Læknablaðið - 15.11.1995, Síða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
799
Æðagúlsbelgur í beini í
höfuðkúpubotni
Sjúkratilfelli
Örn Smári Arnaldsson11, Þórir Ragnarsson21
Arnaldsson ÖS, Ragnarsson Þ
Aneurysmal bone cyst, following a skull trauma. A
case report
Læknablaðið 1995; 81: 799-802
Aneurysmal bone cysts are benign lesions of bone
occuring both as a primary lesion and associated
with other lesions. Involvement of the skull is rare
and no report of such a lesion of the skull base
following a skull trauma could be found. This report
describes such a case with a long term follow-up.
This case demonstrates the radilogical features of
skull aneurysmal bone cyst and the difficulty in path-
ological diagnosis.
Inngangur
Æðagúlsbelgur í beini (aneurysmal bone
cyst) er góðkynja meinsemd sem veldur úrátu í
beini. Orsök er óþekkt. Beinbelgir verða oft
fyrirferðarmiklir og greinast langoftast á fyrstu
þremur áratugum mannsævinnar. Talið er að
um 80% tilfella greinist fyrir 20 ára aldur.
Meinsemdin þekkist bæði sem frummeinsemd
en einnig sem fylgimeinsemd meðal annars í
kjölfar áverka eða beinbrota. Æðagúlsbelgur í
beini getur greinst í flestum beinum líkamans
en er langalgengastur, eða 60-70%, í eftirtöld-
um beinum í þessari röð: Sköflungi, hrygg,
lærlegg, upphandlegg, mjaðmagrind ogdálki. í
smábeinum handa og fóta er tíðnin 10-14%.
Meinsemdin er sjaldgæf í höfuðkúpu. Skráð
Frá "röntgendeild Borgarspítala, 2,heila- og taugaskurðdeild
Borgarspítala. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Örn Smári Arnalds-
son, röntgendeild Borgarspítala, 108 Reykjavík.
eru tilfelli í hnakkabeini, gagnaugabeini og
ennisbeini.
Eftirfarandi grein lýsir tilfelli sem fylgst hef-
ur verið með í rúman áratug frá því að bein-
skemmd greindist í höfuðkúpubotni.
Sjúkrasaga
Um er að ræða karlmann sem varð fyrir slysi
í september 1980 þá 28 ára gamall. Hann fékk
verulegt höfuðhögg og missti meðvitund í
nokkrar mínútur. Við komu á sjúkrahús kvart-
aði hann um slæman höfuðverk og ógleði og
kastaði upp. Mar sást hægra megin á höfði.
Röntgenrannsókn á höfuðkúpu og andlitsbein-
um leiddi ekki í ljós brot. Skoðun og einkenni
voru þó talin benda til brots í höfuðkúpubotni.
Eftir þennan áverka fór að bera á slæmum
höfuðverkjaköstum, staðsettum aftan til við
hægra auga. Vegna þessa var gerð tölvusneið-
myndarannsókn í júlí 1982 (mynd 1) sem leiddi
ekki í ljós neitt athugavert. Rannsókn þessi
beindist umfram allt að heilanum en ekki að
höfuðkúpubotninum. Tækið sem þá var í notk-
Mynd 1. Tölvusneiðmynd í júlí 1982. Byrjandi beinþynning í
botni tyrkjasöðuls hœgra megin.