Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1997, Síða 33

Læknablaðið - 15.04.1997, Síða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 225 eftir liðspeglanir eru misjafnir og geta leitt til innlagnar á spítala. Ogleði, almenn vanlíðan eftir svæfingu og skurðaðgerð geta einnig verið orsök fyrir innlögn eða seinkun á útskrift. Mikilvægt er að fylgjast með lfðan sjúklinga eftir heimkomu. Rannsóknin sem hér er greint frá var framkvæmd á FSA til að kanna líðan sjúklinga eftir speglun á hné. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar voru svæfðir. I lok aðgerðar var sprautað 20 ml af 0,5% búpívakaíni í liðinn. Gefið var ketórólak 30 mg í æð í lok aðgerðar eða á vöknun. Parkódín var gefið við verkjum og ópíöt í æð dygði það ekki. Reynt var að halda verkjum undir 3 á VAS-skala. Hringt var í 126 sjúklinga daginn eftir að þeir fóru í aðgerð. Meðalaldur þeirra var 37 ára og voru 87% í ASA-flokki 1. Niðurstöður: Af sjúklingum reyndust 22% vera með verki yfir 3 á VAS skala heima að kvöldi aðgerðardags og 13% morguninn eftir, 24% voru með ógleði að kvöldi aðgerðardags en 7% morg- uninn eftir, 13% höfðu svefntruflanir. Samantekt: Það er þörf fyrir að fylgjast enn betur með þessum ferlisjúklingum heima með til- liti til verkja og ógleði. Ýmsir þættir hafa áhrif á verki, ógleði, svefn og líðan sjúklinga eftir ferliað- gerðir og nauðsynlegt er að kanna það enn frekar. E-10. Svæðisbundin utanbastsverkja- meðferð eftir aðgerðir. Uppgjör árang- urs 368 sjúklinga á Landspítalanum 1996 Oddur Fjalldal, Gísli Vigfússon, Þorsteinn Sv. Stefánsson Frá svœfingadeild Landspítalans Inngangur: Góð verkjameðferð eftir aðgerðir eykur andlega og líkamlega vellíðan sjúklinga, fækkar fylgikvillum og minnkar sjúkrahúskostn- að. Þriggja lyfja svæðisbundin utanbasts- (seg- mental epidural) verkjameðferð hefur rutt sér til rúms á síðustu árum og byggir á blöndu þriggja mismunandi lyfja með lágri þéttni. Lyfjablandan er síðan gefin í sídreypi sem næst viðeigandi mænusvæði (-segment) og hefur þar margfeldis- áhrif (supra-additive) á taugaleiðni, ópíöt- og alfa-2- viðtæki í afturhorni. Parasetamól, sem hluti þessarar meðferðar, eykur enn á áhrifin. Árið 1996 er fyrsta heila árið sem þessari meðferð var beitt á Landspítalanum. Niðurstöður: Meðferðinni var beitt við stærri kviðarhols-, brjósthols-, æða- og bæklunarað- gerðir. Alls voru 368 sjúklingar á aldrinum eins til 90 ára meðhöndlaðir. Meðalmeðferðartími var 4,7 dagar (einn til 14). Konur voru 209, karlarl59. í hvfld höfðu 96% sjúklinga væga eða enga verki (VAS <3) og við hreyfingu 90%. Ástæður ófull- kominnar meðferðar var talin röng staðsetning leggjar (4%) eða að leggur rann út úr utanbasts- holrúmi (6%). Hreyfihindrun (Bromage score 2) kom fyrir hjá 5% sjúklinga með legg staðsettan á thoracal svæði (-segmentum) og 10% á thoraco- lumbal svæði. Ogleði kom fyrir í 22% tilfella og kláði í 24%. í 83% tilfella var leggur fjarlægður þar sem meðferð var lokið. í 17% voru aðrar ástæður eins og ófullkominn árangur (4%), legg- ur rann út (6%), roði á stungustað (2%), ósk sjúklings, lömun í fótum, lágur blóðþrýstingur og verkur í baki (5%). í tveimur tilfellum kom til alvarlegra aukaverkana, klínískrar sýkingar í ut- anbastsholrúmi og ofskammts sídreypilyfs. Báðir sjúklingar fengu fullan bata. Umræða: Þriggja lyfja svæðisbundin utanbasts- verkjameðferð hefur bætt verulepa árangur fyrri verkjameðferðar eftir aðgerðir. Árangur er svip- aður erlendum tíðnitölum svo og tíðni og ástæður ófullkominnar meðferðar. Hins vegar var tíðni hreyfihindrunar, ógleði og kláða hærri en í sam- bærilegum rannsóknum. Þriggja lyfja svæðis- bundin utanbastsverkjameðferð er áhrifarík að- ferð til að slá á verki eftir aðgerðir. Tíðni alvar- legra aukaverkana er lág en þær geta reynst lífshættulegar. Því er góð fræðsla, nákvæmt eftir- lit, stöðugt endurmat á árangri, fylgikvillum og meðferðarfyrirmælum forsenda hámarksárang- urs, lágmarksáhættu og þar með bættrar þjón- ustu. E-ll. Dausgarnarsarpur. Sjúkratilfelli ívar Gunnarsson, Margrét Oddsdóttir, Jónas Magnússon Frá handlœkningadeild Landspítalans Karlmaður, fæddur 1959, kom þrívegis inn á Landspítalann vegna blæðinga frá görn árið 1996. Við komu mældist blóðrauði lágur: 61, 70 og 97. Sjúklingur hafði einnig sögu um sortusaur (mel- ena) fyrir tveimur árum, en engin önnur einkenni frá kviði. Itarlegar rannsóknir, meðal annars magaspegl- un, ristilspeglun, blæðingarskann og Meckel- skann, reyndust neikvæðar, en í þriðju legunni (í september 1996) sýndi blæðingarskann að blæð- ing væri líklega í mjógirni. Við kviðspeglunaraðgerð sást dausgarnarsarp- ur (Meckels diverticulum) á dæmigerðum stað, 30 cm frá mjógirnis- og ristilsmótunum (sjá mynd- band). Sarpurinn var skorinn burt með kviðspeglunar- aðferðum. Myndbandið sýnir hve auðvelt er að framkvæma aðgerðir af þessu tagi. Ályktun: Ef til vill á að beita kviðspeglun fyrr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.