Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1995, Síða 54

Læknablaðið - 15.10.1995, Síða 54
744 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Umræða og fréttir Frá Læknafélagi Reykjavíkur Nýgerður kjarasamningur milli TR og LR um sérfræðilæknishjálp „Ágætu kollegar Eins og flestum ykkar mun kunnugt eru nú liðin tæp tvö ár síðan Tryggingastofnun ríkisins sagði upp samningi sínum við Læknafélag Reykjavíkur vegna sérfræðiþjónustu utan sjúkra- húsa. Á þessum árum sem síðan eru liðin hafa samningaumleit- anir staðið með nokkrum hléum nánast sleitulaust. Markmið Heilbrigðisráðuneytisins og rík- isstjórnarinnar var að spara 100 milljónir króna á sérfræðiþjón- ustu á árinu 1995. Heilbrigðis- ráðuneytið vildi koma á tilvís- anakerfi en almenn andstaða var meðal sérfræðinga gegn því og hefur reglugerð um tilvísana- kerfi nú verið frestað jafnlengi og sá samningur gildir sem gerð- ur var á milli aðila 15. ágúst 1995 eða til 31. desember 1995. Meginatriði samningsins eru þau helst að sérfræðingar gefa afslátt ef heildareiningafjöldi fyrir klínísk verk fer fram úr átta milljón einingum árið 1995 og verð á rannsóknum lækkar um 10% auk þess sem viðbótaraf- sláttur kemur ef einingafjöldi Sent þann 31. ágúst 1995: Stjórn LÍ, Sérfræðingafélagi ís- lenskra lækna, Félagi ungra lækna, Aðildarfélögum LI erlendis. fyrir rannsóknir fer fram úr 2.358.000 einingum á árinu. Ein meginkrafa samninga- nefndar TR sem í sitja jafnframt fulltrúar Heilbrigðisráðuneytis og Fjármálaráðuneytis hefur verið krafan um takmarkað að- gengi inn á samninginn. í fjöl- miðlum hafa fyrr á þessu ári fulltrúar ráðuneytisins eins og svo oft áður rætt um að sérfræð- ingar geti komið hvenær sem er erlendis frá og byrjað að senda reikninga á TR. Meðal sumra kollega hefur einnig gætt ákveð- innar óánægju með hið frjálsa aðgengi á samning sérfræðinga við TR á meðan ekki er unnt að fjölga læknum í heilsugæslunni og staðan á sjúkrahúsunum er þannig að stefnt er að fækkun lækna. Samninganefnd sérfræð- inga hefur orðið að viðurkenna það að í sumum tilvikum hafa sérfræðingar hafið starfsemi án þess að þekkja samninginn nægilega vel og hafa jafnvel ráð- herrar bent á slíkt þegar deilur stóðu sem hæst. Sérfræðingar hafa í samningaþófi síðustu ára bent á að ákveðið jafnvægi virð- ist komið á í sérfræðiþjónust- unni þannig að takmarkað að- gengi að samningnum sé óþarft enda hefur kostnaður við þjón- ustuna ekkert aukist síðastliðin þrjú ár þrátt fyrir nokkra fjölg- un sérfræðinga sem vinna eftir samningnum. f>ar sem samið var um heildarkvóta að þessu sinni var samninganefnd TR bent á það að hún tæki enga áhættu þótt sleppt væri ákvæðinu um sérstakt samþykki inn á samninginn. Eftir sem áður var þessi krafa skilyrði af hálfu TR. Til þess að milda kröfuna um samþykki TR var sett inn ákvæðið um meðmæli samráðsnefndar að frumkvæði samninganefndar sérfræðinga þar sem menn óttuðust að TR hefði ekki skilning á því að nauðsynleg endurnýjun ætti sér stað í því liði lækna sem ynni eftir samningnum. Ég hef litið svo á að þetta ákvæði gæti ein- ungis valdið einhverri töf inn á samninginn þannig að allir sér- fræðingar sem þess óskuðu yrðu samþykktir. Þar sem samráðsnefnd TR og LR skipuð tveimur aðilum úr hvorri samninganefnd hefur ekki haft neinar sérstakar reglur eða staðla til að fara eftir er hér með óskað eftir því að forystu- menn lækna og stjórnir lækna- samtaka komi með ábendingar eða hugmyndir að starfsreglum fyrir samráðsnefnd. í mínum huga ber samráðsnefnd fyrst og fremst að kynna samninginn, hvaða kröfur skulu gera til

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.