Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1995, Side 6

Læknablaðið - 15.11.1995, Side 6
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81: 770-2 770 Ritstjórnargrein Röntgen og regindjúpin Myndin hér til hliðar var merki 50. þings norrænna röntgenlækna, sem haldið var í Reykjavík 23.-26. júní 1992. Það er nú merki Félags íslenskra röntgenlækna. í kynningarbæklingi þingsins var eftirfarandi grein gerð fyrir merkinu: „Myndin setur manninn í öndvegi en skír- skotar einnig til Platonismans. Hún er þó fyrst og fremst tákn hinnar sígildu röntgenrann- sóknar, þar sem sjúklingurinn, í miðju, varpar skugga á röntgenfilmuna. Hann er umkringdur öldum, sem hann bæði hleypir í gegnum sig eða drekkur í sig, endurvarpar eða geislar út frá sér, sem er táknrænt fyrir nútíma geislagrein- ingu. En kannski lætur höfundur myndarinnar ímyndunaraflið hlaupa hér með sig í gönur, því myndin er einfaldlega „alheimsk", sýnir þróun og útþenslu allstaðar í alheiminum. Alla tíð síðan Mikli hvellur varð, hefur alheimurinn þanist út frá ofurheitu ástandi, þegar hann var baðaður í gamma- og röntgengeislum til hins svellkalda ástands vorra tíma með útvarpsöld- ur (örbylgjur) í bakgrunni hvert sem augum er litið, enduróm hita fortíðarinnar. I árdaga voru aðeins til allra léttustu frum- efnin, en síðan elduðu stjörnurnar þyngri frumefni, allt að járni. Jafnt og þétt dreifðist svo þetta efni út í geiminn í andarslitrum út- brunninna dauðadæmdra sólna, oft í spreng- ingum risanýstirna, en þá mynduðust líka enn þyngri frumefni við þau gífurlegu orkuhvörf. Ur þessum efniviði mynduðust síðan reiki- stjörnur, þá líf og að lokum þróuðust vitsmun- ir, sem hafa dreifst um jörðina. En innan geislagreiningar hefur einnig átt sér stað þróun frá þeim tíma, þegar sjúklingar lágu eingöngu baðaðir röntgengeislum til vorra daga, þegar þeir liggja líka inni í ofurköldum segli baðaðir útvarpsöldum.“ Við þessa greinargerð má ýmsu bæta til skýr- ingar, en aðeins eftirfarandi verður þó nefnt: Röntgengeislar eru rafsegulöldur með hárri tíðni, það er þeir eru orkumiklir og samsvara háum hita. Við nútíma myndgreiningu eru aðr- ar öldulengdir og raunar aðrar orkubylgjur líka notaðar, til dæmis útvarps- og úthljóðsöldur. Því er öldumyndunin ofan úr efra horni mynd- arinnar líka tákn segul- og ómskoðunar, en þá myndast endurómur, táknaður með hringöld- um umhverfis hinn miðlæga sjúkling. Innrauð- um geislum og gammageislum er og beitt í geislagreiningu, og endurspeglar hringaldan því einnig þær rannsóknir. Hinn lifandi maður í myndinni er settur í miðju eins og sjúklingurinn á ætíð að vera mið- lægur sem einstaklingur, þrátt fyrir hinn kalda, öngvísa og tæknivædda heim læknavísindanna. Myndin er og skírskotun til hinnar þekktu hellislíkingar Platons og vekur spurningar um hvar sannleikurinn liggur. Raunhyggjumenn, eins og lærisveinn Platons, Aristoteles, finna hann eins og geisllegir læknar í skuggamynd- inni, en hughyggjumenn, eins og Platon, sjá hið eina sanna, LOGOS (orðið) í brennidepli æðra hægra horns myndarinnar. En kannski ættu menn að vera oftar í sporum skuggans, og sjá sannleikann bera við himin, eins og gerðist í sólmyrkva 1919, þegar vísindamenn sáu ekki sólina fyrir tunglinu, en staðfestu þá um leið að geislar stjarnanna sveigðust að sólinni eins og Einstein hafði spáð með hinni almennu afstæð- iskenningu aðeins fjórum árum áður. í skugga mánans birtist þessi sannleikur. Að lokum á myndin að minna á hugmynd Forn-Grikkja um smáheim (microcosmos) inn- an stórheims (macrocosmos), það er manninn eins og smækkaða mynd alheimsins, hugmynd, sem hefur gengið eins og rauður þráður í gegn- um heimspekisögu Vesturlanda. Orð Snorra Sturlusonar í Snorra-Eddu tjá þessa hugmynd: „Þat hugsuðu þeir ok undruðust, hví þat myndi gegna, er jörðin ok dýrin ok fuglarnir höfðu saman eðli í sumum hlutum ok þó ólík at hætti.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.