótt. Annað hvítkornaskann var gert í janúar 1995 og var ekki að sjá nein merki hvítkornaupphleðslu á svæðinu. í febrúar 1995 var sett inn 20 mm hydroxía- patítkúla. Sjúklingur getur nú notað skel án vand- kvæða. Við ályktum því að hvítkornaskann sé gagn- legt við greiningu á hægfara sýkingu í augntótt. 6. Sykursýki og cilioretinal æðar í augum Harpa Hauksdóttir, Jóhannes Kári Kristinsson, Ein- ar Stefánsson, Ingimundur Gíslason Frá Háskóla íslands, augndeild Landakotsspítala Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að at- huga hvort cilioretinal æðar hefðu verndandi áhrif á sjónhimnu hjá sykursjúkum. Cilioretinal æð í sjón- himnu er til staðar hjá mörgum auk aðalæðar sjón- himnu. Sjónhimnan fær þá næringu frá tveimur æða- kerfum. Aðferð: Farið var yfir myndir af augnbotnum 105 sjúklinga sem höfðu haft insúlínháða sykursýki í 20 ár eða lengur. Voru bornir saman tveir hópar með og án sykursýkibreytinga í sjónhimnu. Skilgreining á cilioretinal œð: 1. Æðin komi upp við eða nálægt brún sjóntaugar- óssins. 2. Æðin myndi einkennandi hlykk þegar hún fer yfir brún sjóntaugaróss að sjónhimnu. 3. Engin augljós tengsl séu milli æðarinnar og aðal- æðar sjónhimnu eða greina hennar. Niðurstöður: Fjöldi augna með cilioretinal æð var athugaður. Alls voru 210 augu athuguð, af þeim reyndust 37 (17,6%) með cilioretinal æð. Fjörtíu og eitt auga var án sykursýkibreytinga og 169 með syk- ursýkibreytingum. Sex af 41 (14,6%) auga, sem ekki hafði sykursýkibreytingar í augnbotnum, voru með cilioretinal æð. Þrjátíu og eitt (18,3%) auga af 169 með breytingar í augnbotnum var með cilioretinal æð. Einnig var litið á þá sem höfðu haft sykursýki í 30 ár eða lengur, það reyndust 45 sjúklingar. Af þeim voru 16 augu án sykursýkibreytinga, fjögur (25%) augu voru með cilioretinal æð. Af 74 augum með sykursýkibreytingar voru níu (12,2%) með cili-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.