Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1996, Page 40

Læknablaðið - 15.12.1996, Page 40
cm 180- # Baseline Q Month24 Fig. 5 Individual prostate volume measurements (cc) at baseline and month 24. Fig. 6. Percent changes in PSA from baseline. Medians ± 95% confidence interval. All patients treated analysis. tengsl (linear relationship). Ástæður fyrir brottfalli eru sýndar í töflu IV. í báðum hópun- um voru aðalástæður aukaverkanir og ófull- nægjandi meðferðarsvörun. Fleiri sjúklingar í lyfleysuhópnum heldur en í fínasteríðhópnum hættu vegna ófullnægjandi meðferðarsvörun- ar, þótt munur hafi ekki reynst marktækur. Fjöldi sjúklinga með klínískar aukaverkanir var svipaður í báðum hópum. Samt sem áður voru fleiri sjúklingar með kynlífsröskun (sexu- al dysfunction) í fínasteríðhópnum samanbor- ið við lyfleysuhópinn, eða 67 (19%) á móti 34 (10%) (p<0,01). Nálega 45% sjúklinga höfðu sögu um kynlífsröskun við upphaf rannsóknar- innar (mynd 7). Umræða Rannsóknin sem hér er greint frá var fram- kvæmd á sjúklingum með meðaleinkenni vegna góðkynja stækkunar blöðruhálskirtils. Hún er fyrsta tvíblinda samanburðarrannsókn- in með lyfleysu sem skoðar áhrif lyfjameðferð- ar á góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli í 24 mánuði. Hún veitir nýjar mikilvægar upplýs- ingar um framvindu sjúkdómsins hjá sjúkling- um með góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli, sem fengu lyfleysu og um áhrif fínasteríðs á þá sjúklinga sem luku rannsókninni. Niðurstöður fínasteríðmeðferðarinnar verður að skoða í ljósi framvindu sjúkdómsins. Niðurstöður okkar staðfesta og útvíkka nið- urstöður fyrri tvíblindra rannsókna sem stóðu í sex og 12 mánuði (9-11). Eftir 12 mánuði var marktækur bati í fínasteríðhópnum hvað varð- ar heildareinkennaskor, hámarksþvagflæði og rúmmál blöðruhálskirtils borið saman við lyf- leysuhópinn. Þessi bati í fínasteríðhópnum Table IV. Reasons for discontinuation of treatment. Placebo (%) Finasteride (%) Entered Discontinued 354 353 Adverse experiences 30 (8.5) 39 (11.0) Insufficient response 22 (6.2) 13 (3.7) Other* 12 (3.4) 14 (4.0) Completed 290 (81.9) 287 (81.3) * Includes lost to follow-up, deviation from protocol, and uncooperative.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.