Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1996, Side 64

Læknablaðið - 15.12.1996, Side 64
886 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 ICD-10, norræna aðgerðaskráningin og norræna slysaskráningin taka gildi 1. janúar 1997 Um næstu áramót verður 10. útgáfan af alþjóðlegu sjúk- dómaflokkuninni, ICD-10, tek- in í notkun á íslandi og leysir þar með ICD-9 af hólmi. Orðabókarsjóður læknafé- laganna hefur gefið út íslenska þýðingu á ICD-10, sem seld hef- ur verið í áskrift að undanförnu. í þessari útgáfu er bæði að finna íslensku og ensku heitin, í röð eftir sjúkdómsgreiningarkód- um. Enska útgáfan er í þremur bindum, en íslenska útgáfan er þýðing á fyrsta bindinu. I öðru bindi ensku útgáfunnar er lýsing á ICD-10 kerfinu, leiðbeiningar um notkun og tölfræðilegar upplýsingar. Þriðja bindið geymir atriðisorðaskrá, eða index fyrir nöfn sjúkdóma, áverka og slysavalda í stafrófs- röð og er sambærilegt öðru bindi ICD-9 útgáfunnar, sem notuð hefur verið. Bóksala stúdenta hefur enska útgáfu ICD-10 til sölu, en liggur þó með takmarkaðan fjölda eintaka í versluninni, svo gera má ráð fyrir nokkurra vikna af- greiðslufresti. Norræna aðgerðaskráningin Norrænt skráningarkerfi fyrir aðgerðir í handlæknisfræði tek- ur einnig gildi 1. janúar 1997. Öll sjúkrahús eiga þegar að hafa fengið senda bók með aðgerða- skránni á ensku, Classification of Surgical Procedures, sem NOMESCO gefur út. Hjá landlæknisembættinu er hægt að fá bæði bækur og tölvu- disklinga með Norrænu að- gerðaskránni á ensku. Islensk þýðing hefur verið gerð á veg- um LI og mun vera til á tölvu- tæku formi. Norræna slysaskráningin Norræna slysaskráningar- kerfið sem á ensku heitir Class- ification for Accident Monitor- ing og er gefið út af NOM- ESCO, verður tekið upp um áramótin. Það kemur í stað kafla XX í ICD-10, sem þar af leiðandi er undanskilinn gildis- töku ICD-10 á íslandi. Norræna slysaskráningar- kerfið er til á stafrænu formi, bæði á ensku og íslensku, hjá upplýsingadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Landlæknisembættið Upplýsingar með símbréfum Landlækni hafa borist upp- lýsingar um að bréfsímar séu notaðir í vaxandi mæli til send- inga á upplýsingum milli stofn- ana. Mælst er til þess að þessi tæki séu ekki notuð til sendinga á sjúkraskýrslum eða öðrum við- kvæmum gögnum, nema í und- antekningartilvikum, enda sé þá þannig frá málinu gengið að upplýsingar komist ekki í hend- ur óviðkomandi aðila. Ekki er þó gerð athugasemd við að tölulegar rannsóknarnið- urstöður, hjartalínurit og aðrar slíkar upplýsingar sem læknar einir geta túlkað séu sendar í símbréfi, ef af því telst veruleg hagræðing. Vinsamlega kynnið sam- starfsfólki þessi tilmæli. Athugasemd vegna tölvuvæðingar Að gefnu tilefni langar undirritaðan að taka fram að Heilsugæslustöðinni á Dalvík voru gefnar milljón krónur til tölvuvæðingar, en ekki heilsugæsluselinu í Hrísey (sem reyndar heyrir undir Heilsugæslustöðina á Dalvík). Þessi gjöf var gefin við það tækifæri að nýtt leiguhúsnæði selsins var tekið formlepa í notkun og getur það hafa ruglað blaða- mann í ríminu. Eg get líka upplýst að ráðherra kvað gjöfina vera fyrir áralangan góðan rekstur á heilsugæslustöðinni. Þórir V. Þórisson yfirlæknir Heilsugæslustöðinni á Dalvík Landlæknir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.