Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1997, Page 48

Læknablaðið - 15.04.1997, Page 48
Ba tería í brennidepli nokkrar staðreyndir um Helicobacter pylori Gleypti bakteríu Ungi ástralski læknirinn Barry J. Marshall vakti athygli þegar hann tilkynnti árið 1985 að hann hefði sjálfviljugur innbyrt H. pylori. Með þessu vildi hann sýna fram á að bakterían gæti orsakað ætisár hjá heilbrigðum einstaklingi. Marshall var nokkuð „heppinn" en fékk slæmar magabólgur sem hurfu án meðferðar. Fannst fyrir 14 árum Það voru Ástralirnir Warren og Marshall sem einangruðu H. pylori árið 1983 og vöktu athygli manna á tengslum hennar við maga- og skeifu- garnarsár. Rúmum 100 árum áður höfðu þýskir vísindamenn lýst spírallaga lífverum í magaslímhúð spendýra en þær rannsóknir náðu aldrei athygli þar sem ekki tókst að rækta bakteríuna í æti. Algengasta sýking í heimi H. pylori veldur algengustu sýkingu sem þekkist í heiminum. Algengi í hinum vestræna heimi er um 30% en í þróunarlöndum hafa allt að 80% manna reynst smitaðir. Smitleiðir bakteríunnar eru ekki vel þekktar en ljóst að þar sem hreinlæti er ábótavant, lítið er af hreinu vatni og þrengsli mikil, er tíðni H. pylori sýkingar hærri. Þriðji hver Islendingur sýktur í nýrri íslenskri rannsókn reyndist algengi mótefna gegn H. pylori meðal íslendinga vera að minnsta kosti 35% sem er nokkuð hærra en í nágranna- löndum okkar.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.