Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1997, Síða 18

Læknablaðið - 15.04.1997, Síða 18
212 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 önnur öndunarfæraeinkenni, teppa og saga um astma hjá móður. Tilgáta: Prátt fyrir fremur þrönga skilgrein- ingu á astma er hann algengur meðal 20-44 ára íslendinga. Tiltölulega fáir í hópnum notuðu þó astmalyf. Inngangur Litlar upplýsingar eru um algengi astma á Islandi, en rannsóknir á Norðurlöndum (1-3), Englandi (4-6), Bandaríkjunum (7) og Asíu (8,9) gefa allar vísbendingar um aukningu á algengi (prevalence) astma, að minnsta kosti meðal barna og ungmenna. í byrjun þessa ára- tugar tóku Islendingar þátt í fjölþjóðakönnun sem náði til um 50 staða í yfir 20 þjóðlöndum og fimm heimsálfum. Könnunin var alls staðar framkvæmd með sömu aðferðum (10). Höfundar þessarar greinar hafa áður fjallað um fyrsta hluta rannsóknarinnar (11) og einnig um bráðaofnæmi (12). í þessari grein verður fjallað um innbyrðis samband öndunarfæraeinkenna, flæðishindr- unar á blástursprófi, berkjuauðreitni, reykinga og bráðaofnæmis annars vegar og samband þessara þátta við astma hins vegar. Efniviður og aðferðir Rannsóknarhópur: Til þátttöku í fyrri áfanga voru valin af handahófi 1800 konur og 1800 karlar á aldrinum 20-44 ára, búsett á svæðinu frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar (11). í seinni áfanga var 800 þátttakendum úr fyrri áfanga boðið til sérstakrar, víðtækrar rannsóknar, sem framkvæmd var á Vífilsstaðaspítala árið 1991 (12). Þessi hópur var valinn af handahófi úr upphaflega úrtakinu (3600). Tafla I sýnir úrtak og heimtur. Alls voru þátttakendur 570 (77%). Nokkrir svöruðu spurningunum sím- leiðis en færðust undan þátttöku í öðrum rann- sóknum. Spurningalistar: Sameiginlegar spurningar, lagðar fyrir þátttakendur allra rannsóknar- staða, voru 71 og eru að stofni til sniðnar eftir spurningum um berkjueinkenni frá Interna- tional Union Against Tuberculosis and Lung Disease (IUATLD) (13,14). Þær hafa verið notaðar við rannsóknir á lungnaeinkennum í Englandi og víðar (14,15). Spurt var um ein- kenni frá öndunarfærum, ættarsögu, umhverf- isþætti og tengsl þeirra við einkenni, atvinnu, menntun, heimilishagi, matarvenjur, lyfja- notkun og læknisþjónustu. Spurningar um reykingar þátttakenda og foreldra þeirra voru úr spurningakveri Bandaríska brjóstholsfélags- ins (16). Einnig var spurt um reykingar með sömu spurningum og áður hafa verið notaðar í íslenskum könnunum (sjá síðar). í íslensku út- gáfunni voru þar að auki spurningar um svefn- venjur, hvort þátttakendur hefðu komið í hey- ryk og fengið einkenni af því og spurningar um ofnæmissjúkdóma, mígreni og sóra. Tveir sér- staklega þjálfaðir hjúkrunarfræðingar spurðu. Blásturspróf (spirometry) með tölvustýrð- um öndunarmæli (SensorMedics 2450, Ana- heim CA, USA) voru gerð á 535 einstakling- um. Við prófið önduðu þeir inn upp í fullt lungnamál (TLC), en síðan frá sér af krafti. Þetta var endurtekið fimm sinnum og var hæsta gildið valið sem frámál (FVC: forced vital capacity). Fráblástur á einni sekúndu (FEV10: forced expiratory volume in one second) var mældur á sama hátt. Hlutfall einn- ar-sekúndu-fráblásturs (FEV10%) var reiknað af viðmiðunargildi (17). Blástursprófi var frestað ef viðkomandi hafði reykt klukkutímanum áður eða tekið berkjuvíkkandi lyf fjórum tímum áður, einnig ef hann hafði kvefast vikuna áður. Berkjuauöreitni: Auðreitni í berkjum (bronchial hyperresponsiveness) var mæld með metakólíni (Provocholine® frá Hoffman La Roche). Metakólínið var þynnt í fjórar stofnlausnir (25,00mg/ml, 6,25mg/ml, 1,56 mg/ ml, 0,39mg/ml) með 0,9% saltvatni og pH 7,0. Fenól, 0,4% að styrk, var notað sem rotvarn- arefni. Þátttakendur önduðu að sér metakólín- lausnum með Mefar skammtara (Mefar MB3 inhalation dosimeter, Bresica, Ítalía) (18) í hækkandi skömmtum upp í 2mg/ml. Lækkun á FEVj 0 >20% var metin sem jákvætt metakó- línpróf það er að segja merki um berkjuauð- reitni. Útiloka varð 56 þátttakendur: Sex Table I. Participation of 800 randomly selected men and women. Target population 800 -Refused -105 - Moved away - 56 - Died - 1 - Untraced - 68 Responded 570 Answered questionnarie 567 Skin test 540 Spirometry 535 Methacholine test 470
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.