Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1996, Page 36

Læknablaðið - 15.12.1996, Page 36
860 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Könnuð voru áhrif og öryggisþættir með notk- un 5 mg af fínasteríði í 24 mánuði. Aðferðir: Rannsóknin var tvíblind saman- burðarrannsókn með lyfleysu á 707 sjúklingum með miðlungseinkenni vegna góðkynja stækk- unar á blöðruhálskirtli og fór rannsóknin fram á 59 stöðum á Norðurlöndunum. Sjúklingar sem uppfylltu skilyrðin og höfðu verið á eins mánaðar blindu lyfleysutímabili voru sam- kvæmt slembiúrtaki settir á 5 mg af fínasteríði einu sinni á dag eða lyfleysu í 24 mánuði. Þvag- vegaeinkenni, þvagflæði, stærð blöðruhálskirt- ils, eftirhreytuþvag og sértækt blöðruhálskirt- ilsmótefni í sermi (prostatic specific antigen, PSA) ásamt öðrum öryggismælingum var mælt í byrjun og í lok 12. og 24. mánaðar. Þess á milli voru sjúklingar athugaðir og blóð- og þvag- prufur teknar þegar ástæða þótti til vegna ein- kenna. Niðurstöður: Einkennaskorið (symptom score) batnaði meðan á rannsókn stóð hjá sjúklingum sem fengu fínasteríð, auk þess sem marktækur munur reyndist milli hópanna tveggja í lok 24. mánaðar (p<0,01). Einkenna- skor sjúklinga í lyfleysuhópnum batnaði í byrj- un en engin breyting frá grunnlínu reyndist hjá þeim á 24. mánuði. Hámarksþvagflæði minnk- aði í lyfleysuhópnum en lagaðist í fínasteríð- hópnum þar sem munurinn á milli hópanna var 1,8 ml á sekúndu í lok 24. mánaðar (p<0,01). Meðalbreyting á rúmmáli blöðruhálskirtils var +12% í lyfleysuhópnum en —19% í fínasteríð- hópnum (p<0,01). Fínasteríð þoldist yfirleitt vel þau tvö ár sem rannsóknin stóð. Ályktun: Það sýnir sig að bati í einkennum, hámarksflæði og minna rúmmál blöðruháls- kirtils við fínasteríðmeðferð helst í 24 mánuði, en ástand sjúklinga sem fá lyfleysu helst óbreytt og versnar jafnvel hvað þessa þætti varðar. Niðurstöðurnar sýna að fínasteríð get- ur snúið við eðlilegri þróun góðkynja stækkun- ar á blöðruhálskirtli. Inngangur Góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli (be- nign prostatic hyperplasia, BPH) sem kemur með aldrinum (1) á sér stað hjá flestum mönn- um eftir 40 ára aldur (2,3). Framvinda sjúk- dómsins hefur ekki verið vel skýrð (3) en er talin háð andrógenum (4). Sjúkdómurinn veld- ur teppu í þvagrás og leiðir til tregðu og ertandi einkenna (5). í hálfa öld hefur skurðaðgerð verið aðalmeðferðin ásamt því að bíða og sjá til (6,7). Á undanförnum árum hafa lyf til með- ferðar á góðkynja stækkun blöðruhálskirtils komið á markaðinn. Fínasteríð er áhrifamikill hemjari á 5 a-afsýringarkljúf (reductase), inn- frumuensím sem breytir testósteróni í díhýdró- testósterón (8). í klínískum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að fínasteríð minnkar rúm- mál blöðruhálskirtilsins og minnkar þvag- tregðuáhrif góðkynja stækkunar á blöðru- hálskirtli (9). Sýnt hefur verið fram á öryggis- og áhrifa- þætti fínasteríðs hjá sjúklingum með einkenni góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli í einni sex mánaða (10) og tveimur 12 mánaða (11,12) tvíblindum samanburðarrannsóknum með lyf- leysu. I öllum þremur rannsóknunum bætti fínasteríð einkenni, hámarksþvagflæði og stærð blöðruhálskirtils, borið saman við sjúk- linga sem fengu lyfleysu. Að loknurn 12 mán- aða rannsóknunum og að fengnum niður- stöðum var rannsókn haldið áfram í 36 mánuði og héldust bæði bætt einkenni og minna rúm- mál blöðruhálskirtils (9). Tvíblindi hluti rann- sóknanna var of stuttur til þess að unnt væri að athuga áhrif á framgang sjúkdómsins. Efniviður og aðferðir Skipulag rannsóknarinnar: Rannsóknin var tvíblind samanburðarrannsókn með lyfleysu, sem fór fram á mörgum stöðum. í henni tóku þátt 707 sjúklingar á 59 stöðum í fimm Norður- landanna (113 í Danmörku, 177 í Finnlandi, 32 á íslandi, 127 í Noregi og 258 í Svíðjóð). Skil- yrði fyrir þátttöku og útilokun frá rannsókn eru sýnd í töflu I. Samþykki sjúklinga fékkst eftir gildandi reglum á hverjum stað. Sjúkling- ar sem uppfylltu skilyrðin hófu eins mánaðar blint lyfleysutímabil til að minnka vel þekkt lyfleysuáhrif á góðkynja stækkun á blöðru- hálskirtli (13). Að því loknu fengu sjúklingar fínasteríð, 5 mg einu sinni á dag, eða lyfleysu í 24 mánuði samkvæmt slembiúrtaki. Skipulag rannsóknarinnar sést á mynd 1. Skoðun, endaþarmsþreifing og blóð- og þvagrannsókn voru framkvæmd í upphafi og á 12. og 24. mánuði. Einkenni voru skilgreind og ákvörðuð með spurningum um þvageinkenni, sem voru fyrst settar fram af Boyarsky og samstarfsaðilum (14) og breytt lítillega af Bolognese og sam- starfsaðilum (15). Heildareinkennaskor (total symptom score) var reiknað sem skoraheild eftirfarandi níu einkenna: Minnkun í stærð og

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.