Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1997, Side 60

Læknablaðið - 15.04.1997, Side 60
248 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Umræða og fréttir Einar Stefánsson forseti læknadeildar Háskóla íslands: Mikilvægasta verkefnið í heilbrigðis- og menntamálum að efla háskólaspítala Einar Stefánsson forseti læknadeildar Háskóla íslands. Ljósm.: -jt- Einar Stefánsson prófessor í augnlækningum og yfirlæknir augndeildar Landspítalans tók við starfi deildarforseta á síð- asta hausti. Eftir framhaldsnám og störf í Bandaríkjunum kom hann til starfa á augndeild Landakotsspítala sem á síðasta ári flutti á Landspítalann. Einar hefur setið í ritstjórn Lækna- blaðsins, situr nú í ritstjórn nor- ræna augnlæknatímaritsins. Hann var beðinn að ræða við Læknablaðið um starfið í læknadeild og í upphafi eru inn- tökuskilyrðin í læknadeild gerð að umtalsefni: „Nokkuð er liðið á annan ára- tug frá því fjöldatakmörkun var tekin upp í læknadeild háskól- ans. Nú eru teknir inn 36 á hverju ári en nokkur undanfarin ár voru það aðeins 30. Menn hefur nokkuð greint á um hvaða rök eiga að gilda í þessu sam- bandi en ljóst er að einhver tak- mörk verða að vera. Eru þau út frá kennslugetu skólans eða á að taka mið af þörfum þjóðfé- lagsins fyrir fjölda nýrra lækna?“ Inntökuaðferðin áhyggjuefni „Aðferðin við valið í lækna- deild er áhyggjuefni. Við höfum kennt öllum nýnemum ákveð- inn kjarna og haft síðan sam- keppnispróf. Þetta kerfi er ein- falt og óhlutdrægt - nafnlaust og andlitslaust og persónulegt mat kemur hvergi nærri. Um leið er það verulegur galli að taka við 150 til 200 nýnemum, yfirleitt góðum námsmönnum, og þurfa að stöðva meirihluta þeirra. Það er þeim vissulega áfall og það er slæmt að geta ekki veitt þessum stóra hluta sem ekki kemst áfram einhverja úrlausn. Sú þróun hefur verið áber- andi síðustu árin að fjöldi ný- nema sem nær prófinu fer sífellt minnkandi. Áður var hópurinn samansettur að hálfu af nýnem- um og þeim sem áður höfðu reynt en nú eru þeir sem reynt hafa einu sinni eða jafnvel tvisv- ar áður í meirihluta. Það hefur vafist fyrir okkur að finna betri aðferðir og stundum hefur verið rætt um að viðhafa einhvers konar mat á mannlega þættin- um með viðtölum og slíku en það er erfitt í svo litlu þjóðfé- lagi. Síðan mætti hugsa sér að gera einhverjar endurbætur á núverandi kerfi og sníða helstu agnúana af því.“ Einar telur að ýmsar leiðir séu hugsanlegar í því sambandi og nefnir til dæmis eina:

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.