Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1995, Side 79

Læknablaðið - 15.11.1995, Side 79
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 831 Skurðlæknaþing 1996 Verður haldið á Hótel Loftleiðum 19.-20. apríl (föstudag og laugardag). Ágrip erindaberist Skurðlæknafélagi íslands fyrir 1. mars1996, en ágrip verða birt í Læknablaðinu. Upplýsingar um frágang efnis verða birtar í janúarhefti Læknablaðsins. Nánari upplýsingar um tilhögun þingsins gefa: Sigurgeir Kjartansson, Landakotsspítala/Borgarspítala Bjarni Torfason, Landspítala Magnús Kolbeinsson, Sjúkrahúsi Akraness XI. þing Félags íslenskra lyflækna að Sauðárkróki 7.-9. júní 1996 Félag íslenskra lyflækna heldur sitt XI. þing dagana 7.-9. júní 1996 að Hótel Áningu Sauðárkróki. Þingið verður með hefðbundnum hætti og stendur frá hádegi föstudags til síðdegis á sunnudegi. Skilafrestur ágripa er 15. apríl. Öllum ágripum erinda og veggspjalda skal skilað á disklingum, ásamt einu útprenti. Hámarkslengd ágripa verður 1730 tákn. Nánari upplýsingar um efnisfrágang og tilhögun þingsins munu birtast í febrúar- hefti Læknablaðsins. Stjórnin Líffær agj afakor t Landlæknisembættið hefur í samráði við líffæraígræðslu- nefnd og slysavarnaskóla sjó- manna gefið út líffæragjafakort og bækling um líffæragjafir. Tilgangur þessarar útgáfu er tvíþættur. Annars vegar að hvetja fólk til að gera upp hug sinn og taka afstöðu til líffæra- gjafa. Hins vegar að koma til móts við óskir fjölmargra aðila að geta á einhvern hátt staðfest hvort þeir vilja gefa líffæri eða ekki. Bæklingurinn er gefinn út í stóru upplagi og mun landlækn- isembættið leita eftir því að hann liggi frammi á heilsugæslu- stöðvum og lyfjabúðum. Landlæknisembættið

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.