Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1995, Síða 66

Læknablaðið - 15.11.1995, Síða 66
820 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 II. Virðið læknisstarfið og sýnið ábyrgð. III. Varðveitið leyndarmál sjúklinga. IV. Fræðið og fræðist af öðrum. V. Þekkið eigin takmarkanir og hæfni annarra. VI. Sýnið vammleysi í starfi og líferni. VII. Virðið hefðir stéttarinn- ar.“ (2) Þegar ofannefndar skyldur og viðmið eru skoðuð er augljóst að ágreiningur getur komið upp milli þeirra. Það getur orðið árekstur milli skyldna gagnvart sjúklingi og skyldna gagnvart samfélaginu. Einnig getur kom- ið upp ágreiningur milli þagnar- skyldunnar og skyldna gagnvart samfélaginu eða þá gagnvart ákveðnum einstaklingum sem eru í viðkvæmri stöðu gagnvart þeim sjúklingi sem læknirinn hefur til meðhöndlunar. Það reynir á siðferðilega dómgreind þess manns sem lendir í sið- ferðilegu vandamáli. Hann þarf að skoða vel hvaða siðferðilegu verðmæti eru í húfi og hvaða rök hníga að verndun hvers fyrir sig. Hann þarf að skoða vel þær aðstæður sem eru til staðar og hvaða möguleikar eru í stöð- unni. Hann þarf svo að finna bestu siðferðilegu rökin með og móti hverju fyrir sig. Síðan þarf hann að taka þá siðferðilegu ákvörðun sem studd er bestu rökunum og breyta í samræmi við hana. Réttindi Sigurður Líndal hefur nú þegar minnst á sum af réttind- um lækna sérstaklega þau sem eru lagaleg* og mun ég einungis nefna tvenns konar réttindi. Annars vegar þau réttindi að hafa lögverndað starfsheiti. Þeim réttindum fylgir að geta *Erindi Siguröar Líndal mun birtast í næsta tölublaði Læknablaösins. haft faglegt og um leið siðferði- legt eftirlit með þeim sem æskja inngöngu inn í læknafélagið eða eru orðnir félagar. Góðar siða- reglur fagfélags eru nokkurs konar mælikvarði á það hversu mikinn metnað félagið hefur til að gera breytni félagsmannanna sem besta. Hins vegar geta siða- reglurnar auðvitað ekki tryggt siðferðilega breytni, þær eru einungis viðmiðun. Hitt atriðið sem ég mun nefna í sambandi við réttindi lækna sést í 7. grein Codex Ethicus og hljóðar svo: „Það er meginregla að lækni er frjálst að hlýða samvisku sinni og sannfæringu. Hann get- ur, ef lög og úrskurðir bjóða ekki annað, synjað að fram- kvæma læknisverk, sem hann treystir sér ekki til að gera eða bera ábyrgð á eða hann telur ástæðulaust eða óþarft." (3) í þessari grein koma fram tvö mikilvæg atriði. Læknir er ekki heilalaus þjónn ríkisins sem framkvæmir það sem ríkið fyrirskipar. Ríkið getur einung- is fyrirskipað honum að gera það sem er innan ramma lag- anna en ekki það sem brýtur gegn sannfæringu hans. Hitt atriðið er ekki síður mikilvægt því þar kemur fram að læknir- inn er ekki tæknimaður sem framkvæmir hugsunarlaust það sem sjúklingurinn biður hann um. Læknar hafa rétt til að fara eftir samvisku sinni hvað varðar læknisstörf. Þeir hafa rétt til að beita faglegu mati á hvaða störf eru þeim sæmandi sem læknum og siðferðilegu mati á það hvaða læknisstörf eru þeim sæmandi sem siðferðisverum. Forgangsröðun eða stefnumörkun Eins og þið hafið séð í siða- reglunum hafa læknar siðferði- legar skyldur við samfélagið þó auðvitað megi lengi deila um hverjar þær eru og hvernig þeim verði best sinnt. Hér ætla ég að tengja skyldur lækna við þjóðfé- lagið við umræðu um forgangs- röðun í heilbrigðiskerfinu. Síð- ustu árin hefur þjóðinni marg- sinnis verið sagt að nú sé kreppa í fjármálum þjóðarinnar og það þurfi að spara og forgangsraða í heilbrigðiskerfinu. Margir hafa tjáð sig um þetta málefni í ræðu og riti og hefur umfjöllunin verið misgóð eins og oft vill verða. Ég tel að umræðan um for- gangsröðun í heilbrigðiskerfinu verði stundum ómarkviss og sundurleit því að fólki hættir til að skilgreina ekki nákvæmlega hvaða hluta forgangsröðunar- innar það er að tala um en um- ræðan og rökin eru ekki endi- lega þau sömu fyrir allar „gerð- ir“ forgangsröðunar. Til að auðvelda skynsamlega umræðu um forgangsröðun má líta svo á að hún fari fram á nokkrum þrepum, það er forgangsröðun í meðferð tiltekinna einstak- linga, forgangsröðun innan landsvæðis eða stofnana og forgangsröðun fyrir þjóðina alla**. Þessi þrep eru auðvitað tengd innbyrðis og geta vissu- lega haft töluverð áhrif hvert á annað***. ** í ritstjórnargrein Torfa Magnússon- ar í Læknablaðinu í október 1995 (bls 704-6) skiptir hann forgangsrööun í fjóra flokka þar sem fjóröi flokkur- inn (sem ég nefni ekki) varöar fjárlög landsins og skiptingu milli hinna ýmsu málaflokka. Með þessu bendir hann réttilega á að Alþingi ákveöur meö fjárlagafrumvarpi hvers árs hversu miklu er eytt til heilbrigöis- þjónustunnar. *** Ákvöröun um mjög dýra meðferð fyrir einn einstakling getur minnkað þaö fjármagn sem hægt er aö eyða í meðferð annarra sjúklinga. Ákvörö- un um dýrari meðferð fyrir einhvern sjúklingahóp getur valdiö því aö minna er til skiptanna fyrir aðra sjúklingahópa. Einnig getur ákvörð- un um aö skilgreina ákveöið ástand sem sjúkdóm haft áhrif á þá meðferð sem einstaklingurinn fær.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.