Læknablaðið - 15.12.1996, Qupperneq 57
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
881
voru ákveðnir í því að berjast
gegn þessu ákvæði og túlka
breytinguna sem uppsögn.
Undir lok október 1995 stefndi í
fjöldaútgöngu spítalalækna 1.
nóvember því þegar sérfræðing-
ar fundu hörku unglækna bætt-
ust í hópinn svæfingalæknar,
hjartaskurðlæknar, barnalækn-
ar og kvensjúkdómalæknar. Á
11. stundu bakkaði spítalinn
með áform sín, við unnum varn-
arsigur.
Utanríkismál
I nefndinni voru Drífa Freys-
dóttir sem formaður og Gunnar
Auðólfsson - Páll Matthíasson
tók við sæti Gunnars eftir að
hann gekk í norska herinn.
FUL tók á árinu virkan þátt í
starfi PWG (Permanent Work-
ing Group of European Junior
Doctors), en við erum eitt af
stofnfélögum í þeim samtökum.
Fundir: í desember fóru
Drífa Freysdóttir og Gunnar
Auðólfsson á fund í Brússel um
vinnutíma - ásamt kennslustjór-
um stóru spítalanna, Sigurði
Guðmundssyni og Steini Jóns-
syni. Báðum fulltrúum ung-
lækna var boðið, sem sparaði
FUL mikið. í maí fóru Drífa
Freysdóttir og Páll Matthíasson
á misserisfund PWG í Helsinki,
og var það jafnframt 20 ára af-
mælisfundur samtakanna
I septemberlok fóru Drífa
Freysdóttir og Páll Matthíasson
á formannaráðstefnu norrænna
unglækna og í framhaldi af því á
misserisfund PWG í október-
byrjun. Báðir fundirnir voru
haldnir í Kaupmannahöfn, með
fjögurra daga millibili.
Af þeim fjölmörgu málum
sem tekin voru fyrir á árinu voru
nokkur sérstaklega í deiglunni.
Vinnutímalöggjöfin er mikið
hitamál í Evrópu. Fjörtíu og
átta tíma hámarks vinnuvika er
orðin að lögum víða í Evrópu -
og sem EES þjóð munum við
þurfa að fylgja þeim hámörkum
líka. Nokkrar stéttireruþó und-
anþegnar - meðal annars
„doctors in training“. PWG
berst fyrir því að vinnutímalög-
gjöfin verði líka látin ná til ung-
lækna, en það hefur gengið illa.
Nokkur lönd hafa þó tekið upp
slíkar reglur, meðal annars
Danmörk og Holland. í Finn-
landi er komið 300 klukku-
stunda hámarksyfirvinnuþak á
ári á unglækna. Hér á landi er
baráttan skemmra á veg komin.
Gera þyrfti athugun á því en
mín tilfinning er sú að íslenskir
unglæknar hefðu fæstir nokkuð
á móti því að stytta vinnuvikuna
- ef það kæmi ekki niður á laun-
um! Viðhöfum spurst fyrir í Fé-
lagsmálaráðuneytinu um það
hvað menn hyggist fyrir í vinnu-
tímamálum - en fengum þar
engin vitræn svör. Ákveðin
hætta er á því að reglurnar verði
keyrðar yfir okkur - þar sem
fæst okkar teljast „doctor in
training“ það er að segja læknar
í skipulögðu framhaldsnámi.
Slíkt er þó ólíklegt miðað við
erfiðleikana sem eru nú þegar
við mönnun í stöður unglækna.
Kjaramál eru víða til um-
ræðu. Ymsir grannar okkar
hafa náð athyglisverðum ár-
angri þar, sérstaklega Norð-
menn, sem náðu fram 20-25%
launahækkun með skæruverk-
föllum og yfirvinnubanni nú í
sumar. Enskir læknar krefjast
nú 53% launahækkunar (grunn-
laun breskra unglækna eru 150-
300 þús ísl. kr. á mánuði og 25%
skattar). Frakkar eru á leið í
verkfall og svo mætti lengi telja.
Almennt má segja að kjör okkar
séu miklu lakari en gengur og
gerist í Norður- og Mið-
Evrópu, þótt við berum svipað
úr býtum í heild vegna allrar
okkar yfirvinnu. Hins vegar er-
um við miklu betur stödd en
Suður- og Austur-Evrópubúar
- þar sem ástand kjara- og rétt-
indamála er víða skelfilegt.
Staða Iækna innan heilbrigð-
iskerfísins, sívaxandi kerfis-
kallamennska og hjúkrunar-
veldi er samevrópskt áhyggju-
efni. Víða í Evrópu eru læknar
komnir með fjölmennt lið
markaðs- og fjölmiðlafólks í
vinnu. Farið er að leggja mikla
áherslu á markaðssetningu og
fjölmiðlakynningu á sjónarmið-
um lækna. Víða hafa samtök
lækna hafið samvinnu við rétt-
indasamtök sjúklinga, í baráttu
gegn því að fjárhagslegir hags-
munir ríkisins ráði öllu í rekstri
heilbrigðiskerfisins. Parna er-
um við langt á eftir erlendum
kollegum okkar og getum margt
lært.
Skipulag á sérnámi og sam-
eiginlegar kröfur innan Evrópu
að því er varðar sérfræðiréttindi
í einstökum sérgreinum eru
víða komnar vel á veg. PWG
tekur virkan þátt í þeirri vinnu.
Framtíðarspár um læknis-
þörf og fleira. PWG hefur gert
ítarlegar rannsóknir á fjölda
unglækna í Evrópu og spár um
læknaþörf langt fram á næstu
öld.Víða vantar lækna - hér
verður þó ekki skortur fyrr en
2000-2010. Nú er í gangi rann-
sókn á högum og viðhorfum
unglækna í öllum aðildarríkjum
PWG og verða frumniðurstöð-
ur kynntar næsta vor.
Ný lög PWG voru samþykkt
nú í Kaupmannahöfn. Meðal
nýmæla var það að nafni sam-
takanna var breytt og þau eru
ekki lengur eingöngu fyrir
spítalalækna heldur einnig ung-
lækna sem vinna í heilsugæslu
eða á rannsóknarstofum. (Hétu
áður Permanent working group
of European Junior Hospital
Doctors, en nú er búið að taka
„hospital" úr nafninu.)
Sérmál
Nokkur mál einstakra ung-
lækna komu upp, sérstaklega í
kringum uppsagnir heilsugæslu-