Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1995, Qupperneq 55

Læknablaðið - 15.11.1995, Qupperneq 55
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 811 lingum sé ekki mismunaður að- gangur að heilbrigðisþjónustu eftir fjárhag, búsetu og sjúk- dómi. V Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 29. og 30. september 1995 að Hlíðasmára 8 í Kópavogi beinir því til stjórn- ar Læknafélags Islands að félag- ið veiti fjárhagslegan stuðning við endurreisn Gudmanns Minde og stuðli þannig að varð- veislu fyrsta sjúkrahúss á Akur- eyri, stofnun Lækningaminja- safns og eflingu félagslegrar að- stöðu Læknafélags Akureyrar. Fundurinn mælir með einnar milljónar króna framlagi í verk- efnið á fjárhagsárinu 1996. Jafn- framt verði stjórninni falið að gera úttekt á lækningasöguleg- um minjum á íslandi og móta stefnu um varðveislu þeirra. VI Aðalfundur Læknafélags Is- lands haldinn dagana 29. og 30. september 1995 að Hlíðasmára 8 í Kópavogi felur stjórn félags- ins að skipa nefnd til að kanna hvort þörf sé á að taka upp skipulega heilbrigðisþjónustu fyrir lækna og annað heilbrigð- isstarfsfólk, og ef svo er hvernig að því skuli staðið. Einnig telur fundurinn að víkka eigi starf handleiðsluhóps vegna áfengis- mála þannig að hann styðji og hjálpi læknum sem eiga í erfið- leikum í starfi. VII Aðalfundur Læknafélags Is- lands haldinn dagana 29. og 30. september 1995 að Hlíðasmára 8 í Kópavogi skorar á ríkisstjórn og Alþingi að efla baráttu gegn reykingum, til dæmis með því að stórhækka tóbaksverð og takmarka tóbakssölu. Al- mannaheill krefst þess þar sem reykingar hafa aukist meðal ungs fólks. Nýlegar rannsóknir sýna að af 1000 ungmennum, sem reykja í dag, muni 500 deyja af völdum tóbaksneysl- unnar, þar af 250 langt um aldur fram og fara að jafnaði á mis við 20-25 lífár. Það er fráleitt að stjórnvöld fjalli um tóbak eins og hverja aðra nauðsynjavöru, sem markaðslögmál gildi um. Tóbak er í senn lífshættulegt eit- urefni og jafnframt fíkniefni og ber að umgangast það sem slíkt og á ekkert erindi inn í fram- færsluvísitölu landsins. VIII Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 29. og 30. september 1995 að Hlíðasmára 8 í Kópavogi skorar á yfirvöld heilbrigðismála að gera átak til að styðja við gæðaþróun í heil- brigðisþjónustu með því að stofna gæðaráð. I gæðaráði skulu eiga sæti tilnefndir full- trúar frá landlæknisembætti, læknadeild Háskóla íslands, Sérfræðingafélagi íslenskra lækna, Félagi íslenskra heimilis- lækna og Læknafélagi íslands. Skal ráðið, í samvinnu við sér- fræðihópa, stjórnir stofnana og viðeigandi félög lækna, til dæm- is stuðla að gerð markvissra tækja til gæðaþróunar, gerð gagnagrunna um starfsemi og árangur í íslenska heilbrigðis- kerfinu og tryggja síðan að læknar og aðrir heilbrigðis- starfsmenn geti nýtt sér gagna- grunnana til samanburðar við eigin árangur í starfi. Skal nefndin enn frernur tryggja að- gang að sambærilegum gagna- grunni erlendum til frekari sam- anburðar. IX Aðalfundur Læknafélags fs- lands haldinn dagana 29. og 30. september 1995 að Hlíðasmára 8 í Kópavogi skorar á yfirvöld heilbrigðismála að gera átak til að styðja við markvissari kostn- aðargreiningu í heilbrigðisþjón- ustu með því að stofna rekstrar- ráð. í rekstrarráði skulu eiga sæti tilnefndir fulltrúar land- læknisembættis, samninga- nefnda sérfræðinga og heimilis- lækna við TR, Læknafélags ís- lands og fulltrúar heilbrigðis- ráðuneytis og TR. Skal ráðið hafa aðgang að gagnagrunni TR um utansjúkrahúsaþjónustu, þar sem fram kemur kostnaður af starfsemi einstakra lækna, læknastofa og heilsugæslu- stöðva og eins um tryggingar- kostnað einstakra sjúklinga og sjúklingahópa; að sjálfsögðu þó innan þeirra marka, sem trún- aður leyfir. Niðurstöður skulu síðan gerðar aðgengilegar lækn- um og stjórnendum. Samráðs- nefndir samninganefnda lækna við TR skulu hafa vald til að óska eftir skýringum þegar þurfa þykir og grípa til viðeig- andi aðgerða séu skýringar ekki fullnægjandi. X Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 29. og 30. september 1995 að Hlíðasmára 8 í Kópavogi telur að farsæl samskipti sjúklings og læknis byggist á frjálsu vali sjúklings á þeim lækni sem hann kýs. XI Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 29. og 30. september 1995 að Hlíðasmára 8 £ Kópavogi telur að eftir deilur um tilvísanaskyldu á síðastliðn- um vetri sé þörf jákvæðrar um- ræðu um skipan heilbrigðis- mála. Fundurinn telur óhjá- kvæmilegt að í slíkri umræðu verði tekið tillit til stöðu og hlut- verks sjálfstætt starfandi sér- fræðinga í íslenskri heilbrigðis- þjónustu. Fundurinn fagnar þeirri endurskoðun sem heil- brigðisráðherra boðar á Heil- brigðisáætlun íslands og leggur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.