Læknablaðið - 15.12.1996, Page 46
870
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
aðgerð, meðal annars vegna bakflæðis eða til
víkkunar á þvagrás. Hafði einhvers konar
meðferð verið reynd hjá 37% barna fyrir skóla-
göngu en 30% eftir að skólaganga hófst. Hjá
hinum 33% stóð meðferð enn yfir er skóla-
ganga hófst.
Árangur meðferðar reyndist lélegur. Aðeins
tvö börn losnuðu að fullu við kvillann, annað
þeirra hafði ávallt misst þvag en hitt hætt því
um tíma. Sjö börn, eða 24% löguðust meðan á
meðferð stóð, þar af voru tvö enn í meðferð og
önnur 24% löguðust við meðferð og um tíma á
eftir. Var meðferðin ýmist í höndum barna-
eða heimilislækna eða jafnvel foreldra sjálfra
(tafla II).
Að lokum var spurt hvort börnin ættu enn
við þvaglátavanda að stríða þegar rannsóknin
var gerð. Var svo hjá 50% barnanna. Þá höfðu
25% lagast við sex til sjö ára aldur, 8% við sjö
til átta ára aldur og 2% við átta til níu ára aldur
en 15% svöruðu ekki spurningunni.
Umræða
Ósjálfráð þvaglát er nokkuð algengur kvilli.
Þvagmissir að nóttu er talinn vera til staðar hjá
15% fimm ára barna, 7-10% átta ára og 2-3%
12 ára barna (1,3,4). Þvagmissir að degi er mun
óalgengari og er talið að um 92% fimm ára
barna haldi sér þurrum á daginn (5). Okkar
rannsókn leiddi svipaðar niðurstöður í ljós,
heildartíðni hjá sjö til níu ára börnum var
9,8%. Drengir voru tæpir tveir þriðju sjúklinga
líkt og í öðrum rannsóknum (6). Svipaðar nið-
urstöður fengust í könnun sem gerð var 1979 á
Akureyri (Magnús Stefánsson, persónulegar
upplýsingar). Ef börn hafa hætt að missa þvag í
meira en sex mánuði en byrjað aftur er kvillinn
sagður áunninn. Er það talið vera í 25-30%
tilvika (2,6) en í okkar rannsókn hjá 31% sjúk-
linga. Þótt niðurstöður okkar samræmist nið-
urstöðum úr öðrum rannsóknum verður að
hafa í huga að úrtak okkar er lítið eða aðeins 52
sjúklingar.
Orsakir kvillans eru af ýmsum toga. Líf-
fræðilegar orsakir geta verið gallar á þvag- eða
kynfærum en taugasjúkdómar, sykursýki og
þvagfærasýkingar eru talin geta stuðlað að
ástandinu (4,5). í rannsókn okkar höfðu 21%
sjúklinga sögu um þvagfærasýkingu eða 11
börn, miðað við fjögur börn úr viðmiðunar-
hópi. Stærri hluti þessara sjúklinga hafði áunn-
inn kvilla og er það í samræmi við aðrar rann-
sóknir (3). Við gátum hins vegar ekki fundið
Table II. Number oftreatedpatients and results oftherapy.
No. Temporary cure Permanent cure (%) with temp. cure
Medication 9 1 (11)
Alarm device 7 4 (57)
Medication+alarm device 6 5 (83)
Other* 7 2 (29)
Medication+other 2 1 (50)
Medication+ alarm+other 3 1 2 (33)
Total 34 14 2
*) Seetext.
aðra sjúkdóma sem hugsanlega orsök vandans.
Andlegt álag getur átt stóran þátt í að fram-
kalla þvagmissi, svo sem sjúkrahúsvist, breytt-
ar heimilisaðstæður eða of stíf salernisþjálfun
(1,6).
Erfðir eru vel þekktur þáttur. Talið er að
líkur á að barn fái kvillann séu 40-50% ef
annað foreldri hefur hann en 70% ef það eru
báðir foreldrar (2,5,7). Þetta samræmist okkar
rannsókn þar sem 44% sjúklinga áttu foreldri
með þekktan kvillann, miðað við 10% barna úr
viðmiðunarhópi. Einnig er um marktækan
mun að ræða á tíðni þvagmissis meðal annarra
ættingja sjúklinga (48%) og viðmiðunarbarna
(20%).
Aðrar orsakir eru til dæmis seinþroska
blöðrustarfsemi, ristilstíflur og ofnæmi og
mjög djúpur svefn virðist algengur meðal sjúk-
linga með næturþvaglát (2,3,5,7). Kenningar
eru uppi um minnkaða framleiðslu ADH-hor-
mónsins að nóttu hjá sjúklingum (2,3,5,7,8).
Þó hafa nýlegar rannsóknir sýnt fram á að eng-
inn marktækur munur er milli sjúklinga og
heilbrigðra barna (8,9).
Ósjálfráð þvaglát hafa oft mikil áhrif á sálar-
líf barna. Sýndi rannsókn okkar að 88% barna
fundu fyrir ástandinu og hafði það ýmis áhrif á
líf þeirra. Börn með kvillann hafa mörg minna
sjálfstraust en ekki hefur fundist aukin tíðni
hegðunartruflana hjá börnum sem ávallt hafa
misst þvag. Tíðnin er örlítið hækkuð hjá þeim
sem hafa kvillann áunninn en hún virðist lækka
ef meðferð gegn kvillanum er reynd (3,10). í
okkar rannsókn eru tveir sjúklinganna taldir
vera með hegðunartruflanir en ekkert barn úr
viðmiðunarhópi. Hér er um mjög lítið úrtak að
ræða og líklega tilviljun.
Komið hafa í ljós tengsl þvagmissis við vöxt
barna. Þótt aðrir þættir ráði mestu þar um,
hefur rannsókn sýnt að börn, sem missa þvag