Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1997, Síða 53

Læknablaðið - 15.04.1997, Síða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 241 væg. Stigun á æxlum í meltingarfærum fyrir að- gerð er ónákvæm. Þrátt fyrir eðlilega sneiðmynd reynist sjúkdómur í um það bil 50% tilfella vera dreifður við skurðaðgerð. Þetta má bæta með kviðsjárspeglun og fá stigun sem er rétt í allt að 90% tilfella. Sé einnig notuð ómun um kviðsjá verður stigunin mun nákvæmari. Á handlækn- ingadeild Landspítalans fara nú sjúklingar með krabbamein í efri hluta meltingarfæra fyrst í kvið- sjárspeglun og ómun til stigunar áður en skurðað- gerð er framkvæmd. Sýnd verða myndbönd af stigunaraðgerðum og tillögur að uppvinnslu sjúklinga með krabbamein í efri hluta meltingarvegar. Tilgangurinn er að ræða kosti og galla þessarar áætlunar. E-49. Stillanleg sultaról með kviðsjá við sjúklegri offítu TómasGuðbjartsson,Jörgen Weimer, Dag Arvids- son Frá skurðdeild sjúkrahússins í Helsingjaborg Sænskri stillanlegri sultaról (Swedish Adjusta- ble Gastric Banding, SABG) hefur verið beitt í Svíþjóð hjá offitusjúklingum frá 1985. í dag hafa yfir 800 aðgerðir verið framkvæmdar í Svíþjóð og er aðgerðin talin bæði örugg og árangursrík. Síð- ustu ár hefur áhugi á stillanlegri sultaról aukist samfara örri þróun kviðsjáraðgerða. Tuttugu kviðsjáraðgerðir með stillanlegri sult- aról hafa verið framkvæmdar á sjúkrahúsinu í Helsingjaborg á síðustu tveimur árum. Sýnt verð- ur myndband með helstu skrefum aðgerðarinnar og birtar fyrstu niðurstöður af árangri þeirra. Kviðarholið er blásið upp (13 mm Hg) og að- gerðin framkvæmd í gegnum fimm 10/11 holstingi. Byrjað er á að opna gat á burðarband (suspensory ligament) á milli vinstri crus og stuttu magaæð- anna á stóru magabugðunni. Pví næst er gert svip- að gat við litlu magabugðuna, um það bil 2-3 cm frá maga/vélindamótunum. Sérstaklega hönnuð verkfæri og 70° kviðsjá eru síðan notuð til að útbúa göng á bak við efsta hluta magans frá litlu yfir á stóru magabugðuna. Sultarólinni, sem er kísil- (silicon-) blaðra með dacronstyrktri ól, er komið fyrir í kviðarholinu í gegnum 18 mm hol- sting, hún dregin á bak við magann og endarnir hnýttir inni í kviðarholinu með þræði sem ekki eyðist. Til að ólin færist síður úr stað er hluti af botni (fundus) saumaður fastur við cardia á fram- vegg magans. Loks er slangan sem tengist kísil- blöðrunni tengd lyfjabrunni (Port-a-Cath®) sem er festur yfir brjóstbeininu. Myndband með stillanlegri sultaról verður sýnt til að kynna aðgerðartæknina. E-50. Vefjastrekkjarar. Ný aðferð til Iokunar á stórum sárum eða misfellum á yfírborði líkamans Rafn A. Ragnarsson Frá lýtalœkningadeild Landspítalans Mikilvægur þáttur í starfi lýtalækna er að græða stór sár og lagfæra missmíðar á yfirborði líkam- ans. I því augnarmiði hafa margar hugvitsamar lausnir litið dagsins ljós eins og til dæmis húð- ágræðsla, margar tegundir misflókinna flipa og vefþenslupokar. Á allra síðustu árum hafa skotið upp kollinum einföld tæki sem nýta sér innbyggð- an teygjanleika húðarinnar. Fyrirbæri þetta hefur verið þekkt í yfir 30 ár og byggir á hæfni kollag- enþráða leðurhúðarinnar til þess að rétta úr sér og lengjast við álag. Aðferð þessi hefur verið reynd við lýtalækn- ingadeild Landspítalans við nokkur valin tilfelli og gefið góða raun þó að í ljós hafi komið ákveðn- ir annmarkar. Hér virðist þó komin einföld og hagkvæm nýjung sem kemur til með að bætast í verkfærakistu lýtalækna og auðvelda starf þeirra. E-51. Frír flutningur á taug og vöðva til lagfæringar vegna helftarlömunar í and- liti Rafn A. Ragnarsson*, Hannes Hjartarson** Frá *lýtalœkningadeild Landspítalans, **háls-, nef- og eyrnardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Tilkoma og þróun smásjárskurlækninga hefur á tveimur áratugum valdið byltingarkenndum breytingum fyrir þá sem sinna sjúkdómum og áföllum er skerða yfirborð og starfsgetu líkam- ans. Upphaflega var aðeins um að ræða flutning húðar með fitu niður að vöðvahimnu. Nákvæm og kerfisbundin kortlagning líkamans með það fyrir augum að uppfylla sem flestar þarfir tilfallandi vefjaskorts hefur síðan getið af sér aragrúa frírra flipa þar sem hver hefur eithvað til síns ágætis. Lömun á andlitstaug (nervus faciali) veldur áberandi lýti og verulegri starfrænni fötlun. Við- gerðin fram að þessu hefur þrátt fyrir flóknar aðgerðir ekki svarað væntingum. Með tækni smá- sjárskurðlækninga hefur opnast sá möguleiki að flytja vöðvahluta með æðum og afltaug frá stað þar sem ærin starfsgeta er fyrir hendi og tengja inn í lamaða andlitshelminginn. Þetta er varanleg og góð lagfæring sem bæði bætir úr starfsgetu og aflögun andlits. Á síðasta ári voru framkvæmdar þrjár slíkar aðgerðir á íslandi með ágætum ár- angri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.