Læknablaðið - 15.12.1996, Page 67
ENAPRÍL
(enalapríl maleat)
-áhrifaríkt lyf við háþrýstingi
Enapríl (enalapríl maleat)
Framleiðandi: Omega Farma ehf. Töflur; C 02 E A 02 R B Hver tafla inniheldur: Enalaprilum INN, maleat,
5 mg, 10 mg eða 20 mg. Eiginleikar: Lyfið hamlar hvata, er breytir angiotensin I í angiotensin II, sem er kröftugasta
æðasamdráttarefni líkamans. Lyfiðerforlyf. U.þ.b. 60% frásogast, umbrýst í lifur í enalaprílat, semerhiðvirkaefni.
Áhrif lyfsins ná hámarki eftir 4-6 klst. og geta haldist i 24 klst. Helmingunartími er um 11 klst., en er mun lengri, ef
nýrnastarfsemi er skert. Lyfið útskilst í þvagi. Ábendingar: Hár blóðþrýstingur. Hjartabilun. Frábendingar:
Ofnæmi fyrir lyfinu. Meðganga og brjóstagjöf: Lyfið má alls ekki nota á meðgðngu. Lyf í þessum flokki
(ACE-hemlar) geta valdið fósturskemmdum á öllum fósturstigum. Lyfið skilst út í brjóstamjólk en áhrif á barnið eru
ólíkleg þegar lyfið er notað í venjulegum skömmtum. Varúð: Gæta skal varúðar við gjöf lyfsins hjá sjúklingum með
skerta nýrna- og lifrarstarfsemi. Lyfið getur valdið of mikilli blóðþrýstingslækkun, ef sjúklingar hafa misst salt og
vökva vegna meðferðar með þvagræsilyfjum. Aukaverkanir: Algengar(> 1%): Ofnæmi, hósti, svimi, höfuðverkur.
Sjaldgæfar (0,1-1%): Þreyta, slen, lágur blóðþrýstingur og yfirlið. Ógleði, niðurgangur. Húðútþot, ofnæmisbjúgur.
Vöðvakrampar. Skert nýrnastarfsemi. Kreatínín, urea, lifrarenzým og bilirúbín geta hækkað, en komast í fyrra horf,
ef lyfjagjöf er hætt. Milliverkanir: Blóðþrýstingslækkandi verkun lyfsins eykst, ef tíazíðþvagræsilyf er gefið
samtimis. Blóðkalíum getur hækkað, ef lyfið er gefið samtímis lyfjum, sem draga úr kalíumútskilnaði. Ef litíum er
gefið samtímis, getur enalapríl dregið úr útskilnaði litíums. Ofsömmtun: Gefa saltvatnslausn eða angiotensin II.
Einkenni ofskömmtunar eru lágur blóðþrýstingur og yfirlið. Skammtastærðir handa fullorðnum: Vid hækkadan
blódþrýsting; Venjulegur upphafsskammtur er 10-20 mg einu sinni á dag. Ekki er mælt með hærri dagsskammti en
40 mg. Við hjartabilun: Upphafsskammtur er 2,5 mg á dag, sem auka má við smám saman á 2-4 vikum.
Venjulegur viðhaldsskammtur er 20 mg á dag, gefinn í einum eða tveimur skömmtum. Skammtastærðir handa
börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum.
Pakkningar og verð 1. sept. 1995:
Töflur 5 mg: 30 stk. - 1167 kr.; 100 stk. - 3517 kr.
Töflur 10 mg: 30 stk. - 1775 kr.; 100 stk. - 5289 kr.
Töflur 20 mg: 30 stk. - 2641 kr.; 100 stk. - 7780 kr.
o
OMEGA FARMA
íslenskt almenningshlutafélag
um lyfjaframleiðslu, stofnað 1990