Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1997, Side 50

Læknablaðið - 15.04.1997, Side 50
Lansóprazól Nafn sérlyfs: Lanzap SÝRUHJÚPHYLKI; A 02 B C 03 Hvert sýruhjúphylki inniheldur: Lansoprazolum INN 30 mg. Eiginleikar: Lyfiö blokkar prótónupumpuna (H+,K+- ATPasa) í paríetalfrumum magans. Lyfiö dregur þannig úr framleiðslu magasýru, bæöi grunnframleiðslu og viö hvers kyns örvun. Lyfið frásogast frá smáþörmum, en breytist í virkt form í súru umhverfi paríetalfrumnanna. Fylgni er milli áhrifa á sýruframleiðslu og flatarmáls undir blóöþéttniferlinum (AUC), en ekki blóðþéttni hverju sinni. Blóöþéttni nær hámarki 1,5 klst. eftir töku lyfsins. Aögengi er yfirleitt hátt (80-90%), en er mjög breytilegt milli einstaklinga. Binding við plasmaprótein er um 90%. Helmingunartími í blóöi er 1-2 klst. Hann lengist með hækkandi aldri og við skerta lifrarstarfsemi. Lyfið umbrotnar að fullu í lifur og skilst út sem óvirk umbrotsefni, 65% í saur og afgangur í þvagi. Ábendingar: Skammtímameðferð á sársjúkdómi í skeifugörn og maga. Skammtímameðferð á bólgu í vélinda vegna bakflæðis. Æskilegt er að þessar greiningar séu staðfestar með röntgen eða speglun. Fráhendingur: Engar þekktar. Varúð: Við skerta lifrarstarfsemi er helmingunartími lengdur og skammta getur þurft að minnka. Meöganga og brjóstagjöf: Klínísk reynsla af gjöf lyfsins á meðgöngutíma er lítil. Fósturskemmdir hafa ekki komið fram við dýratilraunir. Ekki er vitað hvort lyfið skilst út í brjóstamjólk. Aukaverkanir: Algengar (>1%) Miðtaugakerfi: Höfuðverkur, svimi. Meltingaifœri: Niðurgangur, ógleði, magaverkir, hægðatregða, uppköst, vindgangur. Húð: Útbrot. Sjaldgæfar (0,1-1%): Þreyta. Milliverkanir: Lyfið umbrotnar fyrir tilstilli cýtókróm P-450 enzýma og gæti haft milliverkanir við díazepam, fenýtóín, teófýllín, warfarín, sýrubindandi lyf eða bólgueyðandi gigtarlyf. Skammtastærðir handa fullorðnum: Sýruhjúphylkin verður að gleypa í heilu lagi. Lyfið er ætlað til skammtímameðferðar, mest í 8 vikur. Skeifugamarsár: Venjulegur skammtur er 30 mg á dag í 2 vikur. Hafi sárið ekki gróið má halda meðferð áfram í 2 vikur í viðbót. Magasár: Venjulegur skammtur er 30 mg á dag í 4 vikur til viðbótar. Bólga í vélinda vegna bakflœðis: Venjulegur skammtur er 30 mg á dag í 4 vikur. Hafi bólgan ekki læknast má halda meðferð áfram í 4 vikur til viðbótar. Skammtastærðir handa börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum. Pakkningar og hámarksverö 1.2.’97: 14 stk. 3.052 kr.; 28 stk. 5.347 kr.; 56 stk. 9.878 kr. Hámarksmagn sem ávísa má með lyfseðli er sem svarar 30 daga skammti. Afgreiðslutilhögun: R Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: E LYFJAVERSLUN ÍSLANDS H F .

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.