Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1995, Síða 21

Læknablaðið - 15.11.1995, Síða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 783 Upphaf röntgenlækninga á íslandi Brautryðjandinn Ásmundur Brekkan The commencement of radiology in Iceland — the pioneer Brekkan A Læknablaðið 1995; 81: 783-9 This essay deals with the pioneering work of Dr. Gunnlaugur Claessen (1881-1948), who introduced radiology into Iceland under very adverse condi- tions in 1914. His lifelong work and progress as a leader and teacher within that field is described. Dr Claessen was the founder and first chief of the Roentgen-Department of Landspitalinn University Hospital, from 1930 till his death. Inngangur Er Wilhelm Konrad Röntgen hafði skýrt frá uppgötvun sinni á jónandi geislum sem höfðu einstaka eiginleika til að smjúga um vefi, og gert grein fyrir eðlisfræðilegum eigindum þeirra á eftirminnilega skýran hátt í frægri grein sinni, Uber eine neue Art von Strahlen, í tímariti raunvísindadeildar háskólans í Wúrzburg, rétt fyrir áramótin 1895-1896, breiddist sú vitneskja um allar jarðir með ótrú- legum hraða. Skýringanna á því hve fljótt menn brugðust við, bæði í Evrópu og Banda- ríkjunum, er að finna í þeirri staðreynd að um þetta leyti voru starfræktar öflugar eðlisfræði- deildir við flestar stærri menntastofnanir, þró- un og rannsóknir á raftækni og rafsegulfyrir- bærum voru talsvert langt á veg komnar og fyrir hendi ýmis þau tól sem á þurfti að halda til framleiðslu á X-geislunum, eins og Röntgen sjálfur nefndi þá. Innan eins árs frá uppgötvun Röntgens voru komin í notkun tæki, sem á þess tíma mæli- kvarða voru vel nýtileg til orkugjafar, og sér- Frá röntgen- og myndgreiningardeild Landspítalans, 101 Reykjavík. smíðaðir katóðulampar til umbreytingar ork- unnar í jónandi geisla. Háspennar og milli- spennar voru þegar til á alniennum markaði, meðal annars vegna símalagna og ýmissa raf- orkuframkvæmda. Þetta gerðist ekki einvörð- ungu í stóru löndunum, Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Á Norðurlöndum voru menn mjög fljótir að taka við sér, til dæmis voru komin fjögur röntgentæki í notkun í Dan- mörku fyrir aldamótin 1900. Fyrsta tækið sem sett var upp á sjúkrahúsi þar var tekið í notkun á Kommunehospitalet 20. október 1896! Um aldamótin og reyndar um nokkurt árabil þar á eftir voru hins vegar ekki fyrir hendi neinar þær forsendur hér á landi til að innleiða þessa tækni. Ekki þarf að fjölyrða um ástand mála til lands og sjávar um aldamótin; þjóðin rétt að byrja að rétta úr kútnum eftir tveggja alda náttúruhamfarir, fátækt og umkomuleysi, vegakerfi ekkert, þilskip örfá og verslun enn að miklu leyti í höndum útlendinga. Þrátt fyrir stjórnarskrá og Alþingi má segja að ísland hafi verið á svipuðu róli og einstök ömt í Dana- veldi, þó án þeirrar samhjálpar, fjárhagslega og félagslega, sem eðlilega leiddi af nábýlinu innan Danmerkur sjálfrar. Um aldamótin var íbúafjöldi alls landsins um 80.000, í Reykjavík bjuggu 6850 manns, en fjölgaði í 11.500 á næstu 10 árum. Áratuginn eftir aldamótin ríkti hér mikil og öflug þjóðernis- og framfarastefna. Orsakir og hvatar þess voru af ýmsum toga: Ungmennafé- lags- og lýðmenntahreyfing var að eflast, en ekki síst olli flutningur ráðherraembættis inn í landið straumhvörfum, svo og aukin umsvif verslunar og útgerðar. Þá var stofnun Háskóla íslands árið 1911 allri menntun og menningu augljóslega ómælanleg lyftistöng. Ýmsar aðrar tækniframfarir, svo sem vega- og orkumál, sátu þó enn nokkuð á hakanum. Þetta er lausleg lýsing á ástandinu sem blasti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.