Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1997, Qupperneq 37

Læknablaðið - 15.04.1997, Qupperneq 37
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 229 E-20. Fyrirsjáanlegir misbrestir á fest- ingu Iærleggshálsbrota með Olmed skrúfum Jan Triebel*, Kolbrún Benediktsdóttir**, Halldór Jónsson jr* Frá *bœklunarskurðdeild og **röntgendeild Landspítalans Efniviður: Frá október 1992 til júlí 1995 voru 92 sjúklingar með miðlægt lærleggshálsbrot með- höndlaðir með Olmed skrúfum® (OLMED/De- Puy, Uppsala, Svíþjóð). Skrúfurnar eru settar í gegnum húð og ekki þarf að forbora. Þessi hópur nemur 66% af öllum þeim sjúklingum sem lagðir voru inn á bæklunarskurðdeild Landspítalans með brot af þessari tegund. Aðferðir: Röntgenmyndir allra sjúklinga voru metnar af óháðum meðferðaraðilum til að finna fyrirsjáanlega misbresti í meðferðinni. Upphafleg hliðrun brotanna var metin með Garden-flokkun, beinþynning var metin með Singh-flokkun og rétt skrúfustaðsetning var metin eftir tilmælum með- ferðarhöfunda. Niðurstöður: Meðaltals fylgitími var 36 mánuð- ir. Á þeim tíma þurftu 25 sjúklingar (27%) að gangast undir aðra aðgerð sem í flestum tilvikum var „hemiarthroplasty“ (Austin-Moore). Orsakir voru eftirfarandi: 16 endurhliðranir (í 14 tilvikum náðist ekki besti árangur varðandi staðsetningu skrúfanna, í tveimur tilvikum voru brot ekki nógu vel rétt), fjórir greru ekki og fimm fengu lærleggs- hausdrep. Fimmtán endurhliðranir voru með al- varlega beinþynningu. Ályktun: Bæði upphafleg hliðrun brots og stig beinþynningar hafa afgerandi áhrif á árangur að- gerðar; hliðrun ein og sér er ófullnægjandi í með- ferðaráætlun. Ekki var hægt að staðfesta sam- band milli aldurs og árangurs, hins vegar var marktækt samband milli staðsetningar skrúfu og árangursríkrar aðgerðar. E-21. Faraldsfræði og meingerð lófa- kreppu Kristján G. Guðmundsson*, Reynir Arngríms- son**, Ari H. Ólafsson***, Sturla Arinbjarnar- son**** t Porbjörn Jónsson****, Nikulás Sigfús- -k -í- -i- Frá *Heilsugœslustöðinni á Blönduósi, **erfða- lœknisfrœðisviði HÍ, ***bœklunarskurðdeild FSA, ****Rannsóknastofu HÍ í ónœmisfrœði, *****Rannsóknarstöð Hjartaverndar Inngangur: Lófakreppa (Dupuytrenís cont- racture) er sjúkdómur sem einkennist af hnúta- myndun í sinabreiðu lófans sem síðar veldur kreppu á fingrum og skertri starfsgetu handarinn- ar. Sjúkdómurinn er oft fjölskyldubundinn og erf- ist þá ríkjandi með breytilegri sýnd. Tíðni sjúk- dómsins er furðu há meðal íbúa í Norðurálfu. Ymsir umhverfisþættir tengjast aukinni áhættu á sjúkdómnum, svo sem reykingar, áfengisnotkun og erfiðisvinna. Ákveðnir sjúkdómar tengjast einnig lófakreppu og má þar nefna sykursýki og flogaveiki en lófakreppa er hins vegar fátíð hjá sjúklingum með langvinna liðagigt (iktsýki, RA). Meðferð þessa kvilla hefur verið skurðaðgerð. Aðrar aðferðir hafa þó verið reyndar með nokkr- um árangri, svo sem sterakrem borið í lófa eða sterainnspýtingar í sinabreiður. Aðferðir og niðurstöður: Lýst verður rannsókn sem gerð var af Hjartavernd á tíðni lófakreppu hér á landi. Tíðni sjúkdómsins í rannsóknarhópn- um var há, sérstaklega hjá körlum (urn 22%). Tengsl lófakreppu við ýmsa lífefnafræðilega þætti verða rakin. Einnig verður lýst ætt sem rannsök- uð hefur verið og reyndist hafa mjög háa tíðni af lófakreppu. Eitilfrumur úr blóði sjúklinga með lófakreppu hafa verið rannsakaðar í flæðifrumu- sjá á Rannsóknastofu HÍ í ónæmisfræði. Niður- stöðurnar sýna marktækar breytingar á vissum undirflokkum hvítfrumna; fjölgun DR+ T- frumna og fækkun CD5+ B-frumna. Hnútum sem fjarlægðir hafa verið með skurðaðgerðum hefur verið safnað og bandvefsfrumur settar í erfðagreiningu. Litningarannsókn sýnir mikinn óstöðugleika og litningaóreiðu í þessum vefjum á meðan aðrir vefir eru eðlilegir. Umræða og ályktanir: Lófakreppa er algengur sjúkdómur á íslandi. Sjúkdómurinn er ættlægur og greina má litningaóreiðu í bandvefsfrumum úr sinabreiðuhnútum. Greinanleg eru ónæmisfræði- leg frávik í blóði sjúklinga með lófakreppu sem bent geta til ræsingar ónæmiskerfisins. Fyrirhug- aðar eru frekari rannsóknir á eðli og tilurð lófa- kreppu. E-22. Rannsókn á slitgigt í mjöðmum og hnjám Mývetninga Jón Reynir Sigurðsson, Þorvaldur Ingvarsson Frá bœklunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri Inngangur: Tíðni slits í mjöðmum og hnjám er ekki að fullu þekkt hér á landi, kannanir hafa bent til þess að á Islandi sé hærri tíðni hvað varðar nýgengi slitgigtar í mjöðmum en almennt gerist. Ein af hugmyndum, sem komið hafa fram þessu til skýringar, er að slit í mjöðmum og hnjám sé ættgengt og því mögulega um litningagalla að ræða. Markmið: Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hversu margir Mývetningar, 40 ára og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.