Læknablaðið - 15.11.1995, Síða 36
796
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
Number Borgarspítalinn
Age groups
4a
Number Landspítalinn
Age groups
4b
Age groups
4c
Figure 4 a-c. Distribution ofx-ray examinations according to
age and sex in 3 imaging departments.
meirihluti (mynd 4a). Ljóst er að þetta mynst-
ur helgast af sérstöðu Borgarspítala sem slysa-
spítala. Á sama hátt er hlutfall barna 0-9 ára
sýnu hærra á Landspítala en á meðaltalstöflu
(mynd 4b), og stafar af staðsetningu og starf-
semi barnaspítala og bráðamóttöku hans. At-
hyglisvert er einnig hve aldurs- og kynjadreif-
ing sjúklinga sem komu til rannsókna á rönt-
gendeild FSA kemur vel heim og saman við
landsmeðaltalið (mynd 4c).
Lokaorð
Yfirlit sem þetta gefur vísbendingu um þró-
un myndgreininga, þegar borið er saman við
eldri uppgjör og alþjóðlegar heimildir.
Það veitir möguleika á mati á geislaálagi
vegna myndgreininga með jónandi geislun og
verður áfram unnið úr þeim gögnum.
Fjöldi myndgreiningarrannsókna miðað við
íbúafjölda reynist fremur hár á alþjóðlegan
mælikvarða, en jafnframt kemur í ljós, að eftir-
lit sérfróðra lækna með rannsóknum er gott,
þar sem tæplega 93% allra rannsókna eru
framkvæmdar á sérdeildum eða undir umsjá
sérfræðinga.
Á hinn bóginn veitir þetta yfirlit okkur ekki
næga vitneskju um áhrif breyttra vinnuferla,
sem tengjast notkun jónandi geislunar í sjúk-
dómsgreiningu og -meðferð.
Á umliðnum áratug hefur notkun röntgen-
skyggninga við flóknar rannsóknir, svo sem
æðaþræðingar og -aðgerðir auk margvíslegra
annarra tilvika, stóraukist og veldur nokkrum
áhyggjum, ekki aðeins hérlendis (10). Þá fer
mjög vaxandi notkun röntgenskyggnimagnara
við bæklunar- og kögunaraðgerðir á skurðstof-
um. Ófullnægjandi skráning er á notkun
skyggnitækja á skurðstofum stóru sjúkrahús-
anna. Með breyttri skurðtækni og vaxandi
fjölda umfangsmikilla bæklunaraðgerða, auk
ýmissa viðvika vegna hjartaaðgerða, einkum
hjá börnum, verður ekki hjá því komist, að
fleiri koma að þessum skyggningum en sér-
menntað starfslið á því sviði. Tækniþróun
slíkra skyggnitækja hefur á síðustu árum tekið
mjög mið af þessari vaxandi notkun skyggn-
inga, og sé rétt að staðið má takmarka mjög
geislaskammta (11). Samt verður að búast við,
að hér sé alvarlegt mál á ferðinni, sem snertir
ekki einungis geislun á sjúklinginn heldur einn-
ig starfsliðið. í áframhaldandi rannsóknum og
viðleitni til umbóta mun sérstaklega verða tek-
ið á þessu efni og leitast við að koma á fullnægj-