Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1997, Qupperneq 10

Læknablaðið - 15.04.1997, Qupperneq 10
206 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 næmi allra enterókokka sem ræktast höfðu úr innsendum þvagsýnum á árunum 1994 og 1995. Á sjúkradeildinni voru tekin samtals 30 sýni. Þar reyndist enn einn sjúklingur og einn starfs- rnaður vera með ampicillín ónæma enteró- kokka í saur. Á öðrum sjúkradeildum voru teknar samtals 23 ræktanir sem allar voru nei- kvæðar. Engir ónæmir enterókokkar fundust í holræsum spítalans. Á árunum 1994 og 1995 voru 41.181 þvagsýni send til ræktunar og fund- ust enterókokkar í 1.513, þar af voru fimm ampicillín ónæmir (0,3%, allir frá árinu 1994). Onæmir enterókokkar hefa enn ekki náð fótfestu á Landspítalanum. Þróunin erlendis sýnir þó, að ólíklegt er að við sleppum alveg. Hinsvegar benda niðurstöðurnar til þess að við getum ennþá haft áhrif á útbreiðslu ónæmra baktería með einangrunaraðgerðum og tak- mörkun á notkun vankómýcíns og annarra breiðvirkra sýklalyfja svo sem cefalóspórín- sambanda. Inngangur Enterókokkar eru hluti af eðlilegri bakteríu- flóru líkamans. Þeir finnast einkum í melting- arvegi. Enterókokkar geta valdið ýmsum sýk- ingum svo sem þvagfærasýkingum, hjartaþels- bólgu, ígerðum í kviðarholi og blóðsýkingum (1-3). Þeir eru einkum þekktir að því að valda spítalasýkingum og hefur hlutur þeirra farið vaxandi á undanförnum árum. Enterókokkar eru nú önnur til þriðja algengasta orsök spítalasýkinga í Bandaríkjunum (um 10-12%) (1,2,4). Þetta er alvarleg þróun, því enteró- kokkar eru að upplagi tornæmir fyrir sýklalyfj- um (3,5,6). Á sama tíma hefur næmi enteró- kokka fyrir penicillínsamböndum og amínó- glýkósíðum farið minnkandi (7). Enterókokk- arnir hafa þróað með sér svokallað háskammta amínóglýkósíð ónæmi (lágmarksheftistyrkur gentamícíns >500 mg 1_1) (8,9). Á sumum stöð- um í Bandaríkjunum hafa allt að 55% stofn- anna fengið háskammta amínóglýkósíð ónæmi (10,11). Glýkópeptíð (vankómýcín og teicó- planín) hafa verið notuð til að meðhöndla sýk- ingar af völdum fjölónæmra enterókokka þótt þau séu ekki bakteríudrepandi ein sér gegn enterókokkum (11). Glýkópeptíð ónæmi hefur verið þekkt frá 1986 og hefur það aukist mjög hratt síðan (12-14). I Bandaríkjunum jókst tíðni spítalasýkinga af völdum vankómýcín ónæmra stofna á árunum 1989 til 1993 margfalt (x34) (15) og er mikilli notkun breiðrófs kef- alóspórína og vankómýcíns einkum kennt um (16,17). I nóvember 1994 fundust á stuttum tíma ampicillín ónæmir enterókokkar hjá þremur sjúklingum, sem verið höfðu á einni deild Landspítalans. Þar áður var vitað um sex aðra einstaklinga með ampicillín ónæma enteró- kokka sem ræktast höfðu á íslandi. Engin tengsl voru hins vegar á milli þeirra einstak- linga. Þar sem þrír smitaðir einstaklingar greindust á stuttum tíma var möguleiki að við- komandi enterókokkastofn hefði meiri hæfi- leika til útbreiðslu. Vegna þeirra vandamála sem slíkir stofnar gætu valdið var ákveðið að reyna að hefta útbreiðslu þeirra og kanna hvort þeir hefðu náð fótfestu á öðrum deild- um. Jafnframt að skoða næmi enterókokka í sýnum sem berast til sýklafræðideildar Land- spítalans. Efniviður og aðferðir Aðgerðir á sjúkradeild og sjúkrahúsi: Sjúk- lingar sem báru ampicillín ónæma enteró- kokka voru strax færðir í einangrun. Einangr- unin miðaðist við reglur Bandarísku sjúk- dómavarnarstofnunarinnar, það er sjúklingar eru settir í einbýli og hanskar og sloppar notað- ir við hjúkrun/skoðun sjúklinga (16). Jafnframt voru eftirfarandi reglur settar til að draga úr vankómýcínnotkun á sjúkrahúsinu: Vankómýcín notkun á við í meðferð á: Al- varlegum sýkingum af völdum Gram jákvæðra baktería, ónæmum fyrir B-laktam sýklalyfjum. Sýkingum af völdum Gram jákvæðra baktería í sjúklingum með alvarlegt ofnæmi fyrir B-lakt- am sýklalyfjum. Á mjög alvarlegum sýklalyfja- tengdum ristilbólgum (pseudo-membraneous colitis, vegna Clostridium difficile) eða þegar þær láta ekki undan metrónídazólmeðferð. Einnig í sérstökum tilvikum sem forvarnar- sýklalyf gegn hjartaþelsbólgu eða við skurðað- gerðir þar sem framandi efni er komið fyrir og mikil hætta er á sýkingum af völdum stafýló- kokka ónæmum fyrir B-laktam sýklalyfjum. Vankómýcín œtti ekki að nota: Sem forvarn- arsýklalyf við skurðaðgerðir, nema í völdum tilvikum (sjá að ofan). Sem empírískt sýklalyf hjá neutrópenískum sjúklingum með hita. Sem nteðferð við kóagúlasa neikvæðum stafýló- kokkum, þegar þeir hafa eingöngu ræktast úr einni blóðkolbu af tveimur eða fleirum. Sem áframhaldandi empírísk meðferð, þegar ekki hefur tekist að sýna fram á sýkingu af völdum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.