Læknablaðið - 15.12.1996, Page 39
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
863
Table III. Mean changefrom month 12 to month 24 4- 95% confidence intervals (CI).
Finasteride Placebo
No. Month 12 Change from Month 12: Mean (Cl) No. Month 12 Change from Month 12: Mean (Cl) Between Treatment PValue
Total symptom score (units) 311 11.6 -0.3 (-0.8, 0.2) 313 12.5 0.6 (0.0, 1.2)* <0.05
Obstructive symptom score (units) 311 7.5 -0.3 (-0.6, 0.1) 313 8.0 0.4 (0.0, 0.7)* <0.05
Maximum urinary flow rate (mL/s) 282 11.5 0.3 (-0.2, 0.7) 282 10.4 -0.3 (-0.6, 0.1) <0.05
Mean urinary flow rate (mL/s) 281 5.8 0.1 (-0.1,0.3) 281 5.4 -0.2 (-0.4, 0.0)** <0.05
Prostate volume (cm3)**** 196 31.6 -1.3 (-4.8, 2.2) 205 39.3 4.6 (0.8, 8.4)*** <0.01
* Within treatment P value >0.05 but <0.10.
** Within treatment P value <0.05.
*** Within treatment P value <0.01.
**** Median (median was used due to one outller on placebo) percent change from baseline.
í lyfleysuhópnum sást engin breyting á rúm-
máli blöðruhálskirtils á fyrsta ári rannsóknar-
innar en rúmmálið jókst um 11,5% við lok ann-
ars ársins (p<0,01). Rúmmál blöðruhálskirtils
minnkaði í fínasteríðhópnum. Eftir 12 mánuði
var meðalminnkunin 17,9% (p<0,01) sem
hélst í 24 mánuði (tafla II, mynd 4). Mælingar á
rúmmáli blöðruhálskirtils í byrjun og við 24.
mánuð eru sýndar á mynd 5. Á rannsóknartím-
anum jókst rúmmál blöðruhálskirtils einungis
hjá 16% sjúklinga í fínasteríðhópnum öfugt við
lyfleysuhópinn þar sem rúmmál mældist stækk-
að hjá 56% sjúklinga (p<0,01).
Miðgildi hlutfallsbreytinga (median percent
change) frá grunnlínu í sértæku blöðruhálskirt-
ilsmótefni var +6% í lyfleysuhópnum og
—52% í fínasteríðhópnum eftir 24 mánuði
(p<0,0001) (mynd 6). Miðgildi eftirhreytu-
þvags jókst í lyfleysuhópnum (14% aukning
eftir 24 mánuði, p<0,01) en minnkaði í fína-
steríðhópnum (8% minnkun eftir 24 mánuði,
p<0,05). Mismunur milli hópanna var mark-
tækur (p<0,01).
í 24. mánuði var almennt lítil fylgni milli
breytinga á rúmmáli blöðruhálskirtils, heildar-
einkennaskori, hámarksþvagflæði og sértæku
blöðruhálskirtilsmótefni. Samt sem áður
benda nýlegar rannsóknir á að sterkari tengsl
séu milli einkenna, rúmmáls blöðruhálskirtils
og þvagflæðis heldur en áður var talið (18).
Eftirgreining (post hoc analysis) var gerð á
þvagteppu þar sem þurfti að setja þvaglegg
tímabundið og á aðgerð á blöðruhálskirtli sem
var framkvæmd meðan á rannsókninni stóð.
Tiltölulega færri sjúklingar í fínasteríðhópnum
heldur en í lyfleysuhópnum fengu þvagteppu
meðan á rannsókninni stóð, eða fjórir (1,1%) á
móti 15 (4,2%) (p<0,02). Auk þess reyndist
minni þörf á aðgerð á blöðruhálskirtli í fína-
steríðhópnum, eða hjá engum á móti níu
(2,5%) í lyfleysuhópnum (p<0,01).
Fjöldi sjúklinga sem hættu meðferð meðan á
rannsókninni stóð var svipaður í báðum hóp-
um, 64 í lyfleysuhópnum (18,1%) og 66 í fína-
steríðhópnum (18,7%). Skoðun á sjúklingum
sem hætta á rannsóknartíma sýndi línuleg
Fig. 3. Changes in maximum urinary flow rate (mL/s) from
baseline. Means ± 95% confidence interval. Allpatients treat-
ed analysis.
Fig. 4. Precent changes in prostate volume from baseline.
Means ± 95% confidence interval. Allpatients treated analys-
is.