Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1995, Side 7

Læknablaðið - 15.11.1995, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 771 Merki Félags íslenskra röntgenlœkna. Hönnuður merkisins er Sigurður V. Sigurjónsson röntgenlœknir. Þat var eitt eðli, að jörðin var grafin í hám fjallatindum og spratt þar vatn upp, ok þurfti þar eigi lengra at grafa til vatns en í djúpum dölum. Svá er ok dýr ok fuglar, at jafnlangt er til blóðs í höfði ok fótum. Önnur náttúra er sú jarðar, at á hverju ári vex á jörðunni gras ok blóm, ok á sama ári fellr þat allt ok fölnar, svá ok dýr ok fuglar, at vex hár ok fjaðrar ok fellr af á hverju ári. Þat er in þriðja náttúra jarðar, þá er hon er opnuð og grafin, þá grær gras á þeiri moldu, er efst er á jörðunni. Björg ok steina þýddu þeir móti tönnum og beinum kvikenda. Af þessu skilðu þeir svá, at jörðin væri kvik ok hefði líf með nökkurum hætti, ok vissu þeir, at hon var furðigliga gömul at aldar- tali ok máttug í eðli. Hon fæddi öll kykvendi, ok hon eignaðist allt þat, er dó. Fyrir þá sök gáfu þeir henni nafn ok tölðu ætt sína til henn- ar.“ Kannski er nýjasta afbrigði þessarar hug- myndar svonefnt mannhorf (the anthropic principle), sem segir að alheimurinn með sína eðlisfræðilegu fasta, sé sniðinn að athugandan- um, manninum, og sjái alheimurinn þannig sjálfan sig í skuggasjá mannsins. Hinn miðlægi maður verður eins og mælistika alls. En svo að við komum niður á jörðina aftur eitt augnablik, þá hefur Röntgen ekki aðeins gert vísindunum kleift að kafa inn í svarthol mannslíkamans (microcosmos) án innrásar í hann (non-invasivt), heldur enn dýpra, bæði inn á við og út á við. Vísindin hafa með aðstoð þessara geisla kafað niður í heim öreindanna (nanocosmos) og leitt í ljós gerð rafeindahvolfa frumeindanna og hvernig frumeindirnar raða sér og byggja upp kristalla (crystalographia). Þannig uppgötvaðist hinn tvöfaldi hringstigi sameindar erfðaefnisins, DNA. Nú á síðustu árum hafa menn svo kafað út í regindjúp himingeimsins með röntgengeisla að leiðarljósi og skoðað hin ósýnilegu svarthol. Uppgötvast hafa svokallaðar röntgenstjörnur. Ein þeirra er í stjörnumerkinu Svaninum og kallast Cygnus X-l. Þar sjá menn með ljós- sjónaukum bláa risastjörnu, sem hringsnýst ásamt ofurþungum ósýnilegum fylgihnetti um- hverfis sameiginlegan þyngdarpunkt. Hér er því um tvístirni að ræða. Á efri forsíðumynd þessa blaðs sést hvernig lofttegundir sogast frá bláu stjörnunni og mynda hvirfil umhverfis ósýnilegan fylgihnött- inn. Þessi hnöttur hefur einhvern tímann verið skínandi risastjarna, sem er nú útbrunnin og rokin að mestu út í geiminn. En öskustóin, sem eftir varð hefur þó verið svo efnismikil og þyngdarsviðið svo sterkt, að hún hefur hrunið saman með slíku afli að ekkert gat losnað úr viðjum hennar, ekki einu sinni ljós, og jafnvel ekki fuglinn Fönix. Þess vegna er hún ósýnileg og kallast fyrirbærið svarthol (black hole). í miðju þess er svokölluð sérstæða (singularity), þar hverfur tími og rúm. Þar ríkir óendanleik- inn. Við erum að komast á heimsenda. Svarthol er enn einn ávöxtur almennu af- stæðiskenningar Einsteins, þótt Einstein sjálf- ur vildi ekki gangast við þessu afkvæmi sínu, sem raunar aðrir unguðu út. Cygnus X-1 rönt- genstjarnan er fyrsta og besta hugsanlega dæm- ið um svarthol, sem menn hafa hingað til upp- götvað. Einfaldasta vísindalega skýringin á fyrirbærinu og þeim gífurlegu orkuhvörfum, sem mynda þvflíka geislauppsprettu, er hið geysisterka þyngdarsvið umhverfis svartholið. Þegar efnið frá fylgistjörnunni fellur niður í dauðadjúp þyngdarsviðsins breytist staðorka í hraðaorku, sem síðan birtist í gífurlegum hita, sem nær því stigi, sem samsvarar rafsegulöld- um með tíðni röntgengeisla. Þetta er sambærilegt við það sem gerist í röntgetækinu, sem sést á neðri forsíðumynd-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.