Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1997, Side 45

Læknablaðið - 15.04.1997, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 237 hjá 16; fistlar hjá þremur; útskýrðir kviðverkir hjá tveimur. Tegundir aðgerða voru úrnám (res- ection) og primer anastomosis (RA) hjá 90; úr- nám anastómósa og stómía (RAS) hjá tveimur; stómía og dren (SD) hjá fjórum; kviðarholsopnun (laparotomy) (Lap) hjá tveimur. Bráðaaðgerðir voru gerðar hjá 81. Ábendingar voru lífhimnubólga (peritonitis) hjá 55; blæðing hjá 11; gamastífla hjá sjö; fistill hjá fimm; graftrarbólga (abscess) hjá þremur. Tegundir aðgerða voru: RA hjá þremur; RAS hjá þremur; Hartmann hjá 34; SD hjá 13; dren hjá fjómm; Lap hjá sjö. Alvarleg eftirköst voru hjá 55 sjúklingum. Þar af við valaðgerðir: anastómósuleki hjá sjö; djúp sýking hjá fjórum; sárasýkingar hjá níu; sárarof hjá einum; gamastífla (ileus) hjá tveimur; hjartadrep hjá ein- um; sýndarhimnuristilbólga (pseudomembraneous colitis) hjá einum; lungnablóðrek hjá einum; CVI hjá tveimur. Við bráðaaðgerðir: anastómósuleki hjá átta; djúpar sýkingar hjá þremur; sárasýkingar hjá fimm; sárarof hjá einum; gamastífla hjá tveim- ur; sýndarhimnuristilbólga hjá einum; lungnablóð- rek hjá tveimur; lungnabólga hjá einum. Alls dóu 11 sjúklingar, níu við fýrstu aðgerð og tveir eftir seinni aðgerðir. Höfðu þeir allir gengist undir bráðaaðgerðir. Ályktanir: Aðgerðum hefur fjölgað mjög á síð- ustu tveimur fimm ára tímabilunum. Eftirköst em mjög algeng, bæði við val- og bráðaaðgerðir. Að- gerðir vegna sarpbólgu eru vandasamar og ábend- ingar fyrir aðgerðum þurfa að vera í stöðugri endur- skoðun. E-38. Valaðgerðir við ósæðargúl neðan nýrnaæða á íslandi 1971-1996 Gnnnar H. Gunnlaugsson Frá skurðlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Að því er best er vitað voru aðgerð- ir við ósæðargúl á þessu tímabili aðeins gerðar á Landspítalanum, Borgarspítalanum og Landa- kotsspítala (síðar Sjúkrahúsi Reykjavíkur) og á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hver þróunin hafi orðið varðandi tíðni aðgerða og að reyna að meta árangur með tilliti til sjúkrahúsdvalar, dauðsfalla og annarra áfalla. Aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár allra sjúk- linga sem fengið höfðu greininguna ósæðargúll og dvalist höfðu á ofannefndum spítulum. Það fund- ust 240 sjúklingar með ósæðargúl neðan nýrna- æða sem skornir höfðu verið upp. Þar af höfðu 54 gengist undir bráðaaðgerð (oftast vegna rofs) og 31 verið skorinn upp vegna blóðþurrðar í fótum þar sem gúllinn var aukaatriði og vel innan hættu- marka. Þessir hópar voru ekki teknir með. Niðurstöður: Það voru því 155 sjúklingar sem fóru í valaðgerð þar sem gúllinn sjálfur var aðal- ábendingin. Aðgerðir voru um tvær á ári fram til 1986 en eftir það um 11 á ári. Konur voru 36 og karlar 119.Langflestir voru á aldrinum 60-79 ára. Níutíu og einn af hundraði voru reykingafólk og 68% höfðu yfir 30 pakkaár að baki. Áttatíu og tveir af hundraði höfðu sögu um æðakölkun ann- ars staðar (kransæðasjúkdómur 48%, slag 12%, áreynsluhelti 22%). Þrjátíu af hundraði voru á meðferð við háþrýstingi. Hundrað og einn sjúklingur (65%) útskrifaðist án áfalla eftir að meðaltali 11 daga legu þar af þrjá daga á gjörgæslu. Fjörutíu eða 26% urðu fyrir meiri háttar áföllum en útskrifuðust eftir að með- altali 23 daga þar af um fimm daga á gjörgæslu. Algengustu áföll voru blæðing, hjarta- eða lungnabilun og blóðþurrð í ganglimi. Dauðsföll voru 15 (9,7%) og hélst dánartalan óbreytt út tímabilið. Helsta dánarorsök var hjartadauði. Ályktun: Mikil fjölgun varð á aðgerðum við ósæðargúl eftir 1985. Sextíu og fimm af hundraði sjúklinga útskrifast án áfalla og 26% til viðbótar eftir veruleg skakkaföll. Nálægt 10% deyja innan 30 daga sem telst of hátt. Dánartalan lagaðist ekki á síðara hluta tímabilsins. Þakkir: Höfundur þakkar viðkomandi yfir- mönnum á Landspítalanum og Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri fyrir aðgang að sjúkraskrám. Einnig þakkir til Vísindasjóðs SHR sem styrkti rannsóknina. E-39. Subclavian steal syndrome. Óvenjulegt sjúkratilfelli Skúli Gunnlaugsson*, Uggi Agnarsson**, Jónas Magnússon*, Halldór Jóhannsson* Frá *œðaskurðdeild Landspítalans, *lœknadeild Hl, **lyflœkningadeild Landspítalans Rúmlega sextugur karlmaður var lagður inn til aðgerðar vegna einkenna subclavian steal syndr- ome í október 1996. Sjúklingurinn hafði þekkta útbreidda æðakölk- un og hafði meðal annars farið í útvíkkanir á ganglimaslagæðum, kransæðahjáveituaðgerð (1989), fengið TIA-kast og hafði þekkta lokun á a. subclavia sin. frá 1991. Síðastliðin ár hafði sjúk- lingur haft væga áreynslubundna verki í vinstri handlegg en upp úr miðju ári 1996 fór að bera á svima, sjóntruflunum og þrekleysi. Hann var lagður inn um svipað leyti í Noregi vegna bráðra brjóstverkja, sem leiddu til gruns um hjartaöng. Áreynslupróf leiddi í ljós verulegt þrekleysi en klárar línuritsbreytingar komu ekki fram. I kjöl- farið fór sjúkhngur í hjartaþræðingu og slagæða- mynd af efri hluta líkamans. Þessar rannsóknir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.