Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1997, Qupperneq 47

Læknablaðið - 15.04.1997, Qupperneq 47
238 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 sýndu bakflæði (retrograde) um a. vertebralis sin. niður til a. subclavia sin. og jafnframt bakflæði um a. mammaria int. frá vinstri kransæð upp til sömu æðar. Af þessu mátti leiða að miðtaugakerfis- og hjartaeinkenni stöfuðu hvorutveggja af þrengsl- um í a. subclavia sin. Sjúklingur gekkst undir hjáveituaðgerð frá a. carotis comm. sin. til a. subclavia sin. með góðum árangri. Sjúklingur hefur verið einkennalaus og fékk ágætan púls í a. radialis sin. sem var ófinnan- legur fyrir aðgerð. Einkenni þessa sjúklings verða að teljast óvenjuleg hvað varðar hjarta en um leið vel skilj- anleg. Petta sjúkratilfelli stafestir að subclavian steal syndrome getur legið til grundvallar hjarta- blóðþurrð hjá einstaklingum sem gengist hafa undir kransæðahjáveituaðgerð með a. mammaria int. E-40. Meginæðarþrenging, rof á gamalli viðgerð. Tvö sjúkratilfelli Skúli Gunnlaugsson, Jónas Magnússon, Bjami Torfason Frá hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans, lœknadeid HÍ Fyrra tilfellið er tæplega fimmtugur karlmaður sem greindist með meginæðarþrengingu (coarcta- tion aortae) 1968 og var gert við hana í London sama ár. Sjúklingur var lagður inn á sjúkrahús í byrjun júní 1996 vegna blóðhósta. ítarlegar rannsóknir sýndu ekki fram á ákveðinn blæðingarstað en hálfum mánuði seinna fékk sjúklingur sömu ein- kenni en mun kröftugri. Röntgen- og sneiðmynd af brjóstholi sýndi ósæðargúl á gamla viðgerðar- svæðinu og verulegar þéttingar í vinstri efri lungnalappa. Grunur lék á ósæðarrifnun með blæðingu inn í lunga. Sjúklingur gekkst undir bráðaaðgerð sem staðfesti gúl á gamla viðgerðarstaðnum með um það bil 1,5 cm rofi og vinstri efri lungnalappi var sollinn af blóði. Gúllinn var fjarlægður og komið fyrir Gortex grafti. Sjúklingur var útskrifaður við góða heilsu. Seinna tilfellið er rúmlega fimmtugur karlmað- ur sem greindist með meginæðarþrengingu 1954 og gekkst undir viðgerð á henni í Kaupmanna- höfn sama ár. Sjúklingur var með háþrýsting fyrir og eftir þá aðgerð og var reynt að víkka viðgerðar- svæðið vegna endurþrengsla 1987 án árangurs. Vegna verulegs háþrýstings, úthaldsleysis og mæði var í lok janúar 1997 reynt að víkka svæðið aftur með æðabelg. Við þá aðgerð rifnaði ósæðin rétt handan við þrengslin og sjúklingur fór í lost- ástand. Sjúklingur fór í bráðaaðgerð þar sem tæmdir voru þrír lítrar af blóði úr brjóstholi, gamla viðgerðarsvæðið fjarlægt og komið fyrir Gortex grafti. Útskriftarástand var með ágætum. Ofangreind tilfelli lýsa hversu viðkvæmt við- gerðarsvæði ósæðarþrengsla í raun og veru er, einkum með tilliti til staðbundinnar æðakölkunar og rýrnunar. Fara skyldi með gát, bæði varðandi greiningu og meðferð, er slíka sjúklinga rekur á okkar fjörur. E-41. Brottnám hluta vinstri slegils sem meðferð við hjartabilun á lokastigi. Sjúkratilfelli Bjarni Torfason Frá hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans Fertugur karlmaður með endastigs hjartabilun af völdum hjartvöðvakvilla með ofþenslu (dilated cardiomyopathy) var meðhöndlaður á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans með nýrri teg- und hjartaskurðaðgerðar, Batista- Partial Left Ventriculectomy. Aðgerðin byggist á La Place lögmáli um veggspennu og felst í því að nema brott stóran hluta af vinstri slegli hjartans. Sjúk- lingurinn var á biðlista fyrir hjartaígræðslu, en líkur á því að líffæri fengist í tæka tíð voru hverf- andi. Hjartaþræðing og ómskoðun sýndu gríðarstórt hjarta, þar sem þvermál vinstri slegils mældist 9,0 cm, styttingarbrot 5%, útstreymisbrot 11-15% og míturlokuleki 2-3/3 en kransæðar voru eðlilegar. Til að freista þess að brúa bilið til hjartaígræðslu var sjúklingurinn tekinn í aðgerð. Þvermál vinstri slegils hjartans var minnkað um 50% með því að nema brott 120 g af hjartavöðva og gerfiloku var komið fyrir í míturlokustað. Aðgerðin, sem var umfangsmikil og áhættusöm, gekk að óskum. Sjúklingur útskrifaðist af gjörgæsludeild á níunda degi eftir aðgerðina við góða líðan. Aðgerðin er athyglisverð nýjung við meðferð á hjartvöðvakvilla með ofþenslu og getur brúað bil- ið til hjartaígræðslu eða skoðast sem valkostur hjá þeim sem ekki koma til greina fyrir líffæraflutning af einhverjum ástæðum. E-42. Aorto-duodenal fístill Sigurgeir Kjartansson Frá Landakotsspítala í febrúar 1983 var 63 ára karlmaður lagður inn vegna magablæðingar, tveimur árum eftir annars tíðindalausa aðgerð vegna ósæðagúls. Maga- speglun sýndi missmíð á skeifugörn. Blæðing var viðvarandi. Röntgenmynd sýndi holrúm um- hverfis æðalögn. Sjúklingur var með hitaslæðing og hækkað sökk. Ljóst var að fyrir lá æting á ósæðargræðlingi inn í skeifugörn. Lansóprazól Helicobacter pylori ...þú færð í magann þegar hún birtist!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.