Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1997, Qupperneq 56

Læknablaðið - 15.04.1997, Qupperneq 56
244 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 V-l. Hámarks starfræn raförvun sem vanabundin meðferð við þvagleka Guðmundur Geirsson, Magnus Fall Frá þvagfœraskurðdeildum Sjúkrahúss Reykja- víkur og Sahlgrenska sjukhuset í Gautaborg Ýmsar ástæður geta legið að baki bráðamigu og bráðaleka, allt frá ertingu í slímhúð neðri hluta þvagfæra til ofvirkrar blöðru. Algengasta með- ferðin eru andkólínvirk lyf sem slá á einkenni með því að minnka samdrátt blöðrunnar. Hámarks starfræn raförvun (maximal functional electrical stimulation) er einnig vel þekkt meðferð við þess- um kvillum og er talin virka með því að auka á hamlandi taugaviðbrögð frá svæðum við enda- þarm og leggöng. Margar rannsóknir hafa sýnt að slík meðferð er mjög árangursrík. I þessari afturskyggnu rannsókn höfum við kannað árangur raförvunarmeðferðar hjá 84 sjúklingum með bráðamigu og bráðaleka og borið niðurstöðurnar saman við okkar fyrri reynslu svo og annarra. Meðferðin var gefin samkvæmt ein- földu skema þar sem hver sjúklingur var með- höndlaður fjórum sinnum í 20 mínútur í senn. Örvað var með tveimur rafskautum (anal og vag- inal/penis) með tíðninni 5 Hz. Allir sjúklingarnir fóru í þvagstraumsrannsóknir (urodynamic) og einkennamat. Peir voru beðnir um að fylla út 48 klukkustunda þvaglátslista fyrir og eftir meðferð- ina. Meðferðin sló á einkenni hjá 45 af 84 (54%) sjúklinganna en einungis fjórir (5%) fengu fulla bót, sem er mun lélegri árangur en í fyrri rann- sóknum okkar sem og annarra. Skýringar á þessu misræmi eru líklega margþættar. Þær helstu eru: val sjúklinga, styrkur raförvunar og fjöldi með- ferða. Það er mikilvægt að hafa í huga þessar, svo og aðrar takmarkanir þegar raförvunarmeðferð er beitt sem vanabundinni meðferð. V-2. Óstöðugleiki litninga í lófakreppu Kristján G. Guðmundsson*, Reynir Arngríms- son**, Lindsay Paterson***, MargrétStefánsdótt- ir****, Ari FI. Ólafssoh***** Frá *Heilsugœslunni á Blönduósi, **erfðalœknis- frœðisvið: HÍ, ***GIasgow Háskóla, ****litn- ingarannsókn Landspítalanum, *****bœklunar- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Inngangur: Lófakreppa (Dupuytrenís cont- racture) eða Dupuytrens sjúkdómur einkennist af fíbrómalíkum hnútum í bandvefsbreiðum í lófa og iljum og leiðir til bandvefsþykknunar og síðan kreppu á fingrum. Meingerð sjúkdómsins er lítt þekkt þótt oft sé um ættlæga tilhneigingu að ræða. Sjúkdómurinn sést aðallega hjá íbúum Norður- Evrópu og sú kenning hefur verið sett fram að hann sé algengastur erfðasjúkdóma sem leggst á bandvef. Ókynbundnar ríkjandi erfðir með breytilegri sýnd þykja skýra erfðamynstrið í þess- um sjúkdómi. Efniviður: Hér er lýst stórri fjölskyldu með lófakreppu í að minnsta kosti þrjá ættliði. Sýni úr sjúklingum sem fóru í aðgerðir vegna lófakreppu eða hnúta í il voru tekin til rannsóknar. Aðferðir: Litningar voru skoðaðir úr bandvefs- hnútum eftir hefðbundna frumuræktun. DNA var fjölfaldað með keðjumögnun, merkt með geislavirku P32 og rafdregið. Niðurstöður: Erfðamynstur sjúkdómsins í fjöl- skyldunni líkist ríkjandi erfðum með hárri sýnd. Litningarannsókn á bandvefshnútum sýnir tiglun með eðlilegum og óeðlilegum frumulínum. Brott- fall kynlitninga og þrístæða á litningi 8 eru áber- andi ásamt ýmsum litningayfirfærslum og brott- föllum á litningasvæðum sem vitað hefur verið að tengjast áhættu fyrir æxlisvexti og krabbameini. DNA rannsókn sýndi merki um óstöðugleika í erfðaefninu sem kom fram sem fjölgun samsæta við fjölföldun. Umræða og ályktun: Óstöðugleiki í erfðaefn- inu sem ræktast frá hnútunum er áberandi. Rann- sókn þessi styður þá kenningu að erfðaþættir skipti verulegu máli í meingerð lófakreppu. V-3. Kransæðaaðgerðir á Landspítalan- um á árinu 1995 Kristinn B. Jóhannsson, Hörður Alfreðsson, Þórarinn Arnórsson, Bjarni Torfason, Grétar Ólafsson Frá hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans Efniviður: Kransæðaaðgerðir hafa verið fram- kvæmdar á íslandi í rúm 10 ár. Hér er fjallað urn kransæðaaðgerðir ársins 1995. Gerðar voru 200 kransæðaaðgerðir á Landspítalanum á árinu 1995 þegar undan eru skildar kransæðaaðgerðir í tengslum við lokuaðgerðir. Það voru 160 karlar (53 sjúklingar yngri en 60 ára, 107 sjúklingar 60 ára eða eldri) og 29 konur (fimm undir 60 ára og 24 konur 60 ára og eldri). Ellefu sjúklingar fóru í endurkransæðaaðgerð. Ástand sjúklinga fyrir að- gerð var misjafnt. Níutíu og níu sjúklingar voru með langvarandi hjartaöng, 85 með hvikula hjartaöng, 15 sjúklingar með yfirvofandi hjarta- drep og einn með hjartaáfall og kominn með op á milli afturhólfa. Þá voru 33 sjúklingar (16%) með höfuðstofnsþrengsli, 20 höfðu útstreymisbrot innan við 50% og 180 sjúklingar höfðu útstreymis- brot 50% eða meir. Þessir 200 sjúklingar höfðu eina til sex kransæðar þrengdar um 70% eða meira.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.