Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1996, Side 37

Læknablaðið - 15.12.1996, Side 37
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 861 Table I. Main inclusion and exclusion criteria. Inclusion Criteria Exclusion Criteria Age < 80 years Hematuria associated with untreated active urinary tract infection, prostatitis, or urinary bladder carcinoma Maximum urinary flow rate >5 and <15 cc/s at screening and/or start of placebo run-in period Use of drugs with antiandrogenic properties At least two symptoms indicating moderate BPH (eg. increases in frequency or difficulty in uri- nation) but not more than two severe symptoms Serum creatinine >150 mmol/L or liver function tests >50% above upper limit of normal Enlarged prostate gland by digital rectal examination Previous conditions predisposing patients to urethral strictures Serum PSA <10 ng/mL Chronic bacterial prostatitis Postvoid residual urine volume <150 cc Previous prostate surgery or other invasive procedures, eg. transurethral microwave thermotherapy, urethral stenting, balloon urethroplasty Evidence or suggestion of prostate cancer Neurogenic bladder dysfunction >2 catheterizations for acute urinary retention in the previous 2 years Significant abnormalities in prestudy clinical examination or laboratory measures Urinary tract infection unless satisfactorily treated krafti þvagbunu, hiki eða bið eftir að hefja þvaglát, leka, rofi í þvagbununni, tilfinningu að tæma ekki þvagblöðruna, rembast eða ýta á eftir til að hefja þvaglát, verða brátt, bleyta föt og óþægindi við þvaglát. Stíflueinkennaskor var reiknað sem heildarskor fyrstu fimm ein- kennanna. Sjúklingar voru beðnir að svara spurningum um einkenni í öllum heimsóknun- um (í upphafi, á fyrsta, fjórða, áttunda, 12., 16., 20. og 24. mánuði). Fyrir hverja spurningu var gefin einkunn frá 0 (aldrei) til 6 (alltaf), sem þýddi að heildarskor einkenna gat verið 0-54 og stíflueinkennaskor gat verið 0-30. Þvagflæði var mælt í öllum heimsóknunum og notaður þvagflæðimælir (Dantec, Urodyn 1000, Kaupmannahöfn) sem innihélt sérstaka síu til að eyða ójöfnum í grafinu (16). Á stöðum þar sem endaþarmsómskoðun var framkvæmd var rúmmál blöðruhálskirtils mælt hjá samtals 416 sjúklingum eftir þvaglát og reiknað út frá þykktar-, öxul- og kransskurði í byrjun (fyrir slembiúrtak) og eftir 12 og 24 mánuði frá upp- hafi meðferðar (17). Rúmmál blöðruhálskirtils var reiknað eftir formúlunni: v=4/3 * jr * (öx- ull/2) * (krans/2) * (þykkt/2). Rúmmál eftirhreytuþvags var mælt hjá öll- um sjúklingum með ómtæki (Bladderscan B VI 2000, Diagnostic Ultrasound Corp., Kirland, Wash) við kembirannsókn (í byrjun) og á 12. og 24. mánuði. Sértækt blöðruhálskirtilsmót- efni í sermi (prostatic specific antigen, PSA) var mælt blint með ónæmismælingu með geislavirkum efnum (Tandem-R PSA), án þess að rannsakendur fengju niðurstöðurnar, á einni rannsóknarstofu (Diacor Erikois Labao- ratoriet, Helsinki) við kembirannsókn, í byrj- un og í 12. og 24. mánuði. Greiningaraðferðir: Árangur var metinn sem bati í einkennaskori (heildarskori og stíflu- einkennaskori), aukningu í hámarksþvagflæði og minnkun blöðruhálskirtils.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.