Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1995, Síða 13

Læknablaðið - 15.11.1995, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 777 sóknunum gætu kynnt sér þær auðveldlega og þróað þær áfram. Hann hlaut nóbelsverðlaun- in fyrir uppgötvun sína árið 1901. Fyrstu röntgenrannsóknirnar Menn þekktu ekki eðli geislanna og voru misvarkárir. Ludwig Zehnder í Freiburg ætlaði að taka nokkrar myndir af líkama og setja þannig saman mynd af allri beinagrindinni. Hann notaði heilbrigðan 14 ára dreng sem myndefni. Eftir fyrstu myndina, sem var af brjóstholinu kvartaði drengurinn yfir sviða á brjóstkassanum og komu þar brunasár. Var hann í framhaldi af því lagður á spítala, en beið ekki tjón af. Þetta var fyrsti röntgenbruni sög- unnar. Zehnder hélt ótrauður áfram og höfuð- kúpumyndin var af samstarfsmanni hans og var tökutíminn ein klukkustund. G. Kaiser (1873-1923) í Vínarborg fram- kvæmdi fyrstu röntgenrannsóknina í læknis- fræðilegum tilgangi, og eru röntgenmyndir hans meðal fyrstu röntgenmyndanna sem tekn- ar voru. Það var í desember 1895. Fyrsta æða- rannsóknin var einnig gerð í Austurríki 17. jan- úar 1896, en það voru E. Haschek og O. Lind- enthal sem sprautuðu Teichmann’s lausn, sem aðallega er úr krítarmassa, í slagæðar í aflim- aðri hendi. Peir sáu æðarnar í miðhöndinni og fingrunum en gátu ekki greint grunnu æðarnar frá þeim djúpu. Fyrstu röntgentækin Menn fóru fljótlega að reyna að þróa rönt- gentæki og fyrsta merka uppgötvunin var tæki sem gerði beina skoðun á líkamanum mögu- lega, fremur en að mynda hann. Slíku tæki var fyrst lýst af ítölskum eðlisfræðingi, Enrico Sal- vioni, í febrúar 1896. Við notkun á þessu tæki var hægt að vera í herbergi með lýsingu, þar eð það krafðist ekki myrkvunar. Tæki þetta var rör með ljómunarskjá í öðrum endanum og opi fyrir augun í hinum, eins og nokkurs konar kíkir. Ef röntgengeislum var beint að skjánum lýstist hann upp og væri röntgenþéttur hlutur settur milli kíkisins og geislagjafans kom dökk- ur skuggi á skjáinn. Þetta var upphaf skyggni- tækninnar, sem fleiri þróuðu síðan. Thomas A. Edison hafði brennandi áhuga á þróun vísindanna. Tveimur dögum eftir að fréttir um uppgötvun Röntgens bárust til fréttablaða í New York byrjaði hann ásamt aðstoðarmönnum sínum að vinna með rönt- gengeisla. Á sýningu í New York í maí 1896 vakti skyggnivinna hans mikla athygli. Aðstoð- armaður hans, að nafni Dally, sýndi tækið á hverjum degi. Fólk kom í löngum röðum til að sjá hendur sínar í skyggningu, einnig höfðu þeir opinn ljómunarskjá sem menn gengu fram hjá. Miklu fleira fólk kom en þeir áttu von á. Aðstoðarmenn Edisons urðu að takast á við hræðslu, vantrú og kátínu fólksins þegar það skoðaði líkamshluta sína í skyggningu. Dally dó átta árum síðar úr brunasárum af völdum ofgeislunar. Þrátt fyrir það var Edison, eins og flestir sem unnu við röntgen, ákafur stuðnings- maður skyggningar. Edison skrifaði í apríl 1896: „Það er engin ástœða til þess að vera að taka myndir, þegar hægt er að sjá þetta allt í einni svipan í skyggningu. “ Notkun skyggningar við greiningu Sá sem fyrstur manna notaði opna skyggni- skjáinn að staðaldri var Francis Williams frá Boston, oft kallaður fyrsti ameríski röntgen- læknirinn. Hann var lyflæknir og heillaðist af möguleika skyggniskjásins til aðstoðar við greiningu á hjarta- og lungnasjúkdómum. Williams skrifaði fyrstu amerísku fræðibókina um röntgen árið 1901. Hún hét The Roentgen Rays in Medicine and Surgery. Mágur hans, William Rollins, þróaði nokkru síðar (1904) tæki kallað Seehear og var það sambyggt skyggnitæki og hlustunarpípa. Þetta tæki gerði mönnum kleift að hlusta á hjartslátt og öndun- arhljóð meðan horft var á hjarta- og lungna- hreyfingar. Rollins var einn þeirra fyrstu sem hugsuðu um geislavarnir. Hann vann að ýmsum breyt- ingum til þess að draga úr geislun og var það ljóst að skyggningin orsakaði mun meiri geisl- un á sjúkling og lækni en myndataka. Hann áleit að skyggnitækið yrði að hafa blýgler bak við skyggniskjáinn, annars væri röntgenlæknir- inn alveg óvarinn. Auk þess ætti að verja sjúk- linginn með blýi, nema þau svæði sem rann- saka ætti. Einnig ætti skoðandinn að nota blý- grímur með blýgleri fyrir augun, en á þessum tímum sátu skoðendurnir óvarðir í geislaflóð- inu handan skyggniskjásins. Geislun í meðferðarskyni Árið 1896 voru röntgengeislar notaðir í með- ferðarskyni í fyrsta sinn. Freund (1868-1943), sem var húðsjúkdómalæknir í Vínarborg, með- höndlaði með geislun fimm ára stúlku sem hafði stóran hærðan fæðingarblett á bakinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.