Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1995, Side 15

Læknablaðið - 15.11.1995, Side 15
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 779 Gamaldags skyggning. beinni ástungu. Sama ár þræddi Werner Forss- mann æðalegg í gegnum bláæð á handlegg inn í sitt eigið hjarta. Hann gaf sjálfum sér natríum joðíð í shkan æðalegg tveimur árum síðar. Á þeirri rannsókn voru lungnaslagæðarnar það eina sem sást vel, en hann hafði engu að síður sannað að þetta var hægt. Rannsóknir W. Forssmann hlutu ekki náð fyrir augum Sauerbruch prófessors sem var þá frægasti brjóstholsskurðlæknirinn. Hann kvaðst reka sjúkrahús fyrir sjúklinga en ekki fjölleikahús. Forssmann átti erfitt með að fá vinnu eftir þetta. Hann hlaut þó loks viður- kenningu þegar hann fékk nóbelsverðlaunin 1956 ásamt tveimur amerískum læknum fyrir upphafsvinnu í hjartaþræðingum í greiningar- skyni. Rannsóknir á taugakerfi Röntgenrannsóknir á taugakerfinu ein- skorðuðust lengi við leit að aðskotahlutum og brotuni. Sá sem fyrstur notaði röntgenrann- sókn við greiningu á sjúklingi með einkenni frá taugakerfi var Harvey Cushing, sem stundum hefur verið nefndur faðir taugaskurðlækninga. Fyrstu röntgenmyndir hans voru teknar í nóv- ember 1896 og voru af hálsliðum sjúklings sem hafði verið skotinn í hálsinn og í framhaldi af því fengið heilkenni Brown-Séquard. Næstu 20 árin einskorðuðust röntgenrann- sóknir á taugakerfi aðallega við rannsóknir á höfuðkúpu, og kom árið 1912 út bók um það efni, eftir Arthur Schuller, sem var austurrísk- ur læknir. Par er lýst hinum ýmsu mismunandi kölkunum í heila bæði eðlilegum og sjúkleg- um. Loftencephalógrafía (heilahólfarannsókn með lofti) var næsta merka uppgötvun í þess- um fræðum. Það var Walter Dandy sem gerði þá rannsókn fyrstur ntanna árið 1918. Fundið var út að heilaæxli innihéldu stundum kalk, og urðu þannig sýnileg á röntgenmynd, en það var oft seint í sjúkdómsferlinu. Þess vegna ákvað Dandy að athuga möguleikann á að fylla heila- hólfin af efni sem sést á röntgenmynd. Þannig

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.