Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1995, Síða 51

Læknablaðið - 15.10.1995, Síða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 741 Bogfrymill (toxoplasma gondii) er frumdýr (pro- tozoa) eða gródýr (sporozoa), náskylt malaríusýkl- inum og fjölgar sér inni í frumum og getur sýkt bæði dýr og menn. Aðalhýslar sýkilsins eru dýr af katta- ætt. Bogfrymlasótt er næstum alltaf meðfædd en áunnin sýking kemur þó fyrir. Sjúkdómsmyndir bog- frymlasóttar eru fjórar talsins: Meðfædd, almenn bogfrymlasótt, meðfædd, afturvirk bogfrymlasýking í augum, áunnin bogfrymlasótt og bogfrymlasótt í ónæmisbældum sjúklingum. Kerfisbundin bogfrymlasýking er oftast vægur og góðkynja sjúk- dómur nema sjúklingurinn sé annað hvort barnshaf- andi kona eða ónæmisbældur. Ef barnshafandi kona sýkist af bogfrymlasótt eru um 40% líkur á að barn hennar muni sýkjast. í Bandaríkjunum eru líkurnar á að kona ali barn sýkt af bogfrymlasótt taldar vera um 1:10.000. Meðfædd, kerfisbundin bogfrymlasótt getur verið bæði virk og óvirk við fæðingu. Frá klínísku sjónar- horni er bæði meðfædda augnbólgan og hin áunna bráð, afmörkuð æðu- og sjónubólga sem verður aft- urvirk á aldrinum 11-40 ára. Pó frumorsök sjúk- dómsins sé vissulega sýkillinn toxoplasma gondii, leika ýmsir aðrir þættir mikilvæg hlutverk, einkum ýmiss konar hýsilviðbrögð, sérlega af hálfu ónæmis- kerfisins. Helstu mismunagreiningar við meðfædda bogfrymlasótt í augum eru: Meðfædd lituglufa (col- oboma) í macula, cýtómegalóvírusbólga, herpes simplex æðu- og sjónubólga, nýburahemólýsa, toru- losis, heilaskaði og sjónukímfrumuæxli (retinoblas- toma). Hjá fullorðnum er rétt að hafa í huga berkla, hvítsveppasýkingu (candidiasis) og váfumyglu (his- toplasmosis). Greiningin byggist einkum á sjúk- dómseinkennum og blóðvatnsprófum. Meðferð er með barksterum en einnig sérhæfðum sýklalyfjum. Á 10 ára tímabili, 1985-94, fengu 10 sjúklingar á Landakotsspítala, fimm af hvoru kyni, greiningu sem benti til að þeir hefðu fengið eða verið grunaðir um bogfrymlasótt. Meðalaldur þeirra var 18,6 ár (tveggja mánaða til 34 ára). Níu sjúklinganna höfðu augnbólgu en einn eitlabólgu í holhönd. Gerð er grein fyrir sjúkrasögum þeirra. 12. Framvirk rannsókn á sjónlagsbreytingum á fímm árum Eiríkur Þorgeirsson, Kristján Þórðarson Með rannsókninni er leitast við að svara þeirri spurningu, hvort breyting verði á sjónlagi fólks á fimm ára tímabili. Jafnframt er kannað hvort besta sjónskerpa með gleraugum breytist á sama tíma. Rannsóknin hófst 1989 og henni lauk 1994. Allir sjúklingarnir voru skoðaðir af sama augnlækni í upp- hafi og við lok rannsóknar. Sjúklingarnir eru hjarta- sjúklingar sem taka þátt í tvíblindri lyfjarannsókn á kólesteróllækkandi lyfi, Simvastatin (MSD). Við upphaf rannsóknar voru sjúklingar 50 til 75 ára. Eitt hundrað tuttugu og fjórir hófu þátttöku. Um það bil 10% létust á tímabilinu. Nokkrir voru útlokaðir vegna annarra augnsjúkdóma, svo sem gláku, ský- myndunar og sykursýki. I lokavinnslu féllu tveir ein- staklingar út vegna mikilla frávika. Eftir stóðu 99 sjúklingar. Þeim var skipt í fimm hópa eftir aldri. Niðurstöður: 1. Breyting á sjónlagi: í tveimur yngstu hópunum (22 sjúklingar) er væg tilhneiging til aukinnar fjar- sýni, +0,15. í tveimur næstu aldurshópum (55 sjúk- lingar) verður ekki breyting á sjónlagi. Elsti aldurs- hópurinn, 70 til 75 ára, sýnir væga aukningu á nær- sýni, -0,45 sjónlagseiningar. Ekki er munur á hægra og vinstra auga. 2. Breyting á sjónskerpu: Allir hóparnir sýna lítils- háttar tilhneigingu til minnkandi sjónskerpu. Yngri hópar tæplega 0,1 að meðaltali og elsti hópur um 0,2. Ekki er vitað hvort hjartasjúkdómurinn eða hækkað kólesteról hefur áhrif á þessa þróun. Á þessari stundu er ekki vitað hverjir tóku virkt lyf eða hverjir fengu óvirkt lyf. Höfundaskrá Númer vísa til ágripa Ásbjörn Sigfússon............................ 5 Einar Stefánsson .......................... 6,8 Eiríkur Þorgeirsson......................... 12 Friðbert Jónasson ......................... 4,8 Guðrún J. Guðmundsdóttir.................... 10 Haraldur Sigurðsson...................... 5,7 Harpa Hauksdóttir....................... 6,7,8 Hörður Þorleifsson .......................... 9 Ingimundur Gíslason...................... 6,8 Jens Þórisson ............................... 1 Jóhannes Kári Kristinsson.............. 5,6,8,9 Jón Sigurður Karlsson........................ 2 Kristján Þórðarson ......................... 12 Margrét Loftsdóttir........................ 3,4 Ólafur Grétar Guðmundsson.................... U ÓIi Björn Hannesson ......................... 9 Sigurður Guðmundsson......................... 5 Vésteinn Jónsson ............................ 1 Þórður Sverrisson............................ 3 Örn Sveinsson ............................... 9

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.