Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1995, Side 59

Læknablaðið - 15.11.1995, Side 59
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 813 íðorðasafn Málfar á fræðslufundum Fyrir nokkru hlýddi undirrit- aður á læknisfræðilegan fyrir- lestur, sem haldinn var á virðu- legum fræðslufundi á íslenskri sjúkrastofnun. Auk fyrirlesara og fundarstjóra höfðu tugir manna úr ýmsuin starfshópum safnast saman til að hlýða á for- vitnilega frásögn af fræðilegum nýjungum í tiltekinni grein. Fyrirlesarinn hafði augljóslega lagt mikla vinnu í undirbúning- inn og vildi án efa sýna fræðun- um og áheyrendum sínum fulla virðingu. Hann var vel greiddur og vel klæddur og notaði aug- ljósa þekkingu sína á efninu til að vekja hrifningu og áhuga við- staddra. í>ó var eins og honum hefði ekki kornið í hug að tiiefn- inu hæfði vandað íslenskt mál- far. Erlendu sletturnar gengu yfir áheyrendur eins og fyrir- lesarinn væri þátttakandi í óformlegum kaffistofuumræð- um í þröngum hópi jafningja. Nýjustu hugtökin á fræða- sviði fyrirlesara birtust flest í ensk-amerískum útgáfum án þess að tilraun væri gerð til ís- lenskunar. Sárast var þó að hlusta á slettur í stað algengra og almennt viðurkenndra ís- lenskra fræðiorða. Notað var heitið cancer í stað krabba, tumor í stað æxlis. malign í stað illkynja. benign í stað góðkynja, extension í stað útbreiðslu, infil- tration í stað íferðar, organ í stað líffæris og lesion í stað meins eða meinsemdar. Að auki var erlendum vefja- og líf- færaheitum óspart slett: mucosa í stað slímhúðar, submucosa í stað slímhúðarbeðs, colon í stað ristils og pancreas í stað briskirt- ils. Loks voru ýmis almenn er- lækna 71 lend orð notuð án þýðingar: op- eration í stað aðgerðar, problem í stað vandamáls, correlation í stað samanburðar og combina- tion í stað samsetningar. Fram- antalið hefði flest mátt lagfæra án mikillar fyrirhafnar og án þess að fyrirlesturinn yrði hlað- inn óskiljanlegum nýyrðum. Nýju hugtökin, sem hvergi er að finna í læknisfræðiorðabókum, eru hins vegar erfiðari viðfangs og skal fyrirlesari í reynd ekki gagnrýndur vegna þeirra. Hitt má þó benda á að Orðanefnd læknafélaganna er ávallt reiðu- búin til aðstoðar. Carcinoma in situ Starfshópur Orðanefndar ræddi nýlega um hugtakið carcinoma in situ. I Iðorðasafni lækna er það nefnt staðbundið krabbamein, en það er að mati undirritaðs ekki nægilega sér- tækt heiti. Læknisfræðiorðabók Stedmans skilgreinir carcinoma in situ á þann veg að um sé að ræða meinsemd sem einkennist af þeim frumubreytingum sem tengjast ífarandi krabbameini, en er bundin við þekju og án vefjafrœðilegra ummerkja um ífarandi vöxt. I sama streng taka aðrar skilgreiningar. Læknis- og líffræðiorðabók Wileys bætir því við að meinsemdir af þessu tagi finnist oftast í leghálsi og húð, en einnig í berkju-, vél- inda-, leggangna-, legslímu-, maga- og ristilþekju. Til viðbót- ar má nefna ganga og kirtil- blöðrur í brjóstum. Almennt er gert ráð fyrir að carcinoma in situ sé vís fyrirboði ífarandi vaxtar, krabbameins sem þrengir sér inn í aðlæga vefi. Þarna er sem sagt um að ræða fullmyndað krabbamein, en þó örsmátt og bundið við þekju slímhúðar, húðar eða kirtils. Nýlegt samheiti er intraepitheli- al carcinoma, innanþekju- krabbamein. Situs er latneskt orð sem vissulega er oft þýtt með ís- lenska orðinu staður, en aðrar tilgreindar þýðingar eru: lega, staða, ástand, starf, afstaða og bygging eða byggingarlóð. In situ merkir þá einfaldlega: „á stað“, og þá vísar heitið carcin- oma in situ cervicis uteri í krabbamein á einhverjum stað í leghálsi. Merkingin er þó sér- tækari en lesa má beint úr orð- unum. Meinið skal vera bundið við þekju leghálsslímunnar, en má vera útbreitt innan þekjunn- ar, til dæmis svo að það nái um alla fjórðunga leghálsins. Heitið má hins vegar ekki nota um ör- lítið ífarandi krabbamein, þó það sé bundið við einn af fjórð- ungum leghálsins, því að ífar- andi krabbamein er ekki lengur innan þekju. Setkrabbamein I fyrrgreindri umræðu starfs- hópsins kom fram sú hugmynd að carcinoma in situ skyldi heita setkrabbamein. Undirrituðum líkar hugmyndin mjög vel. Orð- ið set má finna í Orðabók Menningarsjóðs og meðal til- greindra merkinga eru: sœti, bekkur, upphœkkaður pallur og stóll. Heitið setkrabbamein má því skilja þannig að um sé að ræða krabbamein sem enn situr kyrrt í sæti (seti) sínu. Heitið er að auki lipurt og mun meðfæri- legra en innanþekjukrabba- mein. Jóhann Heiðar Jóhannsson

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.