Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1996, Qupperneq 28

Læknablaðið - 15.12.1996, Qupperneq 28
852 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Inngangur Algengi iðraólgu (irritable bowel syndrome) virðist vera hátt meðal ungs fólks á íslandi (1). Langstærstur hluti sjúklinga sem komu á stofu til sérfræðings í meltingarsjúkdómum greind- ust með iðraólgu (2). Umfang iðraólgu á Is- landi virðist því vera umtalsverð og styðja þess- ar rannsóknir (1,2) fullyrðingar um að iðraólga sé algengasti meltingafærasjúkdómurinn. Sjöt- íu og fimm af hundraði sjúklinga, sem greindir voru með iðraólgu, var ávísað lyfjum (3). Talið er að um tvær og hálf til þijár og hálf milljón heimsókna til lækna í Bandaríkjunum árlega séu vegna iðraólgu og um það bil tvær milljónir lyfseðla séu skrifaðir vegna hennar (4). Þriðj- ungur iðraólgusjúklinga sem koma á íslenska heilsugæslustöð fá lyfjameðferð (5). Mikil um- ræða hefur verið í þjóðfélaginu um kostnað í heilbrigðisþjónustunni, ekki síst á lyfjum. Hér á landi hefur ekki áður verið könnuð notkun og kostnaður á iðraólgulyijum, þótti okkur þörf á slíkri rannsókn. Tilgangur rannsóknar- innar var því að kanna hversu mikil lyfjanotk- un og kostnaður iðraólgulyfja er á íslandi með sérstökum samanburði við hin Norðurlöndin. Efniviður og aðferðir Stuðst var við ATC (anatomical therapeutic chemical classification system) og skilgreinda dagskammta (defined daily dose, DDD) og er skammturinn skilgreindur sem viðhalds- skammtur lyfs við helstu ábendingu fyrir notk- un þess (6). Við könnun á notkun og kostnaði á iðra- ólgulyfjum á íslandi yfir fimm ára tímabil var tímabilið 1989-1993 valið (bæði árin meðtalin). Rannsökuð voru iðraólgulyfin mebeverín, bú- týlskópólamín, klídín (með benzódíazepínlyf- inu klórdíazepoxíð) og rúmmálsaukandi lyf (íspagúla) út frá notkun og kostnaði. Áætlað var að í helmingi tilfella væri íspagúla notað við iðraólgu. Notkun var metin í dagskömmtum á 1000 íbúa og verðmæti þeirra var skoðað. Athugað- ar voru breytingar milli ára. Stuðst var við upplýsingar frá heilbrigðisráðuneytinu. Ráðu- neytið safnar ársfjórðungslega upplýsingum um lyfjanotkun út frá sölu lyfja úr heildsölu. Verðmæti miðast við útsöluverð úr apóteki (verðskrá 1. nóvember 1993). Þegar könnuð var notkun og kostnaður iðra- ólgulytja á Norðurlöndunum, þá var notkunin borin saman í dagskömmtum á hverja 1000 íbúa. Þriggja ára tímabil var skoðað, árin 1990- 1992. Reiknað var út verðmæti í milljónum íslenskra króna á hverja 260.000 íbúa og borið saman á milli landanna á þessu tímabili. Notast var við upplýsingar úr Nordic Statistics on Medicine 1990-1992 (7). Þar koma fyrir sam- bærilegar söluupplýsingar á milli landa, þar sem upplýsingar um lyfjanotkun og verðmæti er fengið á mismunandi hátt í hverju landi fyrir sig. í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi eru upplýs- ingar um lyfjanotkun byggðar á sölutölum úr apótekum, en í Danmörku og á íslandi eru upplýsingarnar byggðar á heildsölutölum. Verðmætið var reiknað yfir í íslenskar krónur út frá meðalgengi hvers árs og fengust þær upplýsingar frá Seðlabanka íslands og upplýs- ingar um íbúafjölda landanna voru fengnar frá Norræna húsinu í Reykjavík. Aukalega var athugaður kostnaður og notk- un almennra hægðalyfja (A06). Rannsökuð voru lyfin mebeverín (A03AA) (Duspatalin®, Ferrosan, Söborg, Danmörk og Spasmerín®, Delta hf, Hafnarfjörður, ísland), bútýlskópólamín (A03BB) (Buscopan®, Ingel- heim, Ingelheim am Rhein, Þýskaland), klídín (með klórdíazepoxíði) (A03CA) (Librax®, Roche, Basel, Sviss) og rúmmálsaukandi lyf (A06AC) (Metamucil®, Searle, Danmörk, Vi- Siblin®, Parke-Davis, Pontypool, England). Niðurstöður Notkun og kostnaður iðraólgulyfja á Islandi: Tafla I sýnir notkun og kostnað vegna iðra- ólgulyfja fyrir tímabilið 1989-1993. Ef lyfin mebeverín, bútýlskópólamín, klídín (með klórdíazepoxíði) og rúmmálsaukandi lyf eru skoðuð yfir tímabilið 1989-1993, sést að al- mennt hefur notkun og kostnaður allra iðra- ólgulyfja minnkað. Mebeverín er langmest notað af krampalos- andi lyfjum, ef miðað er við skilgreinda dag- skammta. Minnst er notað af bútýlskópóla- míni, en það er einnig notað í öðrum tilgangi. Kostnaður er mestur í heildina á mebeveríni en hann hefur lækkað umtalsvert á þessu fimm ára tímabili eða um 67%, þar ræður miklu minni notkun (36%) og lægra einingarverð á hvern skilgreindan dagskammt. Kostnaður á dagskammt klídíns (með klór- dízepoxíði) (Librax®) er hæstur og það er eina lyfið af þeim sem hér er fjallað um sem hefur hækkað í kostnaði á dagskammt á milli ára. Þó
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.